Alþýðublaðið - 22.02.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.02.1923, Blaðsíða 3
AL3&ÝÐUBLAÐÍ3Ö ingum vel varið, sem ganga til fræðslunnar; en hann vill láta foreldra iarnanna1) greiða hana fyrst og fremst, og þegar þá þrýtur,2) sveitar- og bæjaríélögin.3) Síðast nefnir haun >hæfi!egan< styrk úr ríkissjóði, sem hann tiltekur nánar að eigi að eins að vera styrkur til að byggja skóla- hás og eitthvert tillag til ettir- launasjóðs kennara. Þar sem fyrirlesarinn er nú orðinn ráðherra, tel ég rangt, að þessum ummælum hans sé íátið ómótmælt, því að ég er í engum vafa um, að bæði miklu réttlát- ara og hagkvæmara er að halda enn lengra í þá átt en þegar er orðið, að ríkið greiði barna- fræðsluna, heldur en að láta foreldrana að miklu eða öllu !) „Iðunn", VII. árg. B. — 4. hefli, bls. 182 —183. 2) Letuibreyting héi'. 8) þó vill hann, að „frískóli1* fyrir börn þeirra, er þiýtur efni til skólahaldsins, sé ekki talinn sveitarstyrkur. — Sjálfsagt að vísu; en engin framför er það fiá því, sem nú er. leyti eina um að borga skólanám barnanna. Skal ég ná gera grein fyrir því, af hverju ég dreg þá ályktun og er sanufærður um réttmæti hennar. (Frh.). Guðm. B. Ólafsson úr Grindavík. Dagsverkagjafir til Alþýðubússins. 16. — 18. febr. unnu: Héðinn Valdimarsson Þinghstr. 28, Jón Steingrímsson Lindarg. 34, Sig- urður Sigvalda6on Veltusundi 3, Þjóðbjörg Jónsdóttir Hverfisg. 96 A, Þórður Tómasson Skóla- vörðustíg 25, Kristín Sveinbjarn- ardóttir Laugav. 84, Pálmi Ól- afsson SpítalaTig 7, Agústína Davíðsdóttir Hverfisgötu 76 B, Helgi Höskuldsson Frakkast. 24, Hendrik J. S. Óttósson Vesturg. • 9, Gunnar Friðriksson Bræðra: orgarst. 37, Sigrún Tómasdóttir Bræðraborgarstíg 38, Sigríður Oddsdóttir Brautarholti. Noregur og Grænland. Áskoranir til stórþingpins norska. Frá öllum hlutum Noregs hafa stórþinginu verið sendar áskor- aijir um, að stórþingið og stjórnin verði að standa á rétti Noregs til Grænlands og ekki viðurkenna dönsk yfirráð yfir Grænlandi í neinni mynd. Kristjaníublöðin segja, að alls séu komnar inn 154 áskoranir. Valþór. Hjálparstiið Hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11 —12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. - Miðvikudaga . . — 3—4 e. - Föstudaga ... — 5—6 e' -- Laugardaga . . — 3— 4 e. -- Sterkir DÍTanar, sem endast > í fleiri ár, fást á Grundarstíg 8. Sömuleiðis ódýrar viðgerðir. Bdgar Rico Burrougha: Tarzan snýp aftur. Það var enginn hægðarleikur að koinast ofan þverhnýpið með Jane, en með þyí að binda hana á bak sór með reipinu kornst hann til jarðar, áður en Oparbúar komu að klett.inum. Þar eð Tarzan fór ofan frá hlið, er fjær, var borginni, sáu leitarmenn ekkert, enda dreymdi þá ekki um, að bráðin væri svo nærri þeim. Með því að hafa hæðina milli sín og leitar- manna var Tarzan apabróðir kominn því nær mílu vegar á undan þeim, áður en þeir komu fyrir klettinn og sáu flóttámennina. Með ópi og óhljóð- um og gleðilátum tóku þeir á sprett og hugðust brátt mundu handsama þann fífldjai fa mann, er vildi ræna þá fórnarlambi. En bæði virtu þeir krafta ápamannsins of iágt og tieystu stuttum og bognum fótum sínum of mjög. Með því að greikka sporið hélt Tarzan sörnu fjarlægð á milli þeii ra. Við og við leit hann á and- iitið, er var svo nærri honum. Hefði hann ekki fundíð hjartað bærast, er var þrýst svo fast að bf'jósti hans, mundi hann ekki hafa vitað, að iíf bærðist ineð konunni, svo fölt, og tekið var andlitið. ’ Pannig komust þau að fjallinu og landarnæra- klettunum. Síðustu rníluna hafði Tarzan hert svo á sér, að hann hljóp sem hundelt.ur hjörtur, svo hann hefði nægan tíma til þess að klöugrast yfir klettana. áður en Opatbúar kæmust á bvúnina og gætu velt grjóti á þau. Hann yar því kominn hálfa mílu niður hlíðina, þegar hinir skelfilégu menn komu másandi á fjaliseggina. Með öskrum miklum hoppuðu þeir og dönsuðu á brúninni, hristu kylfur sínar og hlupu fram og aftur í reiðiæði sínu. En í þetta skifti eltu þeir Tarzan ekki út fyrir landamærin. Fað er erfitt að segja, hvort það var vegna þess, að þeir mintust fyrri farar sinnar, er bæði var löng og erfið, , eða bins, að þeir hafi séð af skjótleika flóttamannsins, að eftirförin mundi þeim seint sækjast. En þegat' Tarzan kom að skóginum við rætur fjallsins, snéru þeir heim aftur. í skógarjaörinum, þar sem sást til fjallsins, lagði Tarzan frá sór byrði sína í grasið. Hann gekk að læk þar rétt hjá og sótti vatn og baðaði and- lit og hendur Jane. En þetta hafði engin áhrif, svo hann tók hana attur upp, hryggur ,í huga, og skundaði vestur á við. Seint um kvöldið raknaði Jane Porter við. Hún opnaði ekki strax augUn — hún var að reyna að muna eftir því, er hún hafði síðast séð. Jú, nú mundi hún það. Blótstallinn, hina ógurlegu hofmey, sígandi hníflnn. Hrollur fór utn hana, því'hún hólt, að annaðhvort væri hún dauð, eða þetta væri óráð — forböði dauðans — eftii að huífurinn liafði sokkið á kaf í hjarta hennar. , Og þegar hún loksins fókk kjark til að opna augun, sannfærði sýn sú, er hún sá, hana um það, að grunur hennar væri réttur; því hinn látni ástmögur hennar bar hana eftir trjám Paradísar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.