Vikan


Vikan - 17.12.1981, Blaðsíða 14

Vikan - 17.12.1981, Blaðsíða 14
dísilolíu skall eins og alda á þeim, þegar þau stigu úr úr bilnum. Fiskveiðar voru höfuðatvinnuvegur íslendinga, og minna mátti sjá. Togararnir lágu hver utan á öðrum í norðausturhluta hafnarinnar og þar var einnig lægi hinna rennilegu, gráu varðskipa. Svo kom lægi flutningaskipanna með sín háu möstur og reykháfa. En á vesturbakkanum, þar sem þau höfðu stansað, var annað yfir- ráðasvæði fiskiskipa. Þar var verið að landa fiski, það var verið að lesta ís, og þar voru bússuklæddir sjómenn vinnandi og kjaftandi. — Hvar er stefnumótið? spurði Gaunt og litaðist um. — Einhvers staðar hér, sagði Kristín Bennett og skimaði yfir næstu báta, sumir voru vel upplýstir, aðrir aðeins dökkar útlínur, marrandi í legufærunum í morgungrámanum. — Að minnsta kosti hélt Leifur því fram. Skipið heitir Örvar. — Nýkomið inn? spurði Gaunt með auknum áhuga og minntist nú skyndi- lega frásagnar lögreglufulltrúans. — Einhvern tíma í morgun. Svo birti allt i einu yfir henni. — Þarna er hann, það er báturinn með sebraröndunum á stýrishúsinú. Nú skulum við vona, að Sveinn Muller sé enn um borð. Hann er skipstjórinn og vinur Leifs. Þau óðu krapið á hafnarbakkanum, stikluðu yfir landfestar skipanna og kringum hlaða af fiskkössum. Örvar var togari af miðlungs stærð. Meira bar á ryði en málningu á síðum hans, og þreytulegur tslandsfáni hékk í stafni. Hann var þriðji frá bakkanum, en háseti, sem var að vinna á dekki, heyrði hróp Kristínar og leit upp. Hann veifaði til merkis um, að hann hefði skilið hana, og hvarf inn i stýrishúsið. Andartaki síðar klifraði Sveinn Muller yfir bátana og stökk upp á hafnarbakkann til þeirra. Miðaldra maður, í meðallagi hávaxinn, órakaður, í gömlum, bláum samfestingi með óhreina húfu á hnakkanum. Hann beraði gisnar tennurnar í smitandi brosi, sem hann beindi sem snöggvast að Gaunt, er UNDIR FfiLSKU FLAGGI hann hafði heilsað Kristínu. Því næst tók hann um handlegg hennar og leiddi hana spölkorn í burtu. Gaunt sá hana rétta skipstjóranum umslag, sem hann stakk á sig. Að svo búnu talaði Muller til hennar lágum rómi, hló svo niðurbæld- um, ískrandi hlátri, áður en hann snerist á hæli og klifraði aftur um borð í skip sitt. — Búin? spurði Gaunt, þegar Kristin kom til hans. — Já, svaraði hún og fitjaði upp á nefið, en hláturinn sauð í henni. — Þessi maður kann áreiðanlega fleiri sóðasögur en nokkur annar norðan Alpafjalla. Ég held ég sleppi því að endursegja þessa. — Segðu honum, að þú þekkir safn- ara, næst þegar þú hittir hann, sagði Gaunt. Svo bandaði hann hendinni í átt að togaranum. — Ég hélt, að Leifur Ragnarsson væri hættur öllum afskiptum af fiskveiðum. Hún yppti öxlum. — Hættur og hættur ekki. Fjölskylda hans átti tvö skip og rak viðgerðarstöð í eina tíð. Hann viðheldur enn vissum sambönd- um og Anna reyndar líka. Hún er vaxin upp úr svipuðum jarðvegi — Veistu nokkuð, hvaða viðskipti eiga sér stað á milli þeirra Mullers? spurði Gaunt eins sakleysislega og honum var unnt. Svipur hennar varð vitund kuldalegri. — Nei. Ég tel það ekki koma mér við. — Né heldur mér? sagði hann og glotti háðslega. — Fyrirgefðu. Ragnars- son vekur bara áhuga minn. Það er allt ;u-Ov HANZKABOCHN Skólavöröustíg 7 Sími CAVALET" FERÐA- og SKJALATÖSKUR í ÖLLUM STÆRDUM og GERDUM. 1 FINNSKAR, DANSKAR og HOLLENSKAR TÖSKUR í GLÆSILEGU ÚRVALI DÖMU og HERRA REGNHLIFAR MARGAR GERÐIR GOTT VERÐ HANZKAR í GJAFA- UMBUÐUM 14 Vikan SI. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.