Vikan - 03.07.1980, Side 14
Fimm mínútur með Willy Breinholst
Eg er kvæntur konu nr. 40. Sjálf-
ur er ég númer 41. Með því á ég
við að mér líður vel í skyrtu númer
41. Ekki þar fyrir, að ég get troðið
mér í skyrtu númer 40 en þá hef
ég það alltaf á tilfinningunni að ég
hafi troðið hausnum í gegnum eitt
af hnappagötunum og vil því
heldur vera í skyrtu númer 41.
Hins vegar veit ég að ég er að
kríta svolítið liðugt þegar ég segi
að konan mín sé númer 40. Það
AÐ VERA
KVÆNTUR
KONU NÚMER
var hún fyrir fimm eða tíu árum.
1 dag get ég staðið við það hvar
sem er að hún er númer 42 — í
það minnsta. En að segja það
svona beint við hana þori ég
auðvitað ekki. Hvaða heilvita
eiginmaður haldið þið að myndi
horfast beint í augu við konuna
sína og segja: „Nú ferð þú í
megrun, elskan min!”
Maríanna notar kjóla númer
40. Vöxtur hennar hefur alltaf
Stjörnuspá
verið (a.m.k. segir hún það sjálf)
þannig að hún hefur getað
gengið inn í kjólaverslanir og
keypt kjóla númer 40, sem síðan
hafa setið eins og sniðnir beint á
hana. Sjálfur held ég að hún hafi
núna seinni árin farið í verslanir
sem breyta kjólnum á staðnum,
en þegar ég er með henni í
slikum verslunarferðum segir
hún alltaf ákveðið við
llrulurinn 2l.niar\ 20.;i|iril NauliA 21.;*pral 2l.mai
1\íhurarnir 22.mai 2l.júni
Skapið hefur hlaupið
með þig í gönur að
undanförnu. Hvernig
væri að fara að hægja
aðeins ferðina? Þú
hefðir gott af því að
muna að aðrir hafa
tilfinningar líka. Góð
helgi.
Gættu þess að þreyta
þig ekki um of. Mörg
naut hafa verið lasin
fram eftir sumri og enn
er full þörf á að fara vel
með sig, en nú má
búast við að fari að rofa
til.
Þú sérð eftir einhverju
frumhlaupi þínu.
Reyndu að skilja að
hlutirnir lagastekki af
sjálfu sér. Ef þú þarft
að biðja einhvern
afsökunar er rétti
tíminn nú. Þú sérð ekki
eftir þvi.
afgreiðslufólkið: „Númer 40,
takk!”
Og það sagði hún einnig þegar
við komum inn í eina tísku-
verslunina fyrir stuttu til þess að
kaupa á hana síðdegiskjól. Svo
náði hún sér í þrjár, fjórar gerðir
í stærð 40 og hvarf með þær inn
í búningsklefann. Eftir nokkrar
mínútur var náð i mig til þess að
ég gæti sagt álit mitt. Nú er ég
ekki neinn tískuhönnuður svo
þið megið ekki búast við því að
ég geti gefið nákvæma faglega
lýsingu á þeirri sýn sem mætti
mér. Ég verð að láta nægja að
segja að Maríanna kom fram í
einhverri hundljótri blárri dulu
og út af herðunum héngu ein-
hverjar mynstraðar lufsur.
Skiljið þið hvað ég á við?
— Nú, hvað finnst þér?
Kr.-'hhinn 22. jimi J.V jnh
Viðkvæmnin, sem þú
heldur að enginn verði
var við, hefur gert þér
lifið leitt að undan-
förnu. Það getur verið
að oft sé troðið á krabb
anum, en þarftu alltaf
að þegja og kveljast.
Verðu þig.
I. jonið 24. jii11 2-1.
Síðustu vikur hafa verið
erfiðar en skemmtilegar.
Kappsemin hefur verið
með mesta móti og því
miður hefur sumt af þvi
sem þú hefur gert verið
vanhugsað. Enn er tími
til að leiðrétta mistök.
Meyjarnar hafa verið
óvenju bjartsýnar að
undanförnu og vegnað
vel i samræmi við það.
Það má búast við að
eitthvað reyni á skapið i
þessari viku og nú
reynir á að halda góða
skapinu.
\:»iiin 24.\C|J(. 2.V«.Ki.
Útþrá og ferðahugur
blómstra hjá voginni
um þessar mundir og
það þýðir ekkert fyrir
aðra að reyna að.breyta
því. En mundu að þótt
það sé sjálfsagt að fara
sínu fram þá skaðar
tillitssemi ekkert.
Spurúdrckinn 24.nki. 2.Vuú\.
Þig langar mikið að
segja einhverri
manneskju meiningu
þína. Venjulega ertu
ekki i vanda með að
segja það sem þér býr í
brjósti en í þetta sinn
hefurðu þagað. Haltu
því áfram um sinn.
KogmuAurinn 24.nú\. 2l.úc\
Tónlist hefur verið snar
þáttur i lifi margra
bogmanna að undan-
förnu. Svo verður enn
um sinn. Þeir bogmenn
sem eru á ferð og flugi
ættu að gefa sér góðan
tima. Eitthvað merkilegt
er nærri.
Slcingcilin 22.úcs. 20. jan.
Hafðu ekki svona
miklar áhyggjur af þvi
sem þú ætlar að gera í
haust. Núer hásumar
og þú hefur unnið til
þess að njóta þess. Það
leysist allt á sínum tima,
þótt nú virðist ekki
glæta.
\aln\hcrinn 2l.jan. I'l.íchr.
Þú ert að búa þig undir
umtalsverðar breytingar
á högum þínum. Láttu
ekki ergja þig þótt þær
verði kannski öðruvísi
en þú hafðir hugsað þér.
Vertu óhræddur og
hlustaðu á aðra.
Fi\karnir 20.fchr. 20.mar\
Þú reynir að telja sjálf-
um þér og vinum þinum
trú um að þú sért i
besta skapi. Þú getur
huggað þig við að þú
þarft ekki að blekkja
neinn lengur, þú verður
fyrir óvæntu happi.
14 Vikan 27. tbl.