Vikan


Vikan - 15.08.1985, Blaðsíða 56

Vikan - 15.08.1985, Blaðsíða 56
Pósturinn A I R M A I L PAR AVION Ástin ólgar í mér. . . en ég hef ekki talað við hann síðan Kœri Póstur! Ástin er oft skrýtin! í dag er ég 23 ára gömul Regkja- víkurmœr, ég er með stúdentspróf og hef unnið fyrir mér sem verslunarmœr í 3 ár. Ég hef œtlað mér að njóta lífsins og verða víðsýn, fara jafnvel í framhalds- nám. Ég bý í leiguhúsnæði og deili því með vinkonu minni. Samkomulagið er mjög gott milli okkar. Málið er það að ég sný mér til þín vegna manns sem ég kynntist eina kvöldstund í Broadway fyrir umþað bil 9 mánuðum. Hann var þá ný- skilinn og samt ekki nema 26 ára gamall. Hann er myndarlegur með sérkenni- leg, sexí augu, dálítið til- eygður. Hann var mjög kurteis í allri framkomu. Við dönsuðum síðasta dans- inn saman. Þá fann ég fyrir dálítilli kennd sem ég hef ekki fundið áður þó að ég hafi verið með nokkrum strákum áður. Hann bauðst síðan til að keyra mig heim, sem ég þáði. Þegar heim var komið œtlaði hann að kveðja mig. Ég bað hann að koma upp. Þá sagðist hann varla þekkja mig. En hvað með það. Að lokum lét hann til leiðast. Við sváfum saman þessa nótt. Þetta var að mér fannst í fyrsta skipti sem ég náði fullnœgingu. Hann var mjög blíður og elskulegur. Um morguninn þurfti hann að fara snemma því hann þurfti að vera með dóttur sinni. Síðan hef ég ekki talað við hann. Ég hef farið í Broadway nokkrum sinnum síðan og séð hann tvisvar tilsýndar. í bœði skiptin hefur hann verið í fylgd með einhverri Ijóshœrðri stelpu sem víkur ekki frá honum. Hann virðist mjög ástfanginn. En það er ég líka. Ástin ólgar alltaf meir og meir. Á ég að gefa mig á tal við hann eða láta hann í friði með þessari stelpu? Ég þurfti nokkurn kjark til að skrifa þér og sjálfer ég nokkuð hissa á mér að ég skuli gera það. Ég vonast eftir heiðarlegu og einlœgu svari. Guðrún. Þaö er ef til vill erfitt að ráö- leggja þér eitthvað alveg ein- dregið í þessu máli. Þú segist vera ástfangin af þessum manni en réttara er að segja að þú sért hrifin af honum. Þú þekkir hann í rauninni lítið. Þetta ævintýri ykkar var fallegt og það er sjálf- sagt að varðveita minninguna. Þú hefur fengið að kynnast ástinni í einni mynd, þ.e. aðeins hvernig gott kynlíf getur verið, og um leið kynnst nýrri hlið á sjálfri þér. Allt þetta er þér dýrmæt reynsla sem kemur þér til góða á lífsleiðinni. Það gerir þér ef til vill ekkert aö svífa á manninn á balli til dæmis og spjalla eitthvað við hann svona til þess að athuga við- brögðin en þú verður að gera þér grein fyrir því að ef hann er með einhverri stelpu alveg á föstu þá hefurðu sennilega ekki mikinn séns í hann. En það sakar ekki að reyna. Þú mátt þá heldur ekki fyllast vonbrigðum ef hann hefur ekki áhuga á þér. Þú skalt þá horfast í augu við veruleikann. Þetta var fallegt ævintýri, en það er búið. Þú ert ung og framtíðin virðist spennandi. Hugsaðu fram á veginn, farðu í nám, gerðu eitt- hvað sniðugt og, umfram allt, líttu í kringum þig eftir öðrum strákum — heimurinn er fullur af þeim. Láttu þessa fallegu reynslu þína verða þér til góðs og snúöu þér að því að njóta lífsins í kringum þig fremur en ríghalda í og blása upp með þér vonlitla ást úr fjarlægð. Hvað þýðir ,,jet set”? + nokkrir að- dáendaklúbb- ar leikara Halló, elsku Póstur! Mig langar að spyrja þig hvað ensku orðin ,,jet set” þýða. / staðinn sendi ég heimilisföng nokkurra aðdáendaklúbba. Bless og kœrar þakkir fyrir frábœrt blað. J.T. „Jet set” er notað yfir ríkt fólk sem lætur mikið á sér bera, fylgir nýjustu tískunni, stundar tísku- skemmtistaðina og er oft í slúður- dálkum blaðanna. „Jet set” hefur stundum verið þýtt á íslensku með „þotuliðið” eða „þotuaðallinn”. Enska orðið „jet” þýðir þota og orðasambandið er talið þannig komið að ríka, fræga, fallega tískufólkið er sífellt að þeytast fram og til baka heimshornanna á milli í þotum, rétt eins og sauð- svartur almúginn tekur strætó. Nokkrir aðdáendaklúbbar leikara frá J. T. Brooke Shields P.O. Box440 Hayworth N.Y. 07641 New York U.S.A. Richard Chamberlain (úr Þyrnifuglunum) c/o Creative Artists Agency Inc. 1888 Century Park East Suite 1400 Los Angeles Ca. 90067 U.S.A. Robert de Niro 9 East 41st Street No. 100 New York N.Y.10017 U.S.A. Bill Murray (úr Ghostbusters) c/o Creative Artists Agency Inc. 1888 Century Park East Suite 1400 Los Angeles Ca. 90067 U.S.A. Mel Gibson c/o William Morris Agency 151E1 Camine Drive Beverly Hills Ca. 90212 U.S.A. Tanya Roberts (Sheena í A View to a Kill) c/o Creative Artists Agency Inc. 1888 Century Park East Suite 1400 Los Angeles Ca. 90067 U.S.A. John James c/o Marilyn Reiss Kramer/ Reissand Petricolo, 9100 Sunset Blwd. Suite 300 Los Angeles Ca. 90069 U.S.A. Besta lag Duran Duran Kœri Póstur. Það var verið að spyrja Póstinn um daginn hvert Nick Rhodes teldi besta lag Duran Duran. Pósturinn sagðist ekki geta svarað því. En ég veit að hann tel- ur að To the Shore sé besta lag Duran Duran. 56 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.