Vikan


Vikan - 17.12.1981, Blaðsíða 24

Vikan - 17.12.1981, Blaðsíða 24
Texti: Þórey .Pann þriðja júlí 1971 fannst söngvari bandarísku hljómsveitarinnar The Doors látinn í baðkeri. Dánarorsök var hjartasiag. Tiu árum síðar þyrpast aödáendur hans aö gröf hans, aðallega krakkar sem voru enn i leikskóla þegar Morrison ók sér og skók á sviði íkiæddur leðurgalla og tryllti áhorfendur með Light My Fire. Eftir dauðann var Morrison, eins og svo margar aðrar stjörnur, tekinn í tölu dýrlinga. Minning hans var lengi í heiöri höfð en mörgum árum síðar hófst dýrkun hans með eins konar „Morrison- Doors” vakningu meðal bandarískra unglinga. Gífurleg aukning hefur orðið í sölu gömlu Doors-platnanna, plaköt, bolir og merki með myndum af Morrison rjúka út og klúbbar eru stofnaöir. Morrison-æðið hefur vakið furðu margra og er skýringa leitað víða. í kvikmyndinni Apocalypso Now eftir Francis Ford Coppola heyrist lagið The End, eitt frægasta lag The Doors, og það varð til þess að útvarpsstöðvar viðsvegar um Bandaríkin tóku að leika fleiri lög með hljómsveitinni. Því næst kom á markaö plata með lestri Morrisons úr eigin Ijóðum. Platan seldist ekki sérlega vel en vakti engu að síður athygli á Morrison og rödd hans aftur úr fortiðinni. Ævisaga hans, sem er skráð af Daniel Sugerman og Jerry Hopkins og nefnist No One Here Gets Out Alive (Enginn sleppur lifandi héðan), kom út 1980 og brá þá svo við að bókin rauk inn á lista yfir metsölubækur. í kjölfar þessa spiluðu útvarpsstöðvar æ oftar tónlist Doors og Morrisons. Krakkarnir fóru að taka við sér og þrjár gamlar Doors- plötur komust á vinsældalista. Nú í ár kom á markað Doors Greatest Hits og hún rokseldist. En hver var þessi Jim Morrison og hvað er það við hann sem gerir hann goðum líkan? Hann fæddist 1943 og var því tuttugu og átta ára þegar hann lést. Hann mun því ekki eldast eins og aðrar poppstjörnur og verður eilíflega ungur, fallegur og ögrandi á svipinn. Morrison var óstýrilátur og uppreisnargjarn. Oft enduðu tónleikar og ferðalög með uppþotum, látum, slagsmálum við lög- THE DOORS: John Densmore, Robbie Krieger, Ray Manzarek og Jim Morrison. Jim Morrison Sexí, seiðandi dáinn dýrkaður 24 Vikan 51. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.