Vikan


Vikan - 12.10.1978, Side 15

Vikan - 12.10.1978, Side 15
hafði starfað við hana. Ég var síðan í nýrnavélinni í rúm tvö ár og beið eftir nýra. Það fór mjög illa með mig að vera í vélinni. Blóðþrýstingurinn rokkaði upp og niður, og mér fannst sem ég væri að deyja, — köfnunartilfinningin var ógurleg. Herfilegur sinadráttur bætti ekki úr skák, svo nú ekki sé talað um kláðann. Þá var ekki heldur eins fínt fæði i vélunum, eins og nú er orðið. Mér fannst mjög erfitt að vera allan þennan tíma á svona ströngum matarkúr, það var allt að þvi ekkert, sem maður mátti láta ofan í sig. Og svo var maður að reyna að gera tilraunir í matreiðslu með þetta takmarkaða hráefni, sem maður hafði, það var þreytandi. Þetta ástand varaði i rúm þrjú ár. En nú var að huga að ígræðslunni. Tveir bræður mínir buðust til þess að gefa mér nýra. Þeir voru báðir rannsakaðir, og útkoman var sú, að báðir komu þeir til greina, en þar sem annar var eilítið kröftug- legri, varð hann fyrir valinu. Þannig að í september 1970 förum við út til London aftur, og þar eru gerðar ýmsar prófanir í nokkra mánuði. í desember þetta sama ár er nýra bróður míns siðan grætt í mig, og gekk allt að óskum. Þá voru að koma jól, og 24. desember borðuðum við, ég og maðurinn minn, jólamatinn saman á sjúkrastofunni, eftir þriggja og hálfs árs matarkúr, — þeirri stundu gleymi ég aldrei. Ég varð náttúrlega ekki alheil á sömu stundu, það tekur tima að ná sér eftir að hafa verið svona mikið og lengi veik. Ein af hliðarverkunum nýrnasjúkdómsins var mikil kalkúrfelling i beinum. Það leiddi til þess, að ég þurfti að láta setja í mig nýjan mjaðmalið. Það var gert núna um miðjan ágúst, eða nákvæmlega á 10 ára afmæli fyrstu nýrnavélarinnar á Landspítalanum. Nú finnst mér ég vera alheil, og það er ekkert í hversdagslifinu, sem minnir á þennan langvarandi sjúkdóm, sem hrjáði mig, nema hvað ég þarf að fara á göngudeildina af og til svona til mála- mynda. Nú er bara eftir að þjálfa upp líkamann og fylla hann orku, — þá er ég orðin til í hvað sem er. EJ Blóðsíunardeild Landspítalans 10 ára: DÝR EN LÍFGEF - ANDI ÞJÓNUSTA, SEM SJÁLFSAGT ER AÐ VEITA í VEL- FERÐARÞJÓÐFÉLAGI Gervinýrameðferð (blóðsíun, hæmodialysis) hefurveriðbeitthérálandií lOár. Þann 15. ágúst 1968 var blóð blóðsíun hafin hér á Landspítal- anum á tveimur sjúklingum samtímis. Fram til þess tíma hlutu slíkir sjúklingar að deyja á mjög stuttum tíma úr þvageitrun (uræmi). Meðferðin er því beinlínis lífgefandi meðan henni er beitt. Gervinýra kemur á grófan hátt í stað nýrna sem eyðileggjast með því að hreinsa úr blóði sjúklings- ins úrgangsefni, sum eitruð, sem annars hlaðast upp og draga sjúklinginn til dauða. Skipta má meðferðinni i tvennt. Annars vegar er „krónisk” reglubundin blóðsíun sjúklinga með ónýt nýru. Hér er miðað við 15 meðferðar, 7 tíma I senn. Þess á milli hlíta þeir ströngum mataræðis- reglum og heilsufar er mjög misgott. Oft eru þeir þó vinnufærir. Hins vegar eru bráðar (acut) blóð- síanir í eitt eða nokkur skipti oft til að fleyta sjúklingum yfir tímabundna nýrnabilun. Blóðsiun á Landspítalanum hefur