Vikan


Vikan - 10.03.1983, Síða 6

Vikan - 10.03.1983, Síða 6
Línurit________ stjarnanna 1983 Eftir aö líftakturinn (biorythm- inn) sló í gegn minnkaði áhugi manna á stjörnumerkjum, ef marka má efni vikublaða um allan heim. Línuritið sem líf- takturinn er jafnan skráður á þyk- ir aögengilegt, fólk sér nokk hvort það er ofan eða neðan við meðal- lag að andlegu, líkamlegu eða gáfulegu atgervi þá stundina. Sumum finnst þó ekki nóg að vita bara hvernig þeir eru upplagðir þá stundina, eins og líftakturinn takmarkast við, og líta aftur til stjarnanna. Og stjörnuspeking- arnir eru fljótir aö færa sér línurit- iö í nyt, nú kemur ekki upptalning- in: Þú verður í góöu formi í janú- ar, ný kynni í febrúar, haltu að þér höndum í mars. Nei, maöur á bara að líta á línuritið sitt. Og til að tolla í tískunni birtum við nú línu- rit stjörnuspámanna fyrir árið 1983. Þrjú línurit fylgja hverju merki: Andlegt (A), þar sést hvernig gengur í hverjum mánuði í ástarmálum, vináttu og félags- málum. Síðan kemur líkamlegt (L) línurit, þar er heilsufariö, hugarorka og lífskraftur eða lífs- gleði skráð eftir mánuðum ársins. Þriðja línuritið mætti nefna ver- aldlegt (V) línurit, ef þar er sýnd- ur gangur fjármála, atvinnumála og ýmissa veraldlegra ytri að- stæðna. Auk þess fylgir hér meö venju- leg greinargerð í örstuttu máli um hvert merki og síðan er bara að leita að tákninu fyrir sitt merki og lesa línuritin þrjú, einkennis- stafirnir eru í miðdálki og mánuðirnir skammstafaðir fyrir neðan og/eöa ofan merkin. Munið bara að ofan miðlínu er gott gengi og neðan miðlínu það sem miður fer. (V) W Hruturinn (21.mars —20. apríl) A þessu ári mun mörgu fargi af þér létt og þú munt finna svör við ýmsum spurningum sem á þig hafa sótt, einkum varðandi heilsu- far og líkamlegt ástand þitt. Það eina sem hrúturinn þarf að gæta vel að á þessu ári er að láta hugar- flugið ekki hlaupa með sig í gönur og á það sérstaklega við í ástar- málum þar sem til nýrra kynna hefur verið stofnað. Ast við fyrstu sýn gæti verið varhugaverð. Hrúturinn ætti aö njóta þess sér- staklega á þessu ári að hugmyndir og heilbrigðar lífsskoöanir eru honum sérlega tamar og bústaöa- skipti geta verið heppilegri á þessu ári en mörgum öðrum — einnig öll fasteignaviðskipti. Smá- vægilegar fórnir gætu borgað sig. Þaö er ekki fyrr en í deseinber sem hrútar þurfa að fara að vara sig í fjármálum. Yfirleitt ætti árið að líða hratt í líf og leik og mikilli ánægju. Gangi ykkur vel! Nautiö (21. apríl — 20. maí) Þið skuluö taka þessu nýja ári með jákvæðu hugarfari því þaö mun reynast ykkur heilladrýgra en það seinasta. Þó er líklega hyggilegt að fara varlega í sakirn- ar, einkum ef um ástar- eða vin- áttusambönd er að ræða, og búast ekki við of miklu í fyrstu. Reynið heldur að byggja ykkur upp, naut, koma öðrum í skilning um hvað þið getið verið sæt og skemmtileg! Ný tækifæri eru á næsta leiti. Ykk- ur mun vegna best ef þið haldiö áfram því sem þið hafið verið að gera í námi eöa starfi, þetta er ekki rétti tíminn til að skipta um vinnu. Starfsfélagarnir (einkum þeir sem fæddir eru í tvíbura- og meyjarmerkinu) munu verða áberandi í lífi ykkar á þessu ári, ekki aðeins í vinnutíma heldur einnig í fríum og feröalögum. Tvíburinn (21.maí — 21. júní) Þið sem fædd eruð í tvíbura- merkinu þurfiö á öllum þeim sam- skiptum, tilbreytingu og töfrum, sem starf ykkar, nám eða staða hefur upp á að bjóða, að halda ef þiö eigið að endast út áriö í því sama. Geriö maka ykkar, for- eldrum, ástvinum eða félögum ekki svona erfitt fyrir með óþolin- mæði og endalausum drifkrafti og reynið að skilja að sumir vilja láta reka á reiðanum. Jafnvel þaö sem virðist fábreytilegt hefur sína töfra. Gefið ykkur tíma til að hugsa málið. Þegar til lengri tíma er litið er ef til vill best að taka ekki mikið upp í sig og þaö á líka við í vinnunni eða skólanum. Þið munuð hafa meira að gera en góðu hófi