Vikan


Vikan - 19.02.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 19.02.1987, Blaðsíða 38
Stutt sakamálasaga eftir Michael Innes „Sumir þeirra hluta, sem hér eru, eru ekki allir þar sem þeir em séðir.“ Sir John Appleby lét augun reika yfir það sem hann kallaði safn- ið sitt. „Sérðu nokkuð athugavert við þetta eintak af bók Jane Austen, Mansfield Park, svo dæmi sé tekið?“ Ég virti bókina vandlega fyrir mér: „Nei, ekki get ég sagt það, en ég man eina setningu úr henni orðrétt: „Látum öðrum eftir að skrifa um vandamál og erfíðleika.“ Ég vona að skruddan tengist ekki slíku og þvílíku því það hefði Jane Austen ekki viljað.“ Ég tók bókina upp. „Hún lítur ekki út fyrir að vera hættuleg.“ Appleby glotti: „í sannleika sagt er þetta vitis- vél.“ „Guð hjálpi okkur.“ Ég henti bókinni frá mér. Þegar ég hafði hugsað mig betur um tók ég bókina upp og setti hana aftur á sinn stað. „Náunginn, sem hannaði hana, hlýtur að hafa haft afbrigðilegt skopskyn.“_ Appleby hristi höfuðið: „Ég held að hann hafi ekki haft nokkurt skopskyn. Ég get bætt því við að þessar vítisvélar voru fleiri, mér var gefin þessi í safnið mitt. Líttu aftur í hana.“ Ég tók bókina aftur upp. „Er hún ekki hættuleg lengur?' „Það fer nú eftir því hvemig á það er litið.“ „Hún er svipuð á þyngd og aðrar bækur.“ Ég opnaði bókina og leit á titilsíðuna. „En kæri Appleby, þetta er Mansfield Park eftir Jane Austen.“ Ég fletti bókinni í gegn. „Þetta er ósköp venjuleg bók.“ Appleby var greinilega skemmt: „Þú hefðir líklega sagt það sama ef þú hefðir séð sambæri- leg eintök af Tom Jones eða Tristam Sandy, að ég tali nú ekki um Ævintýri Pickwicks. Þetta vom samt vítisvélar, það get ég fullvissað þig um og nú skal ég útskýra þetta fyrir þér. Þú hefur væntanlega heyrt Lombard lávarð nefndan. Hann var, eins og þú sjálfsagt manst, í hópi landsins mestu iðnjöfra og hann auðgað- ist fyrir eigin atorku.“ „Það er víst hveiju orði sannara," sagði ég. „Hann hafði byggt upp geysivoldugt fyrir- tæki eða réttara sagt fyrirtækjasamsteypu sem fékkst við ýmis verkefni og hann hélt þessu öllu saman í jámgreip sinni. Hann var mann- vinur í hefðbundnum skilningi þess orðs og lagði áherslu á að auka menntun almennings. Hann stofnaði tækniskóla og háskóladeildir á nær öllum sviðum menntunar. Hann safnaði málverkum og hafði næstum þvi bamslegt gaman af þeim. Hann safnaði líka bókum.“ „Er það svo, safnaði hann Jane Austen?1 spurði ég. „Aha,“ Appleby brosti, „þá komum við að sögunni." „Já, Lombard lávarður safnaði bókum. Þetta var eitt af mörgum áhugamálum hans en hann var ekki jafnhreykinn af nokkm eins og þvi hvílíkur lestrarhestur hann hafði verið á sínum yngri árum. Lestur á sigildum enskum bók- menntum var hluti af markvissri áætlun hans í því að bæta sjálfan sig. Þegar leið á ævina hafði hann ekki tíma til að halda þessu áfram af sama krafti en hann var stoltur af því hve gott minni hann hafði. Þegar hann hélt ræður vom þær gjaman kryddaðar með bókmennta- legum vísunum, einkum ef ræðuhöldin vom tengd almenningsbókasöfnum eða kvöldskól- um sem hann hafði stofnað. Þegar aldurinn færðist yfir hann tók yngri systir hans við bústjóm fyrir hann, athugul og bráðvelgefin kona. Hjá honum bjó og mið- aldra frændi hans sem hét Amos Lombard. Amos sinnti ýmsum minni háttar ábyrgðar- störfum í fyrirtækjum frænda síns og flestir reiknuðu með því að hann tæki síðar við stjóm- inni. En gamli lávarðurinn var hreint ekkert á þvi að setjast í helgan stein og störf Amosar vörðuðu fyrst og fremst þau mannúðar- og menntamál sem frændi hans lét til sín taka. Það var ljóst að enn var mikill kraftur í gamla herramanninum og þá sjaldan að hann tók sér hlé frá því að stjóma iðnaðarstórveldi sínu var það fyrst og fremst til að halda ræður yfir iðnnemum um sjálfsnám og nauðsyn þess að lesa George Eliot og Dickens og hve mikla ánægju slík iðja veitti. Þessar ræður vom, eins og áður sagði, kryddaðar ljölmörgum bók- menntalegum tilvitnunum og vísunum. Það leit einna helst út fyrir að sá gamli ætlaði að verða eilífur. En skyndilega fór honum að hraka. Það gerðist mjög snöggt og var vægast sagt sérkennilegt.