Vikan - 03.07.1980, Síða 19
Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttír
Tólfti hluti
klukkan fimm. Ted bað hana líka fyrir
þau skilaboð til vinar hennar að þeir
hittust fyrir utan húsið hjá Ted en ekki á
bar.
—Það var ekki ég sem átti þá hugmynd.
sagði Jóhanna.
—Svo var mér sagt.
Og þau höfðu ekkert meira að segja
hvort viðannað.
Ted stóð fyrir framan húsið og beið
eftir talsmanni Jóhönnu. Hann kom í
leigubifreið, hávaxinn og spengilegur
ungur maður með ljóst hár. Ted áleit að
hann gæti ekki verið eldri en þrítugur.
Hann var sólbrenndur. i jakkafötum
með bindi og hélt á þunnri regnkápu á
handleggnum. Annaðhvort sýndi það
karlmennsku hans eða einbera heimsku
þar sem þettævar kaldur rigningardagur
í New York.
—Herra Kramer? Ég er Ron Willis.
Hvar getum við talað saman?
—Hérna.
—Ef þú endilega vilt. Svo að ég byrji nú
á byrjuninni þá erum við Jóhanna góðir
vinir.
— Til hamingju!
—Ég held að ég þekki hana vel. Að
mörgu leyti betur en þú, ef þú getur sæst
á það. Ég held að Jóhanna hafi breyst
mikið siðan þið þekktust.
Ted hataði hann. Hann hataði hann
fyrir útlitið, hvernig hann horfði beint i
augu þess sem hann talaði við eins og
hann vildi sigra hann með óbugandi
sjálfsáliti sinu. Og hann hataði hann
fyrir aðsofa hjá fyrrverandi konu sinni.
—Við náðum saman eftir Kaliforniu-
timabilið hennar ef það má orða það
svo. Hún vann hjá Hertz, notuð í allt
sem til féll á skrifstofunni.
Hún stundaði einhvers konar sjálh
könnun og einhverjir karlmenn voru
með í spilinu. En ekkert alvarlegt.
Svo að Jóhönnu gekk 'neldur ekki vel
að mynda ný sambönd. Það var Ted
nokkur huggun.
—En ég sá strax að hún var ekki bara
eitthvert stelpufífl sem heldur sig finna
paradis i Kaliforniu. Þó það sé nú nóg af
þeim.
— Kannski drífa þær sig þangað út af
rúsínunum.
Ted ætlaði ekki að gera honum þetta
neitt auðvelt. Hann leit ekki á þennan
mann sem neinn vin sinn.
Willis, sem nú var kominn i regn-
kápuna, skalf af kulda. Og þegar Ted
varð Ijóst að hann var ekki að reyna að
sýna af sér neina karlmennsku sá hann
að það var kjánalegt að halda þessum
samræðum áfram á götunni. Hann
stakk upp á að þeir færu á næsta
kaffihús. Þar gleypti Willis I sig bolla af
heitu súkkulaði til að ná úr sér
hrollinum.
— Er yður sama þó ég sé hreinskilinn,
herra Kramer?
—Vissulega. Og viltu ekki kalla mig Ted
úr því að þú ætlar að vera svona hrein-
skilinn?
—Ég held að hún hafði þjáðst mjög í
hjónabandi ykkar. Að lokum varð bæði
hjónabandið og barnið að óleysanlegu
vandamáli. Viðbrögð hennar sýna þvi
mikla fljótfærni, hún braut of margar
brýr aðbaki sér.
—Konan vildi vera frjáls. Þetta var
hennar eigin ákvörðun.
—Eyrsta kvöldið sem hún sagði mér frá
drengnum grét hún í þrjá tíma. Það var
eins og einhver stifla hefði brostið —
opinberunin á þessu barni, sem hún
hafði haldið leyndu bæði fyrir mér og
sjálfri sér.
—Það er erfitt að halda honum
leyndum.
—Jóhanna fékk tækifæri til að standa á
eigin fótum. Og nú hefur hún uppgötvað
dálitið. Að hún gerði skyssu. Hún var of
fljótfær. Mundir þú vilja halda áfram að
lifa með mistökum þínum ef hægt væri
aðleiðrétta þau?
—Kannski er ekki hægt að leiðrétta
þessi mistök. Ron, þú veist greinilega
alls ekki neitt um veðrið í New York og
kannski veistu heldur ekki neitt um
Jóhönnu. Líf hennar hefur verið auð
velt.
----Kallarðu þaðsem hún hefurgengið
í gegnum auðvelt?
—Heyrðu mig nú. Hún þarf ekki annað
en að stynja þvi upp að hún sjái eftir
hlutunum og þá er hlaupið undir bagga
Z7. tbl. Vlkan 19