Vikan


Vikan - 17.12.1981, Side 39

Vikan - 17.12.1981, Side 39
11. hluti Framhaldssaga honum á tunnuna. Síðan hjálpaði hann henni niður á gólf. — Þú ert nu meiri karlinn, Jonas, sagði hún eins hlýlega og henni var unnt með tennurnar glamrandi af kulda. — Ekki vissi ég, að þú gengir með Tarsanduldir. — Sé maður górilla, verður maður að haga sér eins og górilla. Ef satt skal segja, var ég orðinn hundleiður á aðgerðaleysinu. Það var kærkomin til- breyting að fá að tuskast svolítið. Hultén, hvernig list þér á, að ég fari með þessa ungfrú heim? Hún er orðin smaragðsblá af kulda. — Hamingjan góða, andvarpaði Katja. — Skelfing er þetta ómenntað fólk, sem maöur er tilneyddur að umgangast. Smaragðurinn er grænn, ef þú vilt vita það, Jonas litli. — Engan derring, ljúfan. Hvernig var það með Rio de Janeiro og Argen- tínu? — Ó, það? Það er að sjálfsögðu mannlegt að skjátlast, en það er ekki sama, hver á í hlut. — Farðu með hana heim, sagði Hultén. — Þér tekst áreiðanlega að hlýja henni, bætti hann glettnislega við. Hvorugt lét sem það heyrði þessa síðustu athugasemd. Katja lagði af stað til dyranna, en göngulagið var heldur óburðugt. — Ó, fæturnir á mér, stundi hún. — Þeir eru eins og ísklumpar. Ég get varla gengið. Mér finnst ég vera eins og Frankenstein. — Var honum nú kalt á fótunum? sagði Jonas stríðnislega. Svo sneri hann sér að Hultén lögregluforingja. — Hvernig er það annars með Svantesson? Vill hann eitthvað segja? — Lögreglufulltrúinn dæsti. — Hann situr hér úti í bíl. Anderson hefur gætur á honum. Ég veit ekki nema að ég neyðist til að sleppa honum, ef ekkert fæst upp úr Berra. Þeir læsa allir á sér túlanum, þessir þorparar. Enn höfum við ekki annað gegn Svantesson en samtalsbrotið, sem ungfrú Francke heyrði. Og hvernig getum við nú vænst þess að komast á snoðir um, hvað lykill- inn átti að færa þeim? — Ekki dugír að missa móðinn núna, lögregluforingi, sagði Jonas glaðlega. — Fyrr eða síðar tekst ykkur að sanna eitt- hvaðá hann. — Ekki hefði ég neitt á móti því, tautaði Hultén. Einn lögreglumannanna tók að sér að aka bíl Kötju heim, en Jonas hjálpaði henni inn í sinn bíl, vafði teppi um fætur hennar og setti miðstöðina á fullan hita. — Þú ferð ekkert í vinnuna á morgun, sagði hann ákveðinn, þegar þau voru lögð af stað inn til borgarinnar. — Þú hefur engum skyldum að gegna við Svantesson lengur. Þú hvílir þig bara, eins vel og þú getur, og svo hugsarðu ekki um neitt annað en prófið. Það gengur fyrir öllu öðru. — Já, afi gamli, sagði Katja auðmjúklega. Hún vissi, að hann hafði á réttu að standa, og hún hugðist fara að ráðum hans. — Hafi ég lofað einhverju, þá efni ég það, sagði hann. — Ég lofaði að sjá um, að þú kæmir til prófs, og þessa stundina er það mitt stærsta áhugamál. — Þú ert góður með þig núna, sagði Katja. Henni fannst hún verða að halda uppi samræðum, þótt hún væri með munnherkjur af kulda. — Þetta er annars allra flottasta kerra, sem þú átt. Ekki að furða, þótt þér þætti miður að mega ekki nálgast hana. Er þetta kannski nýjasta gerð? — Vissulega, sagði Jonas hreykinn. — Hann er stórkostlegur. Góð beita fyrir píurnar, gæti ég trúað? — Píurnar? Nei, bíddu nú hæg! Heyrði ég kannski votta fyrir afbrýði- semi í röddinni? — Nei, blessaðu vertu, ég er bara TASKA Finnskar, Danskar Hollenskar töskur í ‘silegu úrvali Hjá okkurfástfalleg gjafakort Skólavörðustig 7 — Simi 15814 TOSKU-OG hanzkaboehn Wmmæm fnui kí i' j \ hy | 'S 'i 1 _^1 z gfff j j 1 tív tj aV mj g 1 í IJ \ h\A 51 tbl. ViKan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.