Vikan


Vikan - 21.10.1982, Blaðsíða 30

Vikan - 21.10.1982, Blaðsíða 30
Krydd / ' \ Kryddtegundum er venjulega skipt í tvo aðalflokka, krydd (á ensku spices) og kryddjurtir (á ensku herbs). Hið fyrrnefnda eru þurrkuð fræ, knúppar, aldin- eða bióm- hlutar, börkur eða plönturætur. Krydd af þessum toga ilma sterkt og eiga uppruna sinn í hitabeltinu. Dæmi: negull, kanill, engifer. Kryddjurtir eru blöð og stundum stönglar og blóm jurta sem vaxa í tempruðu og kaldtempruðu loftslagi. Dæmi: tímían, dill, rósmarín. Einnig eru til hvers kyns kryddblöndur. Þekktastar eru sjálfsagt karrí, chiliduft og ýmsar kryddjurtablöndur. Á markaðnum eru og ýmis kryddsölt, það er eitt eða fleiri krydd ásamt salti. Um kryddsölt verður ekki fjallað frekar hér. Allrahanda (d. allehánde, e. allspice), stundum kallað pimento. Þurrk- uð hálfþroskuð aldin trjá- tegundarinnar Pimento offi- cinalis, sem vex á Jamaica, í Guatemala, Hondúras og Mexíkó. Kólumbus uppgötvaði það 1494 en það barst til Evrópu snemma á 17. öld. Allrahanda má nota í súpur, pottrétti, sósur, kryddlög, fisk- og skelfískrétti, kökur og eftir- rétti. Hægt er að kaupa kryddið heilt (heil þurrkuð ber) eða sem duft. Anis Aldin eða fræ plöntu (Pimpinella anisum) sem skyld er steinselju og vex í Austur- löndum fjær. Bragðið er sterkt og sérkennilegt og kryddið er mikið notað í sælgæti (t.d. kóngabrjóstsykur). Notað í kökur, ávaxtasalöt, sterka pott- rétti. Fæst bæði malað og heilt. Basilíkum (e. basil). Kryddjurt sem nefnist á latínu Ocimum basilicum, vex um heim allan, algeng nytjajurt í Evrópu. Basilíkum er mjög gjarnan notað með tómötum, er ómissandi í ítalska rétti, svo sem pizzur, spaghetti-sósur og aðra ítalska makkarónu- og pastarétti. Einnig er það gott í pottrétti, rækju-, humar- og fískrétti, kjöt og grænmetissúpur, salatsósur, kartöflu- og grænmetisrétti, kryddlög og kryddblöndur. Hægt er að kaupa þurrkuð lauf eða duft. Basilíkum er hægt að rækta í skjólgóðum görðum eða í gluggakistum. Bouquet garni nefnist kryddjurtavöndur, venjulega úr tímían, steinselju og lárviðarlaufí, sem settur er í grisju og ætlaður í súpur og pott- rétti. Mikið notað í Suður- Evrópu. Ca yenne-pipar Skyldur chili, rauðum pipar, og papríku, af capsicum-ættinni. Piparnafnið er byggt á gömlum misskilningi því capsicum-teg- undir eiga ekkert skylt við pipar. Cayenne-pipar er óhemju sterkur, farið því ávallt varlega í notkun hans. Notaður í sterka kjöt- og físk- rétti, einnig í fisksúpur, skelfisk- salöt og með blómkáli. Fæst sem þurrkaðir belgir, fræ eða malaður. Chiii-pipar (duft) Mexíkönsk kryddblanda (úr chili, óreganó, kúmeni og fleiru) sem nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Notað í chili con carne og aðra mexíkanska rétti, í tómatsósur, kryddlög, eggjarétti, salatsósur, kjúklingapottrétti, eggaldinrétti og spönsk hrísgrjón. DiH Kryddjurt Anethum graveoles, ættuð frá Evrópu. Gömul lækningajurt. Hægt er að nota fræ, blöð og stöngla í mat. Dillfræ eru bragð- sterkari en dillplantan. Dillfræ eru mikið notuð 1 kryddlög og pikles, súpur, sósur, osta, salöt, salatsósur og krydd- smjör. Dillplantan er notuð í graflax, salöt, sósur, kartöflu- og grænmetisrétti, kryddsmjör, ídýfur og til skrauts, klippt yfír. Dill fæst þurrkað en um upp- skerutímann er hægt að kaupa nýtt dill. Dill má rækta í skjól- góðum görðum og glugga- kistum. Estragon (e. tarragon) kryddjurt, Artemisa dracunculus, ættuð frá Suðvestur-Asíu, en mikið ræktuð í Suður-Evrópu, einkum Frakk- landi, og í Bandaríkjunum. Ilmar mjög sterkt og vel. Engifer (e. ginger d. ingefær). Þurrkuð rótarhnýði runna nokkurs, Zingiber officinale, sem upprunninn er í hitabelti Asíu en nú ræktaðurí Kína, Indlandi, Jamaica og Afríku. Engifer er eitt elsta austurlenska kryddið sem barst til Vesturlanda. Bragðið er sterkt og sæt-biturt. Engifer er mikið notað í bakstur, sultur, pikles, drykki kryddlög, kjöt- og fískrétti, einkum sterka austurlenska pott- rétti, í grænmetisrétti, salat- sósur, ís, búðinga og aðra eftir- rétti, kryddvín og bakaða ávexti. Engifer fæst malað en best er að kaupa heil þurrkuð rótar- hnýði og steyta eftir þörfum. Einnig fást sultuð og sykruð engiferrótarhnýði í sumum versl- unum. Það er mjög gott sem meðlæti með sterkum kjöt- og fískréttum, á tertur eða í eftir- rétti. Fennel er fræ jurtarinnar Poeniculum vulgare sem vex í Miðjarðarhafs- löndum. Þekkt lækningajurt meðal Assyríu- og Babyloníu- manna. Bragðið er líkt og af lakkrís, minnir á anís. Fennel er notað í fískrétti og skelfísksalöt og -rétti, einnig í eggjarétti, kryddlög og pikles og ýmsa ítalska rétti. Garam masala Indversk kryddblanda úf kardímommum, kanil, neguly^ 30 ViKan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.