“ Eg áttaði mig ekki almennilega á þessu. .Hvað áttu við með sérkennilegt?" spurði ég Appleby. „Það er ekkert óeðlilegt við það að gömlum manni, sem hefur unnið langa starfs- ævi, fari að hraka.“ „Þetta sagði ég líka þegar systir hans bar þetta fyrst undir mig. Meðal annarra orða þá kom hún ekki til mín sem embættismanns held- ur þekkti hún til fjölskyldu konu rninnar og þau sendu hana til mín. Ég verð að játa að ég lagði í fyrstu ekki mikið upp úr sögu henn- ar og hlustaði á hana fyrir kurteisissakir. Eftir því sem hún sagði var bróðir hennar langt frá því að vera nokkuð ruglaður en samt sem áður var engu líkara en sjálfstraust hans væri rokið út í veður og vind.“ Ég velti þessu fyrir mér: „Áttu við að hann hafi ekki lengur treyst sér til að stjóma fyrirtækj- unum?“ „Ekki bara það, hann hafði misst sjálfstraust sitt á öllum sviðum. Hann hafði haft rnjög ákveðna skapgerð og var bæði frekur og ráðrik- ur en nú var hann orðinn eins og strá í vindi og það var engu líkara en hann byggi yfir ein- 38 VI KAN 8. TBL hveiju leyndarmáli sem hann skammaðist sín fyrir. Ungfrú Lombard var handviss um að það væri Amos sem bæri ábyrgð á þessu.“ „En óhugguleg hugdetta. Virtist þér Amos líklegur til að vera þijótur?“ „Satt að segja sýndist mér það. Mér virtist hann hafa erft gáfur langfeðga sinna og þar fyrir utan var hann bæði metorðagjam og stað- ráðinn í þvi að ryðja frænda sínum úr vegi og taka við stjóm fyrirtækjanna. Þeir bjuggu undir sama þaki og þvi spurðist ég fyrir um samband þeirra. Þeir hittust á hveij- um morgni ásamt riturum sínum til að ræða verkefni dagsins. Þar fékk Amos fyrirskipanir varðandi það sem hann átti að gera. Um kvöld- ið snæddi öll fjölskyldan saman, það er að segja þeir frændumir og ungfrú Lombard. Eftir kvöldverðinn drógu frændumir sig í hlé inn í bókasafnið og röbbuðu saman um daginn og veginn, fyrst og fremst þó um bókmenntir. Gat verið að Amos hefði fundið einhveija aðferð til að hrella frænda sinn þessa stund sem þeir voru einir saman? Það hélt ungfrú Lomb- ard að minnsta kosti. Það virtist skrambi langsótt en mér fannst samt að ég yrði að kanna það. Ég byijaði á því að athuga hvort Amos hefði fengjð sér einhver ný áhugamál upp á síðkastið og þá kom nokkuð skritið i ljós. Ámos hafði fengið mikinn áhuga á prentverki, réttara sagt vönduðu og dýru prentverki.“ Ég horfði undrandi á Appleby: „Fann hann sjálfur upp á þessu?“ „ Ónei. En hann fékk það sem hann van- hagaði um í einum af iðnskólunum sem frændi hans hafði stofnað. Þú hefur sjálfsagt heyrt þess getið að þegar vantar eina og eina blað- síðu í verðmætar bækur þá em þær stundum ljósprentaðar. Þetta nýtti Amos sér og falsaði margar af bókum frænda síns, til dæmis þetta eintak af Mansfield Park.“ „Falsaði þær. Hvað áttu við? Þú meinar ekki... “ „Jú, reyndar. Hann breytti sögunum í grund- vallaratriðum. í þessari útgáfu af Mansfield Park kvongast Henry Crawford til dæmis Fanny.“ „Hamingjan sanna.“ „Einmitt. Amos lék þann ljóta leik að fá frænda sinn til að deila við sig um einhveija af þeim bókum sem hann hafði látið breyta og sýna honum siðan svart á hvítu að hann misminnti um söguþráðinn. Það munaði engu að honum tækist að sannfæra frænda sinn um að hann væri að glata glórunni og ætti að hætta afskiptum af rekstri fyrirtækjanna og setjast í helgan stein.“ Appleby gerði hlé á frásögn sinni: „Ég kem ætíð til með að muna hversu undrandi og glað- ur Lombard lávarður varð þegar ég færði honum ófalsað eintak af Mansfield Park.“ 8. TBL VI KAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.