Vikan


Vikan - 17.12.1981, Side 43

Vikan - 17.12.1981, Side 43
Heimsókn í Lækjarás, dagvistun Styrktarfélags vangefinna MlfiÍHHi Gunni er kominn upp aö töflu og búinn að leysa verkefnið sitt hárrétt. Það hafa þau hin reyndar líka gert. Hann gefur ljósmyndaranum leyni- merki þegar lítið ber á og kennarinn tekur ekki eftir neinu. Það er samt ekki þess vegna sem Gunni segir skömmu seinna við kennarann: „Ertu sofandi?” Það var reyndar öðru nær, Gunni er bara að stríða. Hann heldur áfram: „Ef þú vilt sofa skaltu leggja þig þarna.” Hann bendir á dýnuna. Það er brosað í hverju horni. En fyrr en varir er tíminn búinn og allir gleyma þessari smástríðni. Ninna er að sýna Halla hvað hann á að gera i þessu verkefni. Hann er að kljást við litina. Hann er brosmildur og svolítið stríðinn en kannski er það bara af því ljósmyndarinn er að trufla. Hann er nýbúin að detta og getur þess vegna ekki beitt nema annarri hendinni, hin er nefnilega brotin. Það háir honum ekki mikið og yfirleitt gleymir hann því alveg, en samt sem áður er ekkert grín að fást við smáa tappana einhentur eins og þennan dag. Hún var var brosmild eins og allir krakkarnir úr Bjarkarási og við kvöddum þessa kátu krakka og þökkuðum stutt kynni. Nú var haldið í Lækjarás. Dálítið sleipt úti viðen Halli gengur samt sjálfur upp brekkuna og fer nógu varlega til að detta ekki. Þegar inn er komið tekur Guðmundur, einn af aðalmönnunum í Lækjarási, á móti okkur og tekur af okkur yfir- hafnirnar. Síðan fer hersingin inn í föndur og handavinnutíma sem er rétt að byrja. Ninna snýr sér nú að hinum líka og hérna er hún að leiðbeina Bjarna Bergssyni (Badda) við að lita fisk. Fiskurinn heppnast Ijómandi vel og ánægjan er svo smitandi að allir viðstaddir eru komnir með bros út að eyrum áður en varir. Lilli er kominn og þeir Bragi fara að kýta, allt i góðu þó. í$> 51. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.