Vikan - 21.10.1982, Blaðsíða 46
Höfundur: Anne Rivers
J
Sjálfsagt muna enn margir eftir
sögunni sem sjónvarpið sýndi á
dögunum af tveimur breskum
kennslukonum sem fóru í orlof
til Vrakklands og lentu í þeirri
undarlegu tímaskekkju í Versöl-
um að finnast allt í einu vera
tímar Maríu Antoinette. —
Þessi saga leiðir út frá þeirrí
sögu og segir frá litlu atviki sem
leiddi til annars stærra.
Manstu nokkurn tíma eftir því
— þegar þú varst yngri — aö þú
rækist á söguna af kennslukonun-
um tveimur sem snemma á þess-
ari öld fóru til Parísar, heimsóttu
höllina í Versölum og lentu fyrir
einhverja undarlega tímaskekkju
á dögum Maríu Antoinette? Þetta
er eins konar draugasaga og hefur
verið mjög rannsökuð af þeim
sem hafa áhuga á yfirskilvitlegri
skynjun og kennslukonurnar tvær
eiga sína fylgjendur og andstæð-
inga.
Það var hún mamma mín sem
fyrst sagði mér frá þessum „sögu-
lega viöburði” og hún er af þeirri
kynslóð sem trúði kennslukonun-
um. Meira að segja ég, þótt ég sé
talsvert tortryggin, á bágt með að
ímynda mér að tvær svona hrekk-
lausar og virðulegar konur hafi
getað spunnið söguna upp.
Ekki það að ég trúi á drauga.
Ellefu ára að aldri trúði ég á harla
fátt utan Bítlana og að það hefði
verið betra að fæðast karlkyns. Og
kannski var það af þvermóðsku
minni yfirleitt sem foreldrar mín-
ir sendu mig í lítinn einkaskóla
sem tvær systur ráku. Þær höfðu
gamaldags hugmyndir og aginn
hjá þeim var strangur.
Mér stóð talsverð ógn af þessum
tveimur konum og þótt ég væri
óviðráðanleg heima fetaði ég hinn
þrönga veg dyggðarinnar í skólan-
um og beið óþolinmóö eftir þeim
degi að ég yröi nógu gömul til aö
komast í miðskóla þar sem líka
væru strákar.
Þegar mamma sagði mér
söguna frá Versölum fékk ég ein-
hvern veginn þá flugu í höfuðið að
kennslukonurnar í París væru ein-
mitt þessar tvær kennslukonur
mínar. Mér sýndust þær nógu
gamlar til að geta hafa verið þar
upp úr aldamótunum og heimur-
inn minn var ekki stór — einhvern
veginn hvarflaði aldrei að mér að
til væru þúsundir pipraðra
kennslukvenna sem hefðu getað
farið í orlof tvær og tvær saman.
Þetta ruglaði mig í ríminu. Ég
trúöi ekki á drauga en var sann-
færð um að kennslukonumar mín-
ar væru hátt yfir það hafnar að
skrökva. Ég hafði engan áhuga á
mannkynssögu en ef mannkyns-
sagan gat sprottið fram og hitt
mann svona hlaut að vera meira í
hana spunnið en ég hafði ímyndað
mér. Allt þetta merkilega fólk 1
mannkynssögunni hlaut þá a
hafa verið til, úr því það gat birS
svona löngu seinna sem draugar;
En svo á hinn bóginn — haföi eg
ekki verið að halda því fram V1
vini mína í mörg ár — að minnsta
kosti eitt — að draugar væru bara
alls ekki til?
Þetta varð mér umhugsunar
efni, auk Bítlanna og þess hvern'8
ég gæti komist í fótbolta þegar e®
kæmist í framhaldsskólann.
Ég er búin að segja að ég ha
verið þrá. Ég var líka óhlý011^
Kennslukonumar mínar v°r,
mjög strangar, ekki aðeins hva
snerti hegðun okkar og klæðabur^
heldur líka um atriði eins og a
fara beint heim úr skólanum
fylgjast að eins lengi og mögule»
46 Vikan 42. tbl.