Vikan - 03.07.1980, Síða 20
Framhaldssaga
með henni. Segðu mér eitt, ætlarðu að
kvænast henni?
—Hvað kemur þér það við? Ertu
kannski pabbi hennar?
Það var alveg greinilegt að honum var
hreintekki vel viðTed.
— Við erum búin að vera saman í hálft
ár.
—En sætt.
Ted langaði mest til að henda honum
'hítur út á götu í regnfrakkanum sinum.
—Ég ákvað að koma til New York bæði
til að setja upp nýja skrifstofu þar og
hjálpa Jóhönnu í þessu.
...Og er ætlast til að þú talir mig til?
—Ég hélt kannski að ég gæti hjálpað.
En allt samband virðist ógerlegt ykkar á
milli. Ted, þú gætir fengið að sjá
drenginn. Og hugsaðu um að Jóhanna
mundi reynast honum góð móðir á eftir
allt, sem á undan er gengið. Þetta er það
sem hún vill.
—Ég er ekki svo sannfærður um það.
—Kannski hefurðu ekki fengið réttar
upplýsingar. Ef þú neyðir hana í mála-
ferli tapar þú málinu.
— Það held ég ekki. Lögfræðingurinn
minn er heldur ekki á þeirri skoðun.
—Það er atvinna hans. Heldurðu að þú
getir farið í mál og fengið nokkra sálu í
réttinum tii að trúa því að kona með út-
lit Jóhönnu sé óhæf móðir?
—Kannski ætla ég mér bara að sanna að
ég sé hæfur.
—Ted, þetta kostar mikinn tíma, mikla
peninga, veldur öllum hlutaðeigandi
ntiklu álagi og leiðindum. Ég vil ekki að
Jóhanna þurfi að ganga í gegnum slikt ef
hægt er að komast hjá þvi. Og mér er
skítsama unt þig þó ég fái heldur ekki
skilið svoná út frá mannlegu sjónarmiði
að þig langi til að ganga í gegnum það
heldur.
Ted trúði þessu. Hann var viss um að
þetta var ástæðan fyrir afskiptum Willis
— og auðvitað vildi hann líka reyna að
vinna án málaferla.
—Ron, þetta sem þú ert að segja getur
allt verið satt og rétt. En það er bara
einn mikilvægur hlutur, sem þér hefur
ekki tekist að sannfæra mig um. Hvers
vegna ætti ég að sleppa hendinni af
manneskju, sem mér þykir svo vænt
um? Þú yrðir sennilega að vera faðir
hans til að skilja mig. Ég er faðir hans.
Ef hann væri strokna kanínubarnið mitt
mundi ég leita hann uppi.
Jóhanna skildi eftir skilaboð handa
Ted hjá einkaritara hans.
Má ég fá Billy klukkan ellefu á laugar-
daginn og skila honum aftur klukkan
fimm?
Ted hringdi í vinnuna til hennar og
skildi eftir skilaboð hjá símastúlkunni:
Allt i lagi klukkan ellefu.
Hún hringdi dyrabjöllunni á laugar-
dagsmorguninn og hann sendi Billy
niður til hennar. Hún hringdi henni
aftur klukkan fimm og sendi Billy upp.
Barnið fór á milli þeirra án þess að þau
hittust nokkurn tímann.
Billy virtist ánægður með daginn.
Foreldrar Jóhönnu voru í heimsókn og
þau fóru með Jóhönnu og Billy í dýra-
garðinn. Ted fannst hann vel geta sætt
sig við þessar aðstæður, þó þær væru
ópersónulegar. Billy gat haldið áfram að
vera hjá honum eins og áður og
Jóhanna gat fengið að sjá hann. Þegar
hann skildi við Billy framan við skólann
á mánudagsmorguninn gekk maður
upp að hlið hans.
—Herra Kramer, mér var falið að fá
yður þetta.
Hann rétti honum stefnubréf.
Jóhanna Kramer var búin að stefna Ted
Kramer fyrir rétt til að öðlast umráða-
rétt yfir syni þeirra.
SAUTJÁNDl KAFLl
í málinu Kramer gegn Kramer bað
Jóhanna réttinn auðmjúklega að gleyma
fyrri ákvörðun hennar um að láta
föðumum eftir umráðarétt yfir barni
þeirra. Hún sagði að sú ákvörðun
hennar hefði verið tekin „undir þungu
andlegu álagi í óbærilegu hjónabandi”.
—Eftir að hafa náð betri geðheilsu,
meira tilfinningalegu jafnvægi á ný með
þvi að breyta algjörlega um umhverfi
kom ég aftur til New York, sagði hún.—
Og þar hef ég nú bæði atvinnu mína og
lögheimili. Þegar ég lét föðurnum eftir
umráðarétt yfir barninu var ég illa á
mig komin andlega. Mér urðu á mistök í
sambandi við umráðaréttinn. Og mistök
eru mannleg. Hins vegar er ómannlegt
að láta móður, sem er andlega og
líkamlega hraust og með nægar tekjur,
gjalda mistaka sinna svo mjög að hún sé
svipt umráðarétti yfir barni sínu. Sonur
minn er aðeins fimm ára gamall. Hann
þarfnast sérstakrar umönnunar og
eftirlits sem aðeins móðir hans getur
veitt honum. Ég hef fætt hann af mér
og er bundin honum sterkum og
órjúfanlegum tilfinningaböndum. Og ég
bið um umráðaréttinn yfir honum. Ég
vil að sú hlýja og það góða samband sem
hefur sýnt sig í fundum okkar fái að
þróast áfram. Að hvorki móðir né barn
verði svipt þeirri eðlilegu ást og því nána
sambandi sem hlýtur að ríkja á milli
þeirra.
