Vikan


Vikan - 09.05.1985, Blaðsíða 29

Vikan - 09.05.1985, Blaðsíða 29
Genesis. Frá vinstri: Rutherford, Banks, Collins. Þegar Peter Gabriel söngvari og leiðtogi Genesis hætti í hljómsveitinni og hóf sólóferil árið 1975 töldu margir að ferill hljómsveitarinnar væri á enda en sú varð nú aldeilis ekki raunin. Eig- inlega má segja að það ótrúlega hafi gerst, Phil Collins, trommari hljóm- sveitarinnar, steig fram og tók við söngnum. Ekki voru menn bjartsýnir á það þar sem trommuleikarar eru yfirleitt atkvæðalitlir tónlistarmenn, þeir falla nánast alltaf í skugga félaga sinna og gera lítið að því að syngja, hvað þá að semja lög, en að sjálf- sögðu eru undantekningar frá þessú. Phil Collins fæddist í bænum Chiswick á Englandi árið 1951. Hann var byrjaður að lemja húðirnar á leikfangatrommum fimm ára og fékk sitt fyrsta alvörusett þegar hann var tólf ára. Á fjórtánda ári fór Collins með hlutverk bragðarefsins í leikritinu um Oliver Twist. Árið 1969 stofnaði Collins sína fyrstu hljóm- sveit sem hann nefndi Flaming Youth. Ein hljómplata kom út undir nafni hljómsveitar- innar, platan Ark 2. Breskt músíktímarit kaus plötuna þá bestu þann mánuðinn. í sama blaði sá Collins auglýsingu þar sem hljómsveit ósk- aði eftir trommara og tónlistin átti að vera eins konar tilfinninganæm kassagítartónlist. Collins, sem var nýorðinn nítján ára, þótti þetta forvitnilegt og fór í prufu. Hann var ráð- inn á staðnum og var þar með orðinn trommu- leikari Genesis. Hljómsveitin var á þessum tíma að hefja upptökur á þriöju breiðskífu sinni, Nursery Cryme. Og það var ekki að sökum aö spyrja, þegar Collins var orðinn aðalmaður Genesis var eins og hann leystist úr læðingi. Vinna meö Genesis reyndist honum ekki nóg, því hóf hann að spila sem session tónlistarmaður við góðan orðstír hjá mönnum eins og Brian Eno, Peter Gabriel, Robert Fripp, Thin Lizzy, John Cale og fleiri. Árið 1975 fór Collins aö spila með djass- fusion hljómsveit að nafni Brand X og spil- aði inn á sjö breiðskífur með henni, þá síðustu árið 1982, og má þetta heita alveg ótrúlegt þar sem Genesis tók alltaf meiri og meiri tíma á þessum tíma og má þar til nefna fimm Genes- isplötur og nokkrar hljómleikareisur. Collins notaði tímann einnig til að skrifa lög og varð til slatti af lögum í kringum það er hjónaband hans fór í rúst. lltkoman var hin 1 frábæra Face Value sem út kom árið 1981 og þá komst Collins svo sannarlega í sviösljósið því platan varð gríöarlega vinsæl og af henni urðu lögin In the Air Tonight og I Missed Again feikivinsæl. Ári seinna sendi Collins frá sér aðra sólóplötu, Hello I Must Be Going, sem innihélt hið bráðskemmtilega Supremes- lag You Can’t Hurry Love. Það jók enn á vin- sældir ColUns og varð til þess að uppselt var á alla tónleikana í sólóferðalagi hans. Collins skrifar ekki einungis fyrir sjálfan sig og Genesis. A síðasta ári sendi hann frá sér titillag kvikmyndarinnar Against All Odds sem varð alveg gríöarlega vinsælt og varð reyndar fyrsta lagiðt sem Collins kom í efsta sæti listans í Ameríku og varð einnig til þess að hann var útnefndur til nokkurra Grammy- verölauna. Sömu sögu er að segja af laginu Easy Lover sem Collins skrifaði með Philip Bailey og er á sólóplötu hans, Chinese Wall. Og hvað skyldi svo Collins þykja skemmti- legast að gera af öllu þessu? Jú, sólóferillinn veitir honum mesta ánægju. ,,Þar ræð ég einn öllu saman og þarf ekki að spyrja neinn álits og það er gaman að vera einræðisherra af og til.” Það sem af er árinu hefur Phil Collins ekki setiö auöum höndum frekar en fyrri daginn. Síðan ellefta febrúar hefur hann veriö á hljómleikaferðalagi. Það hófst í Bretlandi, síðan var það Þýskaland, Belgía, Holland, Svíþjóð, Danmörk, Frakkland, Ástralía og Japan. Túrinn á að enda í Bandaríkjunum fyrsta júlí. Áður en ferðalagið hófst kom út platan No Jacked Required. Um mánaðamót- in mars apríl var platan í efstu sætum bæði í Englandi og í Bandaríkjunum og eflaust ofar- lega í fleiri löndum. Hið undurljúfa lag af plöt- unni, One More Night, siglir hraðbyri á topp listanna en hefur sjálfsagt eitthvað þurft að hinkra í Bretlandi því þar er Easy Lover enn í efsta sæti er þetta er skrifað. Þrátt fyrir þessa gífurlegu fjölhæfni segist Collins fyrst og fremst vera trommuleikari. „Ég syng með Genesis af því að við höfum ekki annan söngvara og syng hjá sjálfum mér af því að ég skrifa lögin. Mér reynist miklu auðveldara að skipta um rullu sem trommari en sem söngvari. Ég get hermt eftir hverjum sem er, John Bonham, Ringo, Keith Moon, en ég get ekki hermt eftir hverjum sem er í söng. Hvað svo sem ég tek mér fyrir hendur er ég fyrst og fremst trommari. Eg hef spilað síðan ég var fimm ára og takmark mitt var að verða virtur af öörum tónlistarmönnum sem myndu segja: „Mér líkar það sem þú ert aö gera.” ” Ég er nokkuð öruggur um að Phil Collins hefur tekist þetta og rúmlega það. Við skulum aftur gefa Phil sjálfum orðið: „Nafniö á nýju plötunni, No Jacked Required (Hér þarf engan jakka), er komið til af því að þegar ég feröaðist um Ameríku og Evrópu gisti ég á rándýrum hótelum en fékk ekki að fara á barinn eða í matsalinn af því að ég var ekki í jakka eða nógu snyrtilega klæddur, til dæmis var ég stundum í leðurjakka sem hefur líklega kostað jafnmikið og allir jakkarnir á barnum til samans en fékk samt ekki inn- göngu. Kannski má segja aö titillinn sé kald- hæðnislegur húmor um þessar asnalegu regl- ur, það þarf sem sé engan jakka til að hlusta á þessa plötu. Mér finnst ákaflega leiðigjarnt að þurfa að verja Genesis í hverju einasta viðtali sem ég fer í. Menn eru alltaf að skammast yfir því að ég skuli enn vera í hljómsveitinni þegar mér gengur svona vel aleinn eða þá að menn eru alveg hissa að hljómsveitin skuli enn vera starfandi. Málið er það að við erum aö semja og flytja tónlist fyrst og fremst fyrir okkur sjálfa og engan annan. Við eltumst ekki við nýjar tónlistarstefnur, við förum aðeins eftir einni hefð og hún er okkar eigin. Ég er líklega eini maðurinn í heiminum sem hefur ekki heyrt lagið Two Tribes með Frankie Goes to Hollywood. Sólóferill minn er bein orsök óhemju mikill- arvanlíöunar.” 19- tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.