Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 6
LUX-flug í 25 ár
„Vildum gjarnan
hafa fleiri Islendinga
hér en ..
„Ég vildi gjarna hafa fleiri
lslendinga í vinnu hérna hjá okkur i
Luxembourg en það er vandkvæðum
bundið,” segir Einar Aakrann,
yfirmaður Flugleiða i Luxembourg.
„Sem stendur vinna um 50 manns hjá
okkur og þar af eru aðeins 5 Islending-
ar. Vandamálið er að hér getur enginn
unnið nema hann kunni bæði frönsku
og þýsku og það er leitun á slíkum
lslendingi að mér skilst. Svo er hitt að
Ísland er ekki í Efnahagsbandalagi
Evrópu, en fólk frá bandalagslönd-
unum gengur fyrir með alla atvinnu á
svæðinu nema með einstaka
undantekningum.”
Einar Aakrann er Norðmaður og
hefur veitt skrifstofu Flugleiða í
Luxembourg forstöðu frá þvi hún var
opnuð 1955. Áður starfaði hann fyrir
Loftleiðir í Osló. Að sögn Einars voru
viðskiptin jöfn og góð frá ’55-’62 en þá
fóru þau að aukast svo um munaði
með tilkomu nýrri og betri flugvéla.
Hér áður fyrr voru hlutföllin í
yiðskiptavinahópnum þannig að um
65% voru Bandarikjamenn og 35%
Evrópubúar. Nú hafa hlutföllin
riðlast og má segja að fjöldi Evrópu-
manna á farþegalistunum sé hinn sami
og Bandaríkjamannanna.
Þótt harðnað hafi á dalnum er enginn
uppgjafartónn í Einari. „Við höfum
þurft að segja upp fólki en það hefur
allt fengið vinnu hjá öðrum flug-
félögum. Ég vona að það fari að birta
til innan tiðar,” segir Einar Aakrann,
sem verið hefur með frá þvi að
Luxembourgarflugið hófst fyrir 25
árum. Og það hefur mikið verið gert.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að 4
milljónasti farþeginn verði fluttur yfir
hafið á vegum Flugleiða.
Einar Aakrann, yfirmaður Flugleiða
í Luxembourg: 4 milljónasti
farþeginn i ár!
25 ára afmælis Luxembourgar-
flugs Flugleiða var getið i sjónvarps-
fréttum i Evrópu. Voru sýndar
myndir af því þegar skipst var á
blómvöndum og flugfreyjur brostu.