Vikan


Vikan - 10.03.1983, Side 11

Vikan - 10.03.1983, Side 11
d ,1 Reai Men Don't tat Quicbe AGuidebooW toAllThat lsTruly Masculine Bruce Feirstein mí&tedbyl^« annaö í þá áttina skipti þá ekki sama máli og til dæmis góöur bjór þá hafa þeir þó lært að meta þetta á sinn hátt. En allt það sem sönnum karl- manni finnst tilgerðarlegt, asna- legt eöa ómerkilegt verður best sagt með einni setningu: Sannir karlmenn boröa ekki quice. Hvað borða þeir þá? Sannir karlmenn borða kjöt og kartöflur. Þeir borða grænar baunir og hamborgara, franskar, pönnukökur og eplapæ. Sannir karlmenn kunna ekki að elda mat, þeir kunna bara aö taka hann upp úr frystikistunni. Þeir eru aldrei í sælkeraklúbbum. Sannir karlmenn hlusta á Pavarotti, Rolling Stones og Bruce Springsteen en þola ekki Barry Manilow, Bee Gees og Kiss. Sannir karlmenn fara í bíó — bæði vegna þess að þeir fara þangað með stelpunum sem þeir eru með og líka vegna þess aö þar geta þeir tárfellt í myrkrinu. (Þeir hafa til dæmis gaman af Love Story.) En vandinn er bara sá að finna myndir við hæfi sannra karl- manna — fyrir utan Clint East- wood myndir og Smokey and the Bandit VII. Sannir karlmenn myndu til dæmis aldrei fara að sjá Jill Clay- burgh finna sjálfa sig í An Unmarried Woman. Sannir karl- menn myndu ekki fara — þótt þeim væri boðið — að sjá A1 Pacino finna sjálfan sig í nýjustu mynd sinni, Cruising. Og þó þeim væri vel borgað fyrir færu þeir ekki aö sjá Endless Love, Blue Lagoon (Bláa lónið) eða Þætti úr hjónabandi eftir Bergman. Satt aö segja færu þeir aldrei á myndir eftir Antonioni, Zeffirelli, Berg- man, Wertmuller eða Truffaut. Þeir færu heldur aldrei á mánu- dagsmyndir eða kvikmynda- hátíðir. Þeir fara á bíó til þess að skemmta sér en ekki til þess aö vera með neinar pælingar. Meöal uppáhaldsmynda má nefna Patton, Taxi Driver, Ben Húr, Godfather, High Noon og Spartacus. Varðandi klæðnað og útlit hafa sannir karlmenn eitt mottó: „Aldrei að klæða sig eins og þú sért aö stæla einhverja flippaða popphljómsveit.” Sannir karlmenn lesa ekki bækur eins og „Velgengni og vandaður klæðnaður”. Þeir ganga ekki í silkiskyrtum, leðurbuxum, fötum úr Flónni eöa Kjallaranum, trimmgalla, kynæsandi nærfötum og bera aldrei skartgripi. Sannir karlmenn ganga ekki í bolum merktum einhverri rokkhljóm- sveit. Hverju klæðast þeir þá? Oftast venjulegum gallabuxum eða flauelsbuxum hversdags, Ein af hetjum sannra karl- manna var Al Capone. í Chicago 14. febrúar 1929 skipaði Al Capone að láta gera út af við erkifjandmann sinn, Bugs Moran. Þegar Capone var bent á að þetta kynni að hafa í för með sér dráp á nokkrum tugum manna til viðbótar sagði Capone: „Ég sendi blóm og kransa." jakkafötum, skyrtu og bindi spari. Þeir eru ekkert hrifnir af þekktum merkjum (nema þá helst Levi’s og því um líkt) og ganga með merkin innan klæða. Sannir karlmenn stunda margs konar íþróttir en málið er ekki hvaða greinar heldur hvernig það er gert. Þó má segja að þeir spili ekki míní-golf eða krikket, fari ekki í frisbí eöa videoleiki. Þeir fara ekki á skíði til þess að sýna gallann og græjurnar en sannur karlmaður getur rennt sér gegnum snjóflóð án þess að blikna. Uppáhaldsíþróttir sannra karlmanna eru skíðastökk, fjall- göngur og siglingar og því um líkt, helst þar sem um líf og dauða er aðtefla. Eftir að hafa valið sér eiginkonu í gegnum aldirnar með því aö lemja hana í hausinn og draga heim á hárinu hafa jafnvel þeir þrjóskustu af sönnu karlmönn- unum komist á þá skoðun aö þetta sé ekki besta leiðin til þess aö ná sér í kvenmann. Sannir karlmenn keppast ekki við að komast yfir sem flestar dömur. Það finnst þeim ómerkilegt og fyrir neðan sína virðingu. Sönnu karlmennirnir hafa meira að segja lært að vera ekki lengur skíthræddir við konur sem hafa náð langt á framabrautinni — svo fremi sem þær hafa ekki meira kaup en þeir. I stuttu máli má segja að sannur nútímakarlmaður sé aölaðandi, upplýstur, tilfinninganæmur, vingjarnlegur og skilningsríkur — í þaö minnsta þegar hann hefur þekkt konu það lengi að hann er farinn aö taka henni sem sjálf- sögðum hlut — eftir svona þrjár vikur. Nokkur fleiri atriði í sambandi við sanna karlmenn og ástina mætti nefna. Sannir karlmenn vilja helst ekki gera það strax fyrstu nóttina því þá finnst þeim þeir vera ómerkilegir. Sannir karlmenn tala ennþá um kynlíf sitt í smáatriðum við nána vini sína en krefjast algjörrar þagnar- skyldu af kvenfólki. (Ekki þar fyrir aö þeir þurfi aö hafa nokkrar áhyggjur en sannir karlmenn ætlast til þess aö kærusturnar viröi helgi svefnherbergisins. Þeir þola ekki að verið sé að ræða stærð, tækni eða úthald — nema að sjálfsögðu ef þaö staðfestir þeirra eigin frásagnir af yfir- náttúrlegum fræknleika.) Sannir karlmenn kæra sig ekki um að giftast hreinum meyjum því þær eru svo óskaplega fáfróðar (og sjálfsagt enn sjald- gæfari). Sannir karlmenn vilja aö konur kunni dálítið fyrir sér í rúminu — en þær mega auðvitað ekki vera klárari en þeir. Sannir karlmenn eru fremur fá- málir. Þeir spyrja þó enn hvort það hafi verið gott. Þeir bjóða dömunum gjarnan út að borða — morgunmat. Þeir eiga það til að senda blóm daginn eftir enn þann dag í dag...... Hvað þarf marga sanna karlmenn til þess að skipta um Ijósaperu? Engan því sannir karlmenn eru ekki hræddir við myrkrið. io. tbl. Vikan II

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.