Vikan - 21.10.1982, Blaðsíða 62
Mikið fyrir
kvenfólk en...
Hœ, hœ, Pósturinn minn
gódur.
Þannig er mál med vexti
að ég er mikið gefinn fyrir
kvenfólk og þess vegna reyni
ég að vera sem oftast meðþví
og líka sem nœst þessu
furðudýri sem heldur mann-
kyninu gangandi. Og nokkr-
ar af þeim sem mér hefur
litist vel á hafa gefið mér
undir fótinn. Það er alveg
öruggt. En vandinn er bara
sá að þœr eru ekkert alltof
mikið gefnar fyrir mig og
reyna allt til að forðast mig,
finnst ég frekar leiðinlegur
og eru beinlínis hálfhrœddar
við mig. Það skil ég líka full-
velþví ég hefþann Ijóta djöf-
ul að draga að vera fatlaður.
Viltu hjálpa mér því ég er í
miklum vandrœðum? Og af
því ég er nú einu sinni að
skrifa þér gœtir þú þá ekki
sagt mér um leið hvar maður
getur lœrt varalestur og
einnig hvað það kostar.
Einn í vanda...
Þaö var nefnilega þaö.
Eitthvað finnst Póstinum
nú fullmikill sjálfs-
vorkunnartónn í bréfinu og
verður Pósturinn því aö
leyfa sér aö gera smá-
athugasemdir við þaö.
Ertu viss um að þú sért
leiðinlegur vegna þess aö
þú ert fatlaður? Þaö skiptir
ekki máli hvort þú ert
fatlaður eöa ekki, sam-
skiptin við hitt kynið verða
oftast erfiðleikum bundin,
eða lestu ekki Póstinn?
Pósturinn hefur oft reynt
að gefa fólki ráö um hvern-
ig það eigi að bera sig til
viö aö ná athygli hins kyns-
ins og halda henni. Flestir
hafa einhvern djöful að
LUKKUPLATAN
Martin Fry heitir þessi maður
og er höfuðpaurinn i hljómsveit
sem vakið hefur verðskuldaða
athygli i poppheiminum i ár.
Hljómsveitin hefur raðaö lögum
inn á vinsældalistana og kennir
sig við upphaf starfrófsins. Skrif-
ið nafn hljómsveitarinnar hér fyrir
neðan og freistið gæfunnar.
Platan heitir:
Sendandl er:
Póstnúme-___________________Póstrtöð___________
Utanáskrlftln sr: VIKAN, lukkuplatan '82-42
PÓSTHÓLF 633,101 REYKJAVÍK.
Pósturinn
draga þótt misþungur sé. Til
þess að ná í stelpur verður
þú umfram allt að vera
eölilegur í framkomu, glað-
lyndur, hress, laus við
sjálfsvorkunn, kurteis,
hjálpsamur, dálítið frakk-
ur án þess að vera frekur,
sýna hugrekki og gleyma
feimninni. Þetta sýnist svo
sem allt ósköp einfalt
svona á prenti en krefst
ákveðni og viljastyrks. Þú
nefnir ekki hvernig þú ert
fatlaður og ef til vill þarf
tæknin sem þú beitir að
taka eitthvert mið af því.
En ef þú ætlar að telja
sjálfum þér trú um það
kvenmannsleysið stafi
bara af því að þú sért
fatlaður geturðu alveg eins
bara steinhætt að hugsa um
stelpurnar. Það sem mestu
máli skiptir í samskiptum
manna, og þá ekki síst
gagnvart ástinni, er kær-
leikur, umhyggjusemi,
alúð og lífsgleði en ekki
líkamlegir ágallar, hvort
sem þeir eru meiri eða
minni háttar. Ötal dæmi úr
lífinu sjálfu sanna það.
Til gamans birtist hér á
síðunni bréf frá lesanda
sem eftir áskorun Póstsins
vildi leggja orð í belg um
vandamál æskunnar og
ástarinnar.
Póstinum dettur helst í
hug að Heyrnleysingjaskól-
inn gæti gefiö þér upp-
lýsingar um varalestur.
Hefur hann þá
gert mann
ófríska?
Elsku Póstur.
Ég er í vanda, þorði ekki
að leita til neins, svo
ákvað að skrifa þér. Geft|
mér svar eins fljótt og ¥
getur, ég þarfnastþess.
