Vikan


Vikan - 12.10.1978, Side 45

Vikan - 12.10.1978, Side 45
7. grein Caviar Kaspia er uppi ó annarri hæð yfir samnefndri namm-namm verslun á götuhæðinni. / dag Caviar Kaspia í næstu Viku: Ambassade dAuvergne Krug kampavíni þarf ekki að lýsa. Það er bragðsterkt kampavín af gamla skólanum fyrir innreið plastkynslóðar- innar, sem vill hafa allt hlutlaust og bragðlaust. Krug þykir jafn rosalega fínt og það er dýrt. Það átti vel við matinn, andrúmsloftið og útsýnið. ÖLLSPILLING TEKUR ENDA Allt þetta smakk var frábært á bragðið, alveg upplagt til að drepa timann á heitu síðdegi, ef menn hafa ráð á að borga 9000 krónur á mann fyrir nart. Beluga-hrognin kostuðu 60 franka, Oscietre-hrognin 54 franka, lifrin 30 franka og kampavinið 78 franka. Með 15% þjórfé urðu þetta alls 263 frankar eða 9.200 krónur á mann. Ef mönnum þykir þetta of dýrt eða þeir hafa ekki áhuga á breiða veginum, geta þeir fengið sér rússneskar pönnu- kökur (blinis) á 15 franka, rússneska rauðrófusúpu (bortsch) á 15 franka og vodka í stað kampavíns. En við fundum engan mun á sálarlífinu, þegar við röltum út á kirkju- torgið eftir tveggja timaspillingu. (Caviar Kaspia, 17 Place de la Madeleine, 8. hverfi, simi 265-33-52, opið 09-02, lokað á sunnudögum). JÓNAS KRISTJÁNSSON stjóri var önnum kafinn við að dusta brauðmola af dúkum. Ekki nokkur sála önnur var i virðulegum salnum. Herra Loup gladdist ákaflega. þegar hann sá, að- enn var til fólk, sem vildi þræða hinn breiða veg spillingarinnar, þótt komið væri að kaffitíma. Var hann fljótur að setja okkur niður við besta borðið úti við glugga með litlum svölum. Annars er vist mest umferð á Caviar Kaspia á kvöldin, enda er staðurinn opinn til klukkan tvö að nóttu. Hann er sagður kjörinn til að sjarmera fólk af hinu kyninu. enda eru styrjuhrogn, kampavín og háir reikningar kjörinn aðdragandi að bónorði. Hitt er verra að skilja, að stofan opnar klukkan niu á morgnana, þegar fáir eru i bónorðshugleiðingum. En gaman hlýtur að vera að líta þá inn, því að hámark hámarkanna i siðspillingu hlýtur að felast i að fá sér kaviar og kampavin i morgunverð, helst i slopp og á flóka- inniskóm. Matseðillinn var stuttur og einfaldur. Þar voru þrjár tegundir af styrju- hrognum. Beluga. Oscietre eða Esturgeon, og Serruga. Þar voru laxa- hrogn og reyktur lax, gæsalifur og Krug kampavin, blinis og bortsch. Flest var selt eftir vigt. 30 GRÖMM AF HVORRI GERÐ Við fengum okkur einn minnsta 30 gramma skammt af Beluga og sama magn af Oscietre. Hvort tveggja var frá Sovétrikjunum. Á undan fenguni við okkur saman einn skammt af gæsalifur (foie gras) og hálfa flösku af kampavíni. Styrjuhrognin voru allt öðru vísi á bragðið en þorskhrognin og stein- bítshrognin, sem sett eru í glös heima á Íslandi undir skáldlegum titlum á borð við Perlur norðursins. Styrjuhrognin eru mýkri og mildari á bragðið. Beluga-hrognin höfðu mikla viðloðun og saltan keim, enda koma þau úr hálf- söltu vatni Svartahafs eða Kaspiahafs. Oscietre-hrognin voru þéttari í sér og bragðsterkari. Báðar tegundirnar voru stálgráar að lit. Þær voru báðar frábærar en Oscietre þó feti framar. Venjuleg gæsalifur vegur ekki nema rúmlega 100 grömm. í héruðunum Elsass og Perigord í Frakklandi hafa bændur komist á lag með að fita gæsir sinar á þann hátt, að lifrin kemst upp í heilt kíló og jafnvel tvö. Ekki veit ég, hvort þeir gera það með brennivíni. Alténd þykir slík lifur eitthvert heimsins mesta lostæti. Hún er étin af stórum, Ijótum og feitum köllum, sem voru vondir við James Bond í bókum Ians Fleming, það er að segja milli kaviarmála þeirra. 41.TBL. VIKAN45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.