Vikan


Vikan - 19.02.1987, Blaðsíða 58

Vikan - 19.02.1987, Blaðsíða 58
Suður-Þýskaland Fyrir um það bil fjörutíu árum, þegar flug- samgöngur við útlönd voru enn í frum- bernsku, var gjarnan talað um að fara í siglingu þegar menn fóru til útlanda. Þeir sem höfðu ferðast eða dvalist eitthvað að ráði er- lendis voru samkvæmt því afskaplega mikið sigldir og þóttu hinir mestu heimsborgarar. Síðan hefur mikið breyst. Útskerjabragurinn hefur skolast af landanum og gamla íslenska bændaþjóðfélagið er orðið að háþróuðu vel- ferðarþjóðfélagi þar sem allir eru heimsborg- arar. Við Islendingar erum vaxandi túrhestar á alþjóðavettvangi, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Þó landinn sé almennt illa haldinn af þrá eftir sól og sumri er mesta nýjabrumið að fara af sólarlandaferðunum svokölluðu. Margir eru því farnir að líta í kringum sig eftir nýjum ferðamöguleikum í sumarfríinu. Undanfarið hefur sá ferðamáti notið vaxandi vinsælda að fljúga til Lúxemborgar, stíga þar upp í bilaleigubíl og keyra eitthvað út í busk- ann, eftir því sem hugur og efni standa til. Frá Lúxemborg er stutt til allra átta, misstutt að vísu, en einna styst er að keyra yfir landa- mærin til Þýskalands og þaðan suður á bóginn. Ferðalag um hin fögru vínyrkjuhéruð Þýskalands svíkur engan. Sumarið er óneitan- lega sá tími sem flestir velja til ferðalaga. En það getur líka verið gaman að ferðast eða dvelja um stundarsakir í Þýskalandi að hausti eða vetri til. Klukkan er fimm að morgni. í anddyri Hótel Loftleiða eru samankomnir nokkrir blaðamenn. Ferðinni er heitið til Lúxemborg- ar og þaðan til Þýskalands í boði þýska ferðamálaráðsins og Flugleiða. Úti ríkirdimm og köld desembernóttin. Allir virðast jafn- ruglaðir og syfjaðir. Á leiðinni út á flugvöll get ég ekki varist þeirri hugsun hvað ég sé að þvælast þetta um miðja nótt í stað þess að kúra áfram undir hlýrri sænginni heima hjá mér. Hvað ætli sé svo sem varið i að þvæl- ast um Þýskaland á þessum árstíma? Það fór hins vegar lítið fyrir slíkum hugsunum þegar lent var í Lúxemborg í sól og tíu stiga hita sem var allmiklu betra en skítaveðrið heima. I Lúxemborg tók á móti hópnum Knut Hánschke, forstjóri Norðurlandadeilar þýska ferðamálaráðsins, sem fylgdi hópnum á ferða- laginu suður Þýskaland. Frá flugvellinum var haldið beint til Trier sem er ekki nema um það bil fjörutíu mínútna akstur. Þaðan var ferðinni heitið til Heidelberg og Freiburg im Breisgau en þessar borgir eru meðal hinna „tíu sögulegu" sem Þjóðverjar kalla svo og eru allar frægar fyrir sérstaka rómantík og sjarma. Trier Trier er fræg einkum fyrir tvennt. Hún er elsta borg Þýskalands og hún er heimaborg Karls Marx sem þar fæddist árið 1818 í litlu húsi í miðborginni. Fjögur hundruð árum fyrir Krist byggðu hinir keltnesku Trevetar svæðið þar sem Trier reis siðar. í Gallastríð- inu 58—51 fyrir Krist unnu Rómverjar sigur á Trevetum og árið sextán fyrir Krist reistu þeir borg á slóðum Trevetanna og nefndu hana Augusta Treverorum eða borg Ágústín- usar i landi Treveta. Tvö hundruð árum síðar var borgin orðin höfuðborg hins vestróm- verska ríkis. Sex rómverskir keisarar sátu í Trier. Sá frægasti var Konstantín mikli sem sat í Trier á árunum 306-314. Hann gerði Trier, sem þegar var biskupssetur, að miðstöð kristindómsins í hinu vestrómverska ríki. Eft- ir hrun vestrómverska keisaradæmisins var vegur borgarinnar ekki eins mikill og áður. Þó hélt Trier áfram að blómstra og vaxa. Á miðöldum risu upp við hlið rómversku rúst- anna kirkjur, klaustur og hallir. Árið 1473 var stofnaður háskóli í Trier og er hann í dag einn af elstu háskólum Þýskalands. Trier er ekki einungis afskaplega falleg borg heldur er lega hennar líka einstök. Hún stendur á bökkum árinnar Mósel í mynni Móseldalsins. Beggja vegna teygja vínakrarnir sig langt upp í skógi vaxnar hlíðar fjallanna Eifel og Hunsriick en Móseldalurinn er, eins og flestir vita, eitt mesta vínyrkjuhérað í Þýskalandi. Trier er „vínborg“. Enginn sem þangað fer ætti að láta hjá líða að kynna sér hina stór- kostlegu vínkjallara sem eru svo umfangs- miklir að segja má að þeir myndi einhvers konar neðanjarðarborg. Einnig er hægt að 58 VIK A N 8. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.