1. Ef maður hleypir strój
upp á sig og veit ekki ö*'
mennilega hvað hefur sM
en byrjar svo á túr l'"
dögum síðar, hefur hann ¥
nokkuð gert mann ófríska
2. Af hverju á frekar a
nota dömubindi á nóttu'111
en tappa þegar maður er c
túr? j
Ég verð þér mjög þakk^
efþú svarar mér.
Kveðja, B0
P.S. Finnst þér ég
fáfróð ?
Já, Pósturinn getur ek^
neitað því að honum finns
þú bæði fáfróö og kærula^
Til hvers „hleypir þú stra,
upp á þig”, eins og P.
segir? Slíkt gerir kvenfo1
ekki nema þá ef til vill P$[
sem hafa af atvinnu af kyjl
lífi en þær eru ekki ^
umræðu hér. Fólk á a
njóta þess að iðka kynlíf
til þess þarf að ber
virðingu fyrir sjálfum $e:
mótaðilanum og sján
athöfninni. Stelpur „hleýP
ekki strákum upp á sré j
Annaðhvort iðka þær kya1!
vegna þess aö þær hafa e
því ánægju eða sleppa P',
alveg. Orðatiltækiö K
hleypa upp á sig bendir
þess að viðkomandi kP
eins og símasta11,
„hleypi” og „leyfi” i
tómri „góðmennsku &
strákinn en stelpan J1 ^
enga gleði af þessu sja
Kynlíf verður að ve
báðum aðilum til án#£L
Ef það er þér ekki til gleði
skaltu bíða með það
nangað til þú ert orðin
eldri og þroskaðri.
Auk þess þarf tvo til
Pess að barn verði til og því
§eta strákar ekki gert
stelpur óléttar, það gera
Pau í sameiningu.
Þar sem þú byrjaðir á túr
rett á eftir er víst að þú
efur sloppið með skrekk-
nn í þetta sinn. En sam-
®fir án getnaðarvarna eru
^tavert athæfi og fárán-
egt kæruleysi í þínu tilfelli.
eyndu nú að sýna sjálfri
per og líkama þínum og lífi
”eiri ábyrgð og virðingu í
amttttoni. Börn eiga ekki
faeðast í þennan heim
ema velkomin og fóstur-
eyðmg er nöturleg lífs-
ynsla sem enginn óskar
r að þurfa að ganga í
segnum.
Pósturinn birti fyrir
nokkrum vikum ítarlegt
svar um túrtappa og
notkun þeirra. Því miður
getur Pósturinn ekki
endurtekiö sig sí og æ með
stuttu millibili því margir
bíða svara. En í stuttu máli
er ástæðan fyrir því að rétt
er að sofa með bindi í stað
tappa sú að á nóttunni er
ekki hægt að skipta um
tappa jafnoft og æskilegt er.
Blóðmettaðir tappar eru
gróðrarstía fyrir sýkla sem
geta valdið bólgum í leg-
göngunum. Ef tappar eru
mikið notaðir þurrka þeir
leggöngin vegna þess að
þeir draga ekki aðeins í sig
blóö heldur eðlilegan raka
úr leggöngunum. Til þess
aö vinna gegn þessari
þurrkun er því ágætt að
vera með dömubindi á nótt-
unni ef tappar eru notaðir á
daginn.
Lukkuplatan
þVÍ-
Vinningshafar úr '82 — 36
Á myndinni voru Erna, Eva, Erna og platan heitir Manstu eft|f
Árný Þórólfsdóttir.Laugatúni 19a, Svalbarðsströnd, 601 AkureV
Dagrún Guðlaugsdóttir, Reynishólum, 871 Vík i Mýrdal.
Sigurlin Stefánsdóttir, Norðurbyggð 1 A, 600 Akureyri.
PENNAVINIR i
Charles Polley, P. 0. Box 565,
Cape Coast, Ghana, óskar eftir
pennavinum.
Isaac L. K. Eshun, P.O. Box 856,
Cape Coast, Ghana, óskar eftir
pennavinum. Hann er 16 ára og
áhugamálin eru sund, fótbolti,
tónlist og póstkortasöfnun.
Góð ráð við
stráka-stelpuleysi
Kœri Póstur.
Ég vil endilega gerast
hjálpsamur lesandi og gefa
þessu unga ástríka fólki ráð
við strákaleysi og stelpu-
leysi.