frá byrjun farið fram í bráðabirgðahúsnæði, sem er ófullnægjandi. Unnið er að viðunandi lausn á húsnæðisvandan- um. Lengst af hafa unnið við blóðsiun ein hjúkrunarkona, einn sjúkraliði, einn læknir í fullu starfi og annar í hlutastarfi. Nýlega hefur bæst við annarsjúkraliði. Núverandi nothæfur vélakostur er 4 vélar, þar af ein bandarisk (Travenol) og 3 sænskar frá AB Gambro en þaðan er einmitt fyrsta vélin. Tveimur vélum hefur verið lagt sem slitnum og úreltum, en ein ný vél er I pöntun frá AB Gambro. Nú er því unnt að sía 4 sjúklinga í einu eða 8 sjúklinga alls með fjögurra daga blóðsiun í viku og er það gert. Er þá tækjakostur fullnýttur miðað við núverandi starfslið. Árlegur fjöldi blóðsíana frá byrjun er sem hér segir og telst hvert ár byrja 15. ágúst. Ár Fjöldi síana Ár Fjöldi siana 68-69 199 73-74 232 69-70 172 74-75 394 70-71 277 75-76 504 71-72 347 76-77 542 72-73 384 77-78 647 Samtals sianir: 3698 Síanir 10. árið eru meira en þrefalt fleiri en hið fyrsta. Árið ’73-’74 fækkar sinum frá árinu áður og stafar það fyrst og fremst af mörgum nýrna- igræðslum það ár. Þessar sianir skiptast á nær 40 sjúklinga. Af þeim voru 26 í „króniskri” blóðsíun, hjá hinum var um „bráða” meðferð að ræða. Ef sjúklingur í „króniskri” blóðsíun þarf 104 sianir árlega má segja að reglubundin blóðsíun hafi samtals veitt sjúklingum um 35 lifár. Fyrsta nýrnaígræðsla í íslenskan sjúkling var gerð seint á árinu 1970. Fyrsti blóðsiunar- sjúklingurinn fékk þá nýra úr bróður sínum og var aðgerðin gerð á Hammersmith Hospital í London. Nýrað starfar enn með ágætum og gefanda og þiggjanda heilsast vel. Frá 1971 hafa islenskur blóðsiunarsjúklingar verið á skrá hjá Scandiatransplant, en það er samnorræn stofnun, sem sér um að finna hentuga þiggjendur þegar nýru úr nýlátnu fólki falla til á Norðurlöndunum. Finnist hentugt nýra I íslenskan sjúkling er flogið með hann til Kaupmannahafnar á Ríkisspítalann hið bráðasta og þangað er nýrað einnig sent. Hafi staðið illa á áætlunarflugi héðan hefur varnarliðið hvað eftir annað sent flugvél með sjúklinginn. Velvilji sá, sem við höfum mætt hjá forsvarsmönnum Scandiatransplants, Ríkisspitalanum og varnar- liðinu er einstakur og mikilla þakka verður. Alls hafa 10 nýru verið grædd i 9 sjúklinga á vegum Scandiatransplants. Fimm þessara sjúklinga hafa enn starfandi nýru. Auk þessa hafa alls verið grædd í 3 nýru úr lifandi gefendum og starfa tvö þeirra enn. Samtals hafa því 7 sjúklingar starfhæf nýru. Nýrnaígræðslurnar hafa til þessa veitt sjúklingum um 30 llfár og hafa því blóðsíun og ígræðsla samanlagt veitt íslenskum sjúklingum ca 65 lifár. Fjölgun nýrnaígræðslna og batnandi árangur af þeim hefur takmarkað blóðsíuþörfina. Þótt allmargir íslenskir sjúklingar hafi hlotið ígræðslu fjölgar enn blóðsíunarsjúklingum og er útlit fyrir að svo verði um sinn. Þjónusta þessi er dýr en beinlinis lífgefandi. í velmegandi velferðar- þjóðfélagi kemur vart annað til greina en að sinna sómasamlega þörfum þeirra tiltölulega fáu sjúklinga sem um er að ræða. 41.TBL.VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.