Vikan


Vikan - 21.09.1978, Blaðsíða 17

Vikan - 21.09.1978, Blaðsíða 17
Framhaldssaga eftir HAMMOND INNES Forsagæ ÍMonte Cristallo suður í ítölsku Ölpunum stendur skíöaskáli hátt uppi í fjalli. Kngles kvikmyndaleikstjóri hefur heóió vin sinn Neil Blair aó heimsækja þennan skála og i fvlgd meó honum er Joe Wesson kvikmyndatökumaóur. Þeir eiga aö láta líta svo út sem þeir séu aó undirhúa kvikmyndatöku á staönum. en raunin er þó allt önnur. Á stríðsárunum var mikill gullsjóóur fal- inn þarna og hafa ýmsir ntenn — suntir æði skuggalegir — hug á að klófcsta hann. Uppgjörió hefst þegar Kngles kemur til skálans. C/i skreið hljóðlega i áttina til dyra og opnaði hurðina. Hann sneri sér við og hleypti af. þegar ég opnaði hana. Kúlan lenti i handleggnum á mér. Ég staulaðist út og fann að ég féll við. Ég rann niður bratta brekku og lenti loks i mjúkum skafli. Ég hafði dottið niður sleðabrautina. Ég skreið i skjól bak við tré. Skömmu síðar kom sleðinn niður. Stelben höfuðs- maður ók honum, og tvö lik lágu einnig i vagninum. Nokkrum minútum seinna heyrði ég skothrið niðri við enda tog- brautarinnar. Siðan varð allt hljótt. Ég fór út á sleðabrautina. En einhver var að koma upp. Hann dró sig upp á tauginni. Hann fór fram hjá mér mjög nálægt, og ég sá, að það var höfuðsmaðurinn. Siðan hélt ég niður i skóginn. Neðst niðri fann ég varðstjórann, sem hafði farið með höfuðsmanninum til þess að tala við yfirmann hans. Hann lá á grúfu, Snjórinn var rauður undir höfði hans. Hann var með sár eftir byssusting á háls- inum. Skammt þar frá voru fleiri lik. Eitt var löðrandi í blóði eftir byssusting. hin voru með byssukúlur í sér. Annar var þjónn höfuðsmannsins, en hinn var maðurinn, sem ekið hafði togsleðanum. Ég varð mjög skelfdur, þegar ég sá likin, einnig vegna atþurðarins uppi i steinhúsinu. Ég var hræddur um, að enginn myndi trúa sögu minni. Ég batt um sár mitt, sem var aðeins smávægi- legt, og ég var svo lánsamur að fá far með vörubil suður til Ítalíu. Ég komst til Trieste, og siðar komst ég til Corfu. Ég sver hér með, að ofangreint er heil- agur sannleikur. Þetta er fyrsta yfir- lýsingin, sem ég hef gert um atburðina. og ég hef aldrei nefnt þetta á nafn við neinn. Undirr. Hans Holtz. Slónika. 9-10-45.” HLUTI Þar lauk yfirlýsingu liðþjálfans. Þegar við höfðum lokið lestri yfirlýs- ingarinnar, braut Engles blaðið vand- lega saman og rétti Keramikos. „Það er einkennilegt að sjá þetta allt skrifað niður,” sagði hann. „Ég var næstum viss um. að einmitt eitthvað þessu líkt hefði komið fyrir. En ég gat ekki sannað það. Stelben hafði sagt. að skömmu eftir að hann hafði farið framhjáTre C'roci gisti- húsinu hefðu þeir verið neyddir til þess að staðnæmast af mönnum í vörubíl, sem lagt hafði verið þvert yfir veginn. Menn hans gerðu uppreisn og gengu í lið með mönnunum i vörubilnum. Hann og þjónn hans höfðu reynt að koma í veg fyrir, að þeir næðu i gullið. Einnig hefði varðliðssveitin reynt að hjálpa þeim. Siðan höfðu þeir barist. Varðmennirnir og þjónn hans voru drepnir. Honum heppnaðist að sleppa, og kl. sjö þrjátiu um morguninn komst hann með naum- indum til Tre Croci gistihússins. Þessa yfirlýsingu gaf hann yfirmanni loft- varnaliðsins í Tre Croci. Síðan hélt hann áfram með afganginn af gullinu til Inns- bruck, en þar gaf hann Gestapo svipaða yfirlýsingu." „Já, ég hef heyrt um þessa yfirlýs- ingu.” sagði Keramikos. „Einn minna manna hafði séð hana. Tóku Gestapo- menn hann til fanga?” „Nei. Það var mikill glundroði i her- málunum þá, og þeir þurftu á honum að halda á ítaliu til þess að sporna við kommúnistauppþotum þar. Ég yfir- heyrði hann, þegar hann var fyrst tekinn til fanga. Ég gat aldrei fengið hann til þess að breyta framburði sínum. Veiki punkturinn i frásögu hans var auðvitað. að þeir hefðu aldrei haft fyrir þvi að fara með hann uppalla togbrautina." Engles leit á Keramikos og gretti sig. „Hvers- vegna sýnduð þér mér eiginlega yfirlýs- ingu Holtz?" „Ah. þér hugsið auðvitað, að það megi ráða af henni. hvar gullið er. er það ekki?” „Þegar hann hafði drepið þessa menn og farið með líkin niður og klifrað alla leið upp aftur. hlýtur klukkan að hafa verið orðin um það bil fjögur. Hann kom niður til Tre Croci klukkan hálf- átta. Þá hefur hann haft tæplega þrjá klukkutíma til þess að grafa hin líkin og luttugu og einn kassa fullan af gulli. Hann hefði ekki haft tima til þess að flytja kassana langt." 38. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.