Vikan


Vikan - 12.10.1978, Síða 6

Vikan - 12.10.1978, Síða 6
Þetta herfoergi haffli beflifl lengi eftir Louise. ég get farið að punta hana. Henni hafa ekki aðeins borist gjafir- frá vinum og vanda- mönnum, heldur líka bláókunnugu fólki. Margar af gjöfunum hafa komið frá Ameríku. Enn streyma gestir að, til að líta á Louise. Ég hef ekkert á móti því, ef hún er vakandi. Hún er farin að gera sér fulla grein fyrir því, ef fleiri eru í kringum hana, og þá á hún erfiðara með að sofna eftir máltíðirnar. Klukkan fjögur gef ég henni og baða hana. Henni finnst mjög skemmtilegt að láta baða sig, og buslar mikinn i litla plast- balanum sínum. Þegar John fer að vinna, ætla ég að breyta morgungjöfinni, svo að hann geti verið viðstaddur. Hann vill ekki 6VIKAN 41. TBL. missa af henni, hann reynir að taka þátt i öllu, sem snertir uppeldi Louise. Hann hefur verið mér mikil hjálparhella, og hjónabandið hefur aldrei verið betra. Öll taugaáreynslan í sambandi við fæðinguna hefur haft þau einu áhrif að styrkja bönd kærleikans á milli okkar. Ég vil, að líf okkar verði eins og það var áður — eina breytingin sú, að nú er ég heima hjá Louise í stað þess að vinna útL Ég vil ekki skipta um húsnæði, og John er farinn að hlakka til að vinna á ný. Louise var mikið eftirlœti hjúkrunarfólksins ó sjúkrahúsinu f Oldham.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.