—Þau koma sér svo sannarlega beint að
efninu, sagði Shaunessy. Höfða strax
til móðurástarinnar.
Ted Kramer eyddi þremur klukkutím-
um á skrifstofu Johns Shaunessys. Lög-
fræðingurinn vann þar fyrir launum
sínum og gaf viðskiptavini sínum fyrir-
lestur um málaferli í sambandi við
umráðarétt. Fyrsta skrefið var að svara
ræðu Jóhönnu og sýna fram á að það
væri óheppilegt vegna barnsins að skipta
um umráðanda. Shaunessy áleit þó að
það væri gagnslaust. Hann áleit að
vitnaleiðsla væri óhjákvæmileg.
Ted kaus að halda því leyndu fyrir
Billy að foreldrar hans stæðu i mála-
ferlum vegna hans. Hann minntist
heldur ekkert á það í vinnunni. Hvað
vinnuna snerti var hann kominn í víta-
hring — hann átti á hættu að missa
hana ef hann einbeitti sér um of að rétt-
arhöldunum og hann átti á hættu að
tapa málinu ef hann missti vinnuna.
Næst þegar málið var tekið fyrir fór
hann í réttarsalinn á milli
söluheimsókna. Shaunessy sagði honum
að hann þyrfti ekki að vera viðstaddur.
Venjulega sáu lögfræðingarnir um þetta
án þess að skjólstæðingar þeirra mættu
sjálfir. En Ted vildi ekki láta neitt fara
fram hjá Sér. Hann hitti lögfræðing sinrv
fyrir utan sal i þeim hluta bygglng
arinnar þar sem hjónavígslur fóru fram.
Jóhanna mætti ekki en hafði gefið lög-
fræðingi sinum frjálsar hendur með að
leika listir sínar frammi fyrir
dómaranum. Hann krafðist þess að
beiðni Jóhönnu yrði samþykkt vegna
eigin framburðar, að hún fengi umráða-
réttinn yfir barninu án þess að
vitnaleiðslur færu fram. Dómarinn, lág-
vaxinn, sköllóttur maður á sjötugsaldri,
eyddi því jafnléttilega og hann eyddi
kröfu Shaunessys um að barnið yrði á-
fram í vörslu Teds án þess að vitna-
leiðslur færu fram.
Paul Gressen var blíðlegur maður
nær fimmtugu, í fallega sniðnum fötum,
vmeð silkibindi og vasaklút í stíl. Rödd
hans var mild en kaldhæðni gætti*i"brosi
hans enda notfærði hann sér þáð
snilldarlega. John Shaunessy var ekki
síður vel klæddur. Hann var hávaxinn,
virðulegur maður með grátt hár og í
eigin réttarhaldaeinkennisbúningi, blá-
um jakkafötum með vesti og hvíta
nelliku í hnappagatinu. En hvorki
virðuleg framkoma þeirra né lagaklækir
breyttu þvi sem Shaunessy var búinn að
vara Ted við — vitnaleiðslur yrðu að
fara fram. Dómarinn lét í ljós áhuga
sinn á að flýta málinu vegna þess „hvað
bamið var ungt”. Hann ákvað að
vitnaleiðslur skyldu fara fram eftir þrjár
vikur.
Shaunessy fór fram á gang með Ted
og bað hann afsökunar á því að þeir
gætu ekki orðið samferða. En hann átti
annað mál fyrir höndum. Ted gekk einn
niður í anddyrið og niður tröppurnar á
dómshúsinu. 1 augum dómsvaldsins
var hann nú orðinn að „stefnda” í
‘málsókn „stefnanda” gegn honum.
V Dómarinn tilnefndi sálfræðing til að
athuga bæði heimilin og eiginleika
beggja aðila. Sálfræðingurinn kom heim
til Teds að kvöldlagi i miðri viku. Hún
var feitlagin kona á fimmtugsaldri og
brosti aldrei. Hún hét dr. Alvarez og fór
um alla íbúðina. Hún opnaði eldhús-
skápana, ísskápinn, svefnherbergis-
skápana og lyfjaskápinn í baðher-
bergjnu. Hún spurði hvort Billy gæti ekki
Jeikið sér í herberginu sínu andartak og
tók fram blýant og»blokk Jil að skrifa
ítlðitr viðtálið við Tetí.’Hún.vildi fá að
,vita hvernig hann eyddi dögunum,
hvernig hann verði tíma sinum með
Billy, hvað þeir gerðu saman, hvað Billy
gerði þegar hann væri einn og hvort
einhver byggi hjá Ted í íbúðinni. Hann
minntist á Ettu en skildi strax á næstu
spurningu að hún átti við kynferðisleg
tengsl:
— Herra Kramer, hafið þér nokkurn
tima samfarir hér á heimilinu?
Hvenær sem tækifæri gefst, frú min.
Var það nokkuð sérstakt sem þér höfðuð
i huga?
En upphátt sagði hann:
— Doktor, ég reyni að halda félagslífi
16 Vlkan 27* tbl.