Vikan


Vikan - 30.07.1987, Side 2

Vikan - 30.07.1987, Side 2
Luke Merriman var afdaladrengur en hann bjóyfir glæsi- leik og persónutöfrum sem konur féllu ósjaldan fyrir. Hann kunni lagið á að komast það sem hann vildi og hann vildi verða frægur... Díana Sinclair var kona sem náð hafði langt í starfi sínu hjá sjónvarpsstöðinni. Hana skorti einungis eitt - ást... Það var mjög kalt og þurrt síðdegis þennan desemberdag. Díana Sinclair gekk út úr fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó og andaði djúpt að sér New York loftinu. Síðan tók hún þunnu skjalatöskuna sína í hanskaklædda höndina og gekk hröðum skrefum upp Annað breiðstræti. Díana var einstök í sinni röð. Hún var ásamt stöliu sinni, MoUý Abbott, höfundur og framleiðandi vinsæUa sjónvarpsþátta. MoUý var sú sem reynsluna hafði en Díana hafði fengið frábæra hugmynd að framhaldsþáttum. Konumar höfðu stofnað með sér fyrirtækið Abbott og Sinclair og siðastliðin fjögur ár hafði sjón- varpsþátturinn Meg og mamma, saga um mæðgur sem störfuðu saman sem leyrúlögreglur, verið einn alvinsælasti þátturinn í sjón- varpinu. Þegar Díana beygði vestur Fimmtugasta og fimmta stræti kaU- aði hún fram í hugann mynd af Dick Mann, hávöxnum, ljós- hærðum og bláeygum. Hún hafði miðað á hann í samkvæmi fyrir aðeins einni viku og í kvöld ætluðu þau að leUca saman tennis. Díana dreypti á bjómum sínum í mannþrönginni í tennis- klúbbi miðbæjarins og horfði á Dick olnboga sig tU hennar, myndarlegan og glæsilegan í hvítu tennisfötunum. „Við þurfum því miður að bíða í fimmtán mínútur eftir veUi," sagði hann. „Ég vona að þér sé sama." „Skiptir engu. Bjórinn fær þá tíma til að setjast." „Og við tU að kynnast betur." Þau brosm hvort tU annars. Þegar vöUurinn var loks laus leið Díönu afar vel. Hún hafði ekki lengi hitt karlmann sem hún kunni jafnvel við og Dick. Kjallarinn og fyrsta hæðin í raðhúsinu hennar MoUýjar höfðu verið lögð undir fyrirtækið Abbott og Sinclair. Díana notaði sinn eigin lykil að útidyrahurðinni og gætti þess að slökkva á þjófavamarkerfmu. Það var kveikt ljós uppi á hæðinni. „Díana?" „Já. Vertu ekkert að hugsa um mig, MoUý. Ég æda að vinna dálítið." MoUý flýtti sér niður stigann. „Þér er ískalt. Komdu aðeins upp. Það logar í aminum." Díana Ueygði kápunni sinni á stól og gekk að eldinum. Mollý rétti henni koniaksglas. „Þakka þér fyrir." Díana saup á og sopinn yljaði henni niður í tær. „Heyrðu, var það ekki í kvöld sem þú fórst út með þessum risatöffara? Hvað gerðist? Fómð þið út að borða?" „Já, en hann gat ekki beðið eftir að losna." „Bíddu nú aðeins. Fyrst lékuð þið tennis, var það ekki? Lagðir þú þig ekki aUa fram?" „Við lögðum okkur bæði fram." „Einmitt það. En þú vannst auðvitað." „Jú, það hittist einhvem veginn þannig á." „Stóifurðulegt. Heyrðu, hvers vegna heldur þú að hann hafi stungið upp á að fara í tennis?" „TU þess að fá gott útsýni yfir fótleggina á mér," sagði Díana kersknislega. „TU þess að hann gæti látið á sér bera. Það er pottþétt." „Hann vUdi kenna mér sitt af hveiju." Díana heUti meira kon- íaki í glasið. „Hvar er þessi nýi karlmaður sem á að vera kominn fram á sjónarsviðið? Þú veist, þessi bUðlyndi, skilningsríki, sem viU jafrirétti." „Sú nýjung er ekki enn komin ffam, allra síst i íþróttum. Gast þú ekki misst boltann nokkrum sinnum? Þá gætir þú nú hjúfrað þig upp að honum í stað þess að vera í öskubuskuleik við eldinn.'' „Nei, ég gat það ekki," svaraði Díana döpur. „Ef ég þarf að þykjast tapa leik til þess að ná mér í karlmann þá er hann ekki þess virði. Dick og Díana em úr sögunni. Mér tekst að komast af sem bara Díana." „Mundu bara að því eldri sem þú verður þvi fæm strákar verða í boði," sagði MoUý aðvarandi. Nikkí De Paul beygði sig fram yfir skrifborðið með símtól við bæði eyrun. „Hjá Abbott og Sinclair. Nei, Sinclair er því miður ekki við. Þetta er aðstoðarmaður hennar. Ég skai biðja hana að hringja í þig." Nikkí lagði annað tóUð á og talaði í hitt. „Nei, MoUý, ég gleymi því ekki." Hún var búin að vinna hér í rúmt ár og MoUý kom enn ffam við hana eins og byijanda. Þetta var móðg- andi. Nikkí hafði reynt að fmna aðra vinnu. Það var ekki hlaupið að því. Sjónvarpsþáttaffamleiðendur fengu unga krakka með stjömur í augunum í vinnu fyrir sama sem ekkeit kaup. Miðað við aðra staði borguðu þær vel hjá Abbott og Sinclair. Kaupið hennar var samt sem áður nánast brandari. Þegar hún hugsaði um MoUý í raðhúsinu eða Díönu í þriggja heibergja íbúðinni sinni varð henni óglatt af öfund. Þegar Díana kom klukkan fimmtán mínútur yfir þijú rétti hún Nikkí handrit sem hún hafði rétt lokið við. „Ó," hrópaði Nikkí upp yfir sig. „Vesen. Tený lenti í bílslysi. Við verðum að skrifa hann út úr nokkrum þáttum." „Fjandinn sjálfur. Það er eins gott að ég skrifi hann út úr þessu handriti líka. Gáðu hvort þér dettur ekki eitthvað í hug. Ég ætla að athuga póstinn minn." Nikkí renndi yfir handritið. Það var frekar hroðvirknislegt að sjá en í því var aUt að finna sem þar átti að vera. Ef hún gæti nú sjálf skrifað handrit og stjómað upptöku. Díana sneri sér við. „Dettur þér nokkuð í hug?" „Já, Terrý slasast og vinur hans verður að hlaupa í skarðið." 2 Vikan-blaðauki

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.