Vikan


Vikan - 12.10.1978, Qupperneq 17

Vikan - 12.10.1978, Qupperneq 17
Framhaldssaga eftir HAMMOND INNES ÞAÐ, SEM ÁÐUB ER KOMIÐ: í skíðaskála einum hátt uppi i itölsku ötpunum, er saman kominn kynlegur hópur manna. Flestir þeirra eru á höttunum eftir gullsjóði, sem þar á að hafa verið fólginn á striðsárunum. Engles kvikmyndaleikstjóri hefur sent þangað Joe Wesson kvikmyndatöku- mann og vin sinn, Neil Blair, sem segir söguna. Neil er kominn undir því yfir- skyni, að hann ætli að skrifa kvikmyndahandrit, en hin raunverulega atburðarás tekur öllum kvikmynda- sögum fram. Engles er kominn á vettvang, og uppgör virðist í nánd. Ég heyrði Engles segja: „Mér finnst þú haga þér ákaflega skynsam- lega, Mayne.” Mayne fór inn fyrir barinn og byrjaði að blanda einhverju saman handa okkur. Þegar hann beygði sig niður til þess að ná í flösku, hallaði Engles sér að mér. „Verður ekkert skotið. Skiptum þessu þrír á milli okkar.” Það var auðséð á honum, að honum var skemmt. „Hvað með Cörlu?” hvíslaði ég. „Við höfum ekkert hugsað um hana,” svaraði hann. Mayne rétti úr sér og byrjaði að blanda einhverju saman og notaði tóma flösku til þess að hrista veigarnar í. Hann var orðinn rólegur á ný. Maður hefði getað haldið, að hann væri fyrir- myndar gestgjafi, þarna sem hann stóð og talaði, brosti og sinnti vínföngunum, eða þá hann hefði getað verið ríkur kvennamaður, ef til vill leikari, kannski jafnvel listamaður, en aldrei hefði maður trúað því, að þarna væri morð- ingi. sem sveifst einskis. Og hversvegna drukkum við svona mikið þetta kvöld? Við höfðum hver sína ástæðu. Engles byrjaði, og við fórum að dæmi hans. Og hann varð fljótt vel kenndur, því að hann vildi láta hina drekka líka. Ég drakk, vegna þess að mér hitnaði af víninu og þar að auki Engles til samlætis. Joe drakk, vegna þess að allir voru sáttir, og það gladdi hann. Hann hataði að sjá menn ósátta. Það var eflaust þess vegna, sem hann var ekki giftur. Mayne drakk, vegna þess að hann langað til þess að skemmta sér með okkur og gleyma því sem komið hafði fyrir við píanóið. Og Keramikos? Ég vissi ekki þá, vegna hvers Keramikos drakk. Engles virtist verða drukkinn á undan öllum hinum. Um klukkan ellefu fór hann að rifast við Joe og skjögraði út úr herberginu í versta skapi. Keramikos fór eitthvað klaufalega að með glasið sitt og velti því á gólfið. Hann leit sljóum 13. HLUTI augum á það, tók ofan gleraugun, þurrk- aði sér um augun, gekk til dyra og fór síðan upp að hátta. Veislugestirnir voru óðum að hverfa. Ég fór upp stuttu síðar og skildi Mayne og Joe eftir mjög drukkna. Þegar ég kom upp, sá ég, að Engles sat á rúminu mínu. „Mér skilst, að þú sért ekki eins fullur og þú þykist vera,” sagði hann. „Mér liður ágætlega,” sagði ég. „En það rynni áreiðanlega af mér, ef þú gætir gefið mér einhverja ástæðu til þess.” „Við skulum reyna að flýja,” sagði hann. „Hvenær?” spurði ég. „í nótt,” svaraði hann. „Þegar allir eru sofnaðir.” Ég tók eftir því, að hann var kominn í snjóstígvélin og vindvettl- ingar hans lágu á stólnum við rúmið. „Læstu hurðinni,” sagði hann, „og komdu og fáðu þér sæti.” Þegar ég hafði gert þetta, byrjaði hann að skipa mér fyrir. Hann var stutt- orður og greinargóður, eins og hans var vandi. Hann var rólegur og hafði fyrir- fram hugsað um það, sem hann var að segja. Hvernig hann fór að því að hugsa svona skýrt eftir allt það, sem hann hafði drukkið, er mér hulin ráðgáta. En, eins og ég hefáður sagt, þá drakk hann, rétt eins og aðrir menn borða. Hann virtist aldrei hugsa eins skýrt og þegar hann hafði fengið sér neðan í því. Hvað sjálfum mér viðvíkur, þá var siður en svo runnið af mér, og ég varð að hafa mig allan við til þess að fylgjast með honum. „Hefurðu litið út?” spurði hann mig. „Nei,”svaraðiég „Dragðu þá gluggatjöldin frá og littu út.” Ég gerði það. Ég var hissa að sjá, að það var hætt að snjóa og var heiðskírt. Stórir skaflarnir uppi við kofann Ijóm- uðu í tunglskininu. En það hvein ennþá í vindinum, og alls staðar liðu yfir jörðina snjóský; eins og sandský á undan eyði- merkurstormi. „Það er djúpur skafl beint undir glugganum,” hélt hann áfram. „Þegar allir eru gengnir til náða, ætla ég að stökkva héðan niður á veröndina. Þú hefur ef til vill ekki tekið eftir því, að þeg- ar við komum með verkfærin i kvöld, þá lét ég einn hakann detta i skafl. Mayne tók ekki eftir því heldur. Ég ætla að ná i hakann og brjóta upp hurðina á 41. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.