Vikan


Vikan - 17.12.1981, Side 3

Vikan - 17.12.1981, Side 3
Margt smátt í þessari Viku 51. tbl. 43. árg. 17. desember 1981 — Verð 27 kr. Flugmaður í eins manns orrustuflugvél tók eftir því að kviknað hafði í flugvélinni hans og sér til lífsbjargar ýtti hann á takka svo hann skutlaðist upp úr sæti sinu og úr vélinni. Tveir bændur urðu vitni að atburðinum og annar leit á hinn og sagði: „Maggi, sástu það sem ég sá? Ég þori að veðja að þetta var fljúgandi brauðrist.” ★ Tveir írskir verkamenn reikuðu stefnu- iaust um vinnusvæöið þegar verkstjórinn spurði með þjósti hvað þeir væru að gera. „Við erum að fara með þessa steina í hrúguna þarna,” sögðu þeir. „Hvaða steina?” spurði hann. „Vá,” sagði annar írínn við hinn, „við höfum glcymt stcinunum!” ★ íri nokkur kom heim alveg á skallanum og var að velta því fyrir sér hvernig hann kæmist upp stigann án þess að vekja konuna sína. Allt i einu fékk hann eldsnjalla hugmynd. Hann tók alla potta og pönnur sem hann fann í húsinu og batt saman og á sig og lagði af stað upp tröppurnar. „Hún heyrir aldrei í mér í þessum hávaða,” sagði hann við sjálfan sig og hló. * Hvers vegna „Guð blessi þig" eftir hnerra? Það er viða um heim siður að segja „Guð blessi þig” við þann sem hnerrar. Siðurinn er talinn eiga upptök á Ítalíu á sjöttu öld þegar mikil farsótt hráði lands- menn. Gregorí mikli páfi fyrirskipaði að þessi bæn eða ósk skyldi höfð yfir til að hræða burt illa anda sóttarinnar sem gerðu vart við sig með hnerrum sjúklingsins. í Persiu var til foma ávallt beðin bæn eftir að einhver hnerraði. Sagt var að hnerrinn gæfi til kynna að illur andi yfir- gæfi líkamann. Hnerrinn var hljóðið í vængjum skrattans þegar hann sveimaði yfir höfði sjúklingsins. Á íslandi er bænin um blessun Guðs tengd svarta- dauöafaraldrinum sem hér gekk á 15. öld. Sóttin hófst með kvefi og þegar ein- hver byrjaði að hnerra þótti kominn timi til að fara að biðja honum blessunar. íri var að reyna að útskýra fyrir landa sínunt lögmál um hitafræði. „Hiti veldur þenslu og kuldi dregur saman,” sagöi hann við vininn. „Ég skil þetta vel,” sagði hinn, „dagarnir á sumrin eru miklu lengri en á veturna.” ★ íri nokkur gekk inn á krá með hurðina á húsinu sínu undir hendinni. „Hvers vegna ertu að burðast með þessa hurð?” spurði barþjónninn. „Ja,” sagði Irinn, ”ég týndi lyklinum nú í gærkvöldi og vildi bara vera öruggur um að ef einhver fyndi lykilinn gæti hann ekki brotist inn í húsið mitt svo ég tók bara hurðina.” „En hvað gerist ef þú týnir hurðinni?” „Það er allt i lagi,” sagði írinn, „ég skildi nefnilega eftir opinn glugga.” * JÓLAPLÖTUR Plötuútgáfan stendur með hvað mestum blóma fyrir jólin ekki síður en bókaút- gáfan. Sjaldan heyrist þó talað um plötu- flóð enda dreifist plötuútgáfan jafnar yfir ársins hring. Steinar hf. hafa sent frá sér fjölda platna nú fyrir jólin. Þar ber að nefna: Start-. . . en hún snýst nú samt, Guðmundur Árnason — Mannspil, Jóhann Helgason — Tass, Haukur Morthens — Haukur Morthens, M'ike Pollock — Take Me Back, Björgvin Gíslason — Glettur, Mezzoforte — Þvílíkt og annað eins. Einnig hafa komið á markað margar erlendar plötur með ýmsum lista- mönnum. SPOR heitir nýstofnað útgáfufyrir- tæki sem starfa mun jafnhliða Steinum hf. Fyrirtækið hyggst einbeita sér að útgáfu á plötum efnilegra íslenskra ný- græðinga, svo og á erlendum plötum. Grýlurnar eru fyrstu listamennirnir sem gert hafa samning við SPOR og kom fjögurra laga plata með þeim á markað fyrir skömmu. GREINAR OG VIÐTÖL 4 Glæsileg er jólin ganga í garð 6 Allri alvöru fylgir nokkurt gaman — leikritið Aldrei er friður 10 Vildi gjarna vera bara húsmóðir — Litið í barm Arnþrúðar Karlsdóttur 18 Virðulegi, hrífandi forseti! 24 Jim Morrison 28 í kynjaveröld Tolkiens 42 Dagur í lífi Halla 46 Borðið að vild og grennist SÖGUR 12 Undir fölsku flaggi 34 Ung list án ríkisstyrks — Willy Breinholst. 38 Lykillinn ÝMISLEGT 8 Skrautlegar stjörnur — Gary Numan og Toyah 32 Opnumynd úr Hringadróttinssögu 36 Jólin nálgast 49 Eldhús Vikunnar — Laufabrauð 51 Draumar 62 Póstur og lukkuplata VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjórí: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Jón Asgeir Sigurðsson, Þórey Einarsdóttir. Utlitsteiknari: Þorbergur Krístinsson. Ljósmyndarí: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÓRN í SIDUMÚLA 23, sími 27022. AUGLÝSINGAR: Geir R. Andersen, sími 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING i Þverhohi 11, simi 27022. Pósthótf 533. Verfl í lausasölu 27,00 kr. Áskríftarverfl 85,00 kr. á mánufli, 255,00 kr. fyrir 13 tölublöfl ársfjórflungslega efla 510,00 kr. fyrír 26 blöfl hátfsárslega. Askríftarverfl greiðist fyrírfram, gjalddagar nóvomber, febrúar, mai og ágúsL Áskríft í Reykjavik og Kópavogi greiflist mánaflariega. Um málefni neytenda er fjallafl i samráfli vifl Neytendasamtökin. Forsíða Forsctinn okkar, Vigdís Finnboga- dóttir, sómdi sér vel með arfbornu kóngafólki á Norðurlöndum í opin- berri heimsókn sinni til Noregs og Svíþjóðar í haust. Ekki ber á öðru en hún sé í góðum félagsskap á for- síðunni og við erum með fleiri myndir inni í blaðinu.Ljósm. Gunnar Elísson. SX. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.