gegnir og ýmislegt verður gert í tímaþröng, auk þess sem óvenjuleg ferðalög og spenningur gætu þrengt tímann enn meir. Einhverrar aðgæslu er þörf viö brottför og komu úr ferðum. Þar þarf helst að gæta að smáatriöum. Krabbinn (22. júní —22. júlí) A þessu ári kemur í ljós að hvorki þarf né þýðir lengur að halda krabbanum uppi á hrósi eða orðagjálfri. Krabbarnir verða óvenju öruggir með sig og dugleg- ir, og sköpunargleðin verður með besta móti á þessu ári. Og jafn- framt munu þeir sjálfir ákveða hvaö þeir vilja en ekki spyrja aðra ráða eða biðja aðstoöar. Þetta á ekki einungis við nánasta um- hverfi, hús og heimili, heldur enn frekar um atvinnu, nám og opin- berar skyldur og þar gætu breytingar orðiö. I einkalífinu ber nokkuð á daðri og fjöllyndi. Ein- hverjar sviptingar verða á milli borgaralegs hugsunarháttar og ævintýraþrár, jafnvel svo að krabbinn kemst í óvænta klípu. Ljóniö (23. júlí —23. ágúst) Heppnin verður sannarlega með þér í ástarmálunum á þessu ári. Þú munt taka skjóta ákvörðun og hlýöa eldmóðinum sem einkennir ljónið í þessu máli. I starfi og leik verða samböndin með besta móti og þá mun reyna á innsæi þitt og samstarfshæfileika. Ljóniö virðist vita hvert það stefnir á þessu ári og komast vel á veg. Ekki fer hjá því að ný kynni og ný áhrif móti líf ljónsins á þessu ári og þrátt fyrir stöku biötíma verður mikill kraft- ur í ljóninu og það mun færa sér þetta allt í nyt, þó ekki án þess að flækjast allnokkuö meir en það kærir sig um. Sérstaklega þarf ljónið að gæta þess að veðja ekki öllu sínu fé á sama hest. Til að halda fullum lífsþrótti þarf ljónið að stunda líkamsrækt af einhverju tagi og skipuleggja æfingar vel, ekki sjaldnar en einu sinni í viku. Meyjan (24. ágúst — 23. september) Það kemur ekkert á óvart aö meyjan er með ýmis áform varö- andi þetta ár. Hún ætti þó að gæta þess að ofskipuleggja ekki. Það er nefnilega líklegt að einhverjar breytingar verði á fyrirætlunum meyjunnar og jafnvel svo að undirbúningur virðist hjákátlegur er að því kemur. Bestu mánuðir ársins verða júlí og ágúst. Þá er líklegt að þú getir sinnt einhverj- um áhugamálum og ef búsetu- skipti eða breytingar á heimili og fjölskyldu eru fyrirhugaðar er þetta rétti tíminn. Meyjan þarf líklega að sýna ástvinum og félög- um meiri þolinmæði en hún kærir sig um á þessu ári, annars getur sambandið viö þá raskast. Nýir vinir reynast ekki sem skyldi og draumar sumarsins gætu valdiö vonbrigðum er skyggir. Hver er sinnar gæfu smiður. Vogin (24. september- 23. október) A þessu ári gæti margt það sem vogin hefur unnið aö og sóst eftir oröið aö veruleika. Aukinn þroski á tilfinningasviöinu gerir vogina öruggari í fasi og um leið fer árangur aö sjást, einkum í mann- legum samskiptum og listrænni sköpun. Persónutöfrar og jákvætt viöhorf til lífsins, sem vogin mun njóta á árinu, mun ekki eingöngu afla henni vinsælda meöal vina og í ástarmálum, heldur mun þetta hjálpa voginni til aö komast lengra í þroska og metorðum. Það væri þess vegna leiðinlegt ef vogin léti þessi tækifæri fram hjá sér fara af því hún reyndist of værukær. Sá sem er vakandi eign- ast líka nýja vini. Vogin á oft eftir að svífa í sjöunda himni á þessu ári og má vissulega vara sig á því aö geta aldrei sagt nei. Vinirnir geta haft meiri áhrif en góðu hófi gegnir og vogin þarf einkum að vara sig á því að láta ekki etja sér út í eitthvað gegn vilja sínum. Sporðdrekinn (24. október- 22. nóvember) Þaö skiptast á skin og skúrir á þessu ári hjá sporðdrekanum og það verður óvenju órólegt. Svo óheppilega vill til að sporðdrekinn hefur lagt allt sitt traust á eina eða fáar manneskjur, samstarfs- mann eða vin, og þaö í nokkurri blindni. Það er óheppilegt en samt sem áður þýðir það ekki aö sporð- drekinn eigi að hlaupa á eftir hvaða orðrómi sem er. Meö forsjá má snúa málunum á rétta braut 6 Víkan 10. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.