Vikan


Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 6
LUX-flug í 25 ár „Vildum gjarnan hafa fleiri Islendinga hér en .. „Ég vildi gjarna hafa fleiri lslendinga í vinnu hérna hjá okkur i Luxembourg en það er vandkvæðum bundið,” segir Einar Aakrann, yfirmaður Flugleiða i Luxembourg. „Sem stendur vinna um 50 manns hjá okkur og þar af eru aðeins 5 Islending- ar. Vandamálið er að hér getur enginn unnið nema hann kunni bæði frönsku og þýsku og það er leitun á slíkum lslendingi að mér skilst. Svo er hitt að Ísland er ekki í Efnahagsbandalagi Evrópu, en fólk frá bandalagslönd- unum gengur fyrir með alla atvinnu á svæðinu nema með einstaka undantekningum.” Einar Aakrann er Norðmaður og hefur veitt skrifstofu Flugleiða í Luxembourg forstöðu frá þvi hún var opnuð 1955. Áður starfaði hann fyrir Loftleiðir í Osló. Að sögn Einars voru viðskiptin jöfn og góð frá ’55-’62 en þá fóru þau að aukast svo um munaði með tilkomu nýrri og betri flugvéla. Hér áður fyrr voru hlutföllin í yiðskiptavinahópnum þannig að um 65% voru Bandarikjamenn og 35% Evrópubúar. Nú hafa hlutföllin riðlast og má segja að fjöldi Evrópu- manna á farþegalistunum sé hinn sami og Bandaríkjamannanna. Þótt harðnað hafi á dalnum er enginn uppgjafartónn í Einari. „Við höfum þurft að segja upp fólki en það hefur allt fengið vinnu hjá öðrum flug- félögum. Ég vona að það fari að birta til innan tiðar,” segir Einar Aakrann, sem verið hefur með frá þvi að Luxembourgarflugið hófst fyrir 25 árum. Og það hefur mikið verið gert. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 4 milljónasti farþeginn verði fluttur yfir hafið á vegum Flugleiða. Einar Aakrann, yfirmaður Flugleiða í Luxembourg: 4 milljónasti farþeginn i ár! 25 ára afmælis Luxembourgar- flugs Flugleiða var getið i sjónvarps- fréttum i Evrópu. Voru sýndar myndir af því þegar skipst var á blómvöndum og flugfreyjur brostu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.