Vikan


Vikan - 09.05.1985, Blaðsíða 48

Vikan - 09.05.1985, Blaðsíða 48
^^j^ósturinn A I R M A I L PAR AVION Held ég sé hrifin. . . og svo að missa bestu vinkonuna Kœri Póstur. Nú hef ég vandamál handa þér ad glíma viö. Ég er í vandrœðum med tvo hluti og þú ert sá eini sem ég get hallað mér að og vonast ég til að þá bregðist mér ekki með því að henda bréfinu í ruslið. I byrjun mars kynntist ég strák, E, sem er í sama skóla og ég. Ég veitti því eftirtekt að E horfði mikið á mig. Mér fannst það ekkert merkilegt en hafði frekar gaman af því. Einn föstudag fór ég í Traffic. E var þar og þegar kvöldið var liðið og ég á leiðinni heim þá kom hann til mín og bað mig að fara ekki. Eg spurði livers vegna ég mœtti ekki fara. Hann sagði mér það hreint út að hann vœri svo hrifinn af mér og að hann vildi allt fyrir mig gera. Ég fór alveg í klessu og fór með honum niður aftur. Við dönsuðum tvo vangadansa og á meðan á þeim stóð var hálsinn á mér þakinn kossum. Það sem eftir var af kvöldinu sleppti hann ekki hendinni af mér. Þegar ég heyri þessi tvö lög sem við vönguðum eftir þá er ekki liægt að ná sambandi við mig því ég stari fram fyrir mig og er í draumaheimi. Eg held að ég sé hrifin því stundum er ég að deyja og mig langar svo að hann hringi í mig en ég þori ekki að biðja hann um það því ég er svo feimin og ég er hálf- hrœdd við vini hans. Þá er það spurningin sem alltaf er í toppsœtinu: Hvað á ég að gera!!? Svo erannað: Eg held að ég sé að missa bestu vinkonu mína. Við erum búnar að vera bestu vinkonur í meira en ár, við höfum alltaf treyst hvor annarri fyrir öllu sem hrjáir. En nú þori ég ekki að segja henni allt því ég er svo hrœdd um að hún kjafti. Ef ég œtla að tala við hana í skólanum lítur hún á mig með fyrirlitningu og svarar ekki. Ég hef margskipað henni að hœtta þessu. Hún hefur lofað að bœta sig en það gerist ekki. Nú spyr ég: Hvaðgeri ég ? ? Ein í vanda. Pósturinn heldur að það sé ekkert vafamál aö þér sé meira en lítið hlýtt til stráksa. Hann er líka áreiöanlega hrifinn af þér og því ættir þú ekkert aö vera að hika viö þetta. Þig langar til þess að hann hringi í þig, en af hverju hringir þú ekki í hann? Það er alveg eins víst að hann sitji heima og sé líka feiminn og voni að þú hringir í hann. Vertu ekkert að láta vini hans hræöa þig. Þeir eru kannski eitthvað að stríöa eins og oft er í svona aðstæðum en láttu þaö ekki á þig fá. Drífðu þig bara í að hringja í hann eöa reyndu aö sæta lagi að hitta hann þar sem þið getið verið í friöi og þá ætti þetta örugglega að ganga. Einhver snuröa hefur greinilega hlaupiö á þráðinn í samskiptum ykkar vinkvennanna. Hugsaðu máliö frá öllum hliöum. Er hugsanlegt að þú hafir gert eitthvað sem henni mislíkar? Eða er ef til vill einhver þreyta komin í sambandið? Vinátta endist ekki alltaf að eilífu, það breytist svo margt hjá fólki og nýtt fólk kemur til sögunnar. Er vinkonan ef til vill farin að vera með einhverjum öörum stelpum? Pósturinn heldur að þú verðir aö ræða alvar- lega við hana og fá að vita hvaö er aö. Þú verður að láta henni skiljast að þér líði illa út af þessu og annaðhvort verði hún að hætta að láta svona og standa við það eða vináttu ykkar sé þar með lokið. Ef hún heldur áfram að láta svona án þess að gefa nokkra skýringu á hegðun sinni þá er hætt við að hún sé ekki sá vinur sem þú hélst hana vera og ef til vill eins gott aö hætta bara alveg að skipta séraf henni. Ástfangin Halló, kœri Póstur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa þér og ég vona að þú getir gefið mér einhver ráð. Þannig er mál með vexti að ég er dauðástfangin af strák sem ég þekki mjög vel. Hann er 18 ára og ég er 16 ára. Hann veit ekki að ég er lirifin af honum og svo er hann á föstu með stelpu sem ég þekki lítið. Hann hefur oft gefið mér gœtur en ég veit ekki hvernig ég á að túlka það. Hann er mjög góður vinur bróður míns og kemur því oft heim. Hann er frekar kurteis við mig og mótmœlir mér aldrei. Honum er alls ekki illa við mig. Hvernig á ég að láta hann taka eftirmér? Með von um svar. Ein ástfangin. Þú spyrð hvernig þú eigir að láta strákinn taka eftir þér en um leið heldur þú því fram að hann sé að gefa þér gætur. Það er erfitt að segja til um hvort hann geti verið eitthvað hrifinn af þér en það að hann er á föstu með annarri bendir þó til þess að hann sé það ekki. Og þó, það er aldrei að vita og kannski ert það þú sem átt hug hans. En hvers vegna ætti honum að vera illa við þig? Þú ættir annars að vera í góðri aðstöðu til að komast að hinu sanna í málinu þar sem hann er góður vinur bróður þíns. Hefurðu athugað hvort hann veit eitthvað um málið? Ef þú hefur ekki gert það skaltu heröa upp hugann og biðja hann að komast að hinu sanna. Svo er um að gera aö taka því ef það er stelpan sem hann er með sem á hug hans en ekki þú. 48 Víkan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.