Ef þú ert 14—15 ára
gömul stúlka þá eru hér ráð
til þín: Vertu þolinmóð,
syntu áfram í lífinu og
reyndu að hugsa sem minnst
um strákaleysið því að allt í
einu, áður en þú veist af,
ertu orðin ástfangin og þú
hefur fundið þinn rétta á
réttum stað og stund.
Ef þú ert 14—15 ára
gamall piltur þá eru hér ráð
til þín: Vertu þolinmóður,
syntu áfram í lífinu og
reyndu að hugsa sem minnst
um stelpuleysið því allt í
einu sérðu fallega stelpu sem
þú verður strax hrifinn af,
fylgstu með henni, reyndu
að nálgast hana, vertu ekki
uppáþrengjandi, vertu
kurteis og ákveðinn. Þannig
getið þið allt í einu orðið
ástfangin án þess að vita af.
Sýnið tilfinningar, verið
ófeimin, talið saman og
fyrst, en ekki síðast: í
guðanna bœnum, verið nógu
þroskuð.
Ás. 64
P.S. Er hægt að láta birta
fyrir sig Ijóð í blaðinu ?
Pósturinn þakkar bréfið,
vill aðeins leggja áherslu á
að hið sama gildir jafnt
fyrir stráka sem stelpur í
þessum efnum, ekki satt?
Vikan birtir afar sjaldan
ljóð nema í sérstökum til-
fellum í tengslum við efni
blaðsins. En þú getur þér
að skaðlausu sent blaðinu
ljóðin til athugunar.
Mrs. A. Roberts, Avon Lodge, 99
Coast Rd., Pevensey Bay, Eng-
land, óskar eftir pennavinum. Hún
er 42ja ára gömul, gift og tveggja
barna móöir. Starfaði áður við
frönskukennslu og hefur mikinn
áhuga á íslandi og Islendingum.
Kim Hellström, Uddaskogsv. 7,
635 90 Eskilstuna, Sverige, óskar
eftir pennavinum á aldrinum 10—
12 ára. Hún er sjálf ellefu ára og
mikill aðdáandi ABBA.
Mette Bagger, Baunegárdevej 64,
7000 Fredericia, Danmark, óskar
eftir pennavinum. Hún er 14 ára
og helstu áhugamál eru skáta-
störf, bréfaskriftir, föt, tónlist,
Bítlarnir, ABBA og Boney M.
Pennavinurinn þarf ekki að hafa
sömu áhugamál en þarf að geta
skrifað á dönsku eða ensku.
Richard K. Essel, P.O. Box 70,
Cape Coast, Ghana, óskar eftir
pennavinum. Hann er fimmtán
ára og hefur áhuga á frímerkja-
söfnun.
Bræðurnir John K., Joseph, John-
ine og K. Eshun, P. O. Box 40,
Komenda, Ghana, óska eftir
pennavinum. Þeir eru á aldrinum
tuttugu og þriggja, tuttugu og
eins, nítján og sautján ára og hafa
áhuga á fótbolta, ljósmyndun og
fleiru.
Ransford Awudu Salifu, c/o
Adamah Salifu, P.O. Box 310,
Nkawkaw, Ghana, óskar eftir
pennavinum fyrir sig og einnig
systur og bróður. Hann er fjórtán
ára og vill fræðast um ísland.
Joseph Amoah, Post Box 465,
Oquaa, Cape Coast, Ghana, óskar
eftir pennavinum. Hann er átján
ára og áhugamálin eru ljós-
mynda- og póstkortasöfnun.
Esi Yeba, P. O. Box 1022, Cape
Coast, Ghana, óskar eftir penna-
vinum. Hún er 16 ára og áhuga-
málin eru borðtennis, sund, tón-
list, póstkortasöfnun og margt
fleira.
Afetu Davis, Philip Quaque Boys
Middle School, P.O. Box 177, Cape
Coast, Ghana, óskar eftir penna-
vinum. Hann er átján ára.
Ernest Yawson, P.O. Box 1012
Cape Coast, Ghana, West Africa,
óskar eftir pennavinum. Hann er
17 ára og hefur áhuga á íþróttum,
sundi, tónlist, dansi, póstkorta-
söfnun og frímerkjum.
42. tbl.Vikan 63
bx Vikan 42. tbl.