Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 3

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 3
„Já, það er hugsanlegt. En er það ekki nokkuð ílókið?" Það sauð á Nikkí. Díana lét alltaf svona við hana, þóttist gefa henni tækifæri en kippti svo alltaf að sér hendinni. Díana var um jólin hjá Kent bróður sínum og Pattý konunni hans í Portland. Annað kvöldið, sem hún dvaldi hjá þeim, tóku þau hana með sér út að skemmta sér. Þegar þau komu var skemmtikraftur nokkur að stíga á sviðið. Það var hávaxinn karl- maður með óstýrilátt ljóst fax. Hann var klæddur eins og þjónn og það bar mikið á breiðum herðum hans og grönnu mitti. Díana brosti og hugsaði „súkkulaði". Þetta var dæmigerð sjón- varpstýpa, góðlegur og heilbrigður að sjá. Maðurinn var með skemmtilega djúpa rödd en hreimurinn var svo dreifbýlislegur að það var eins og hann væri að flytja gaman- mál. Samt sem áður var eitthvað í fari hans sem hún kunni vel við. Atriðið, sem hann flutti, var fremur ómerkilegt en áhorfendur virtust veita honum athygli. Hann söng eitthvert lag sem var algjör vitleysa, en það skipti engu. Ekkeit virtist skipta máli nema maðurinn sjálfur. Það var eitthvað við hann sem vann hug og hjörtu áhorfenda. Díana hreifst einnig með en hún áttaði sig þó ekki til fulls á þvi hvað það var sem hreif hana. Hún náði loks nafni mannsins gegnum fagnaðarlætin. Hann hét Luke. Þegar skemmtunin var afstaðin sá Díana Luke baksviðs. Hann leit á hana og brosti heillandi brosi. „Skemmtir þú þér vel?" „Svo sannarlega," kallaði hún til hans. Hann horfði lengi á hana áður en hann lagði af stað tif hennar. Díana gekk nokkur skref til móts við hann. „Þú varst reglu- lega góður en þig vantar betra efni að vinna úr." Hún var undrandi á sjálíri sér. Hún hafði ekki ætlað að segja neitt við hann. Hann horfði rannsakandi á hana nokkra stund. „Hvað veit ég, sveitadrengurinn, um það?" Díana varð hálfringluð. Augun í honum vom eins og úr ein- hverri vísindahrollvekju - augnaráðið lamaði viljaþrek þess sem fyrir því varð. Hún deplaði auga. „Ertu bóndi?" „Ég var það eiginlega. En ég varð leiður á streðinu svo ég dreif mig hingað." „Díana," sagði Kent við hliðina á henni, „við erum að fara." Luke yppti öxlum. „Það var svei mér gaman að hitta ykkur. Takk fyrir almennilegheitin." Það kom allt í einu yfir Díönu að hvetja manninn til að koma sér buit úr þessum afdal. Hún rétti honum nafnspjaldið sitt. „Hafðu samband við mig ef þú kemur einhvem tíma til New York." Hann leit á spjaldið. „Meg og mamma! Hefur þú eitthvað með þann þátt að gera?" „Ég er annar höfundanna." „Luke!" beljaði umboðsmaðurinn. „Jæja, gangi þér vel," tautaði Díana og brosti um leið og hún flýtti sér i buitu. Það var komið fram yfir nýár. Díana átti við slæmt kvef og næsta hluta af Meg og mömmu að stríða þegar stúlkan í móttök- unni ónáðaði hana. „Það er einhver Merriman sem vill hitta þig." Díana kom alveg af fjöllum. „Hvaðan erhann? Hvað vill hann?" „Mér sýnist hann koma beint úr fjósinu. Og ég veit ekki hvað hann er að vilja nema þú sért nýbúin að kaupa þér bóndabæ." Allt í einu kviknaði á perunni hjá Díönu. „Luke Merriman? Nei, það er ómögulegt. Hávaxinn, ljóshærður..." „Jamm." „Guð minn góður - og einmitt í dag." Díana stundi þungan. „Jæja þá, sendu hann inn." Luke Merriman fyllti út í skrifstofuna hennar. „Garnan að sjá þig aftur, Sinclair." Díana var orðlaus og virti manninn fyrir sér, íklæddan Ijós- bláum fötum úr ódým gerviefni. „Ég vona að þér sé sama þótt ég æði héma inn á þig. Þú lést mig hafa nafnspjaldið þitt og ég get vel þegið góð ráð frá þér." Díana lagði spilin á borðið. „Þegar ég nefndi það við þig, Luke, að þú ættir að hafa sam- band þá meinti ég bara ef þú ættir leið í bæinn. Að koma undir sig fótunum sem grínisti hér í borginni er ekkeit grín..." „Ég ætla ekki að verða neinn grínisti," greip Luke fram í fyrir henni. „Mig langar til að verða sjónvarpsleikari." „Hefur þú einliveija reynslu í því?" „Nei, en ég get lært." „Ef þig langar til þess að verða leikari, Luke, þá em miklu betri möguleikar fyrir þig í Hollywood." „Þættimir um Meg og mömmu em gerðir hér," sagði hann blíðmáll. „Jú, rétt er það, en það er ckki nokkur leið aö koma þér að þar. Þú yrðir að fara í leiklistarskóla og það tæki nokkur ár." Luke gleypti í sig hvert orð. „Ég veit að það er erfitt. En mig langar alveg ofboðslega til að verða leikari." Díana minntist þess hvemig Luke hafði sigrast á fyrstu við- brögðum áhorfendanna á skemmtuninni. Ef til vill var það sérkennilegt sakleysi hans sem því olli. Hann vænti þess að öllum líkaði vel við hann. Hann hafði hlýlegt bros og ótrúleg augu sem litu á mann eins og maður væri einn í heiminum. Hann hafði yfir sér reisn þrátt fyrir ömurlegan klæðnaðinn og sveitaleg- an talsmátann. Hún hallaði sér aftur á bak dágóða stund og viiti hann vand- lega fyrir sér. Hún sá hann fyrir sér nýklipptan og í góðum fötum. „Ég veit mn góðan leiklistarskóla," heyrði hún sjálfa sig segja, „en það kostar tíma og peninga." „Ég fær mér vinnu á veitingastaö. Frá því þú réttir mér spjald- ið þitt hef ég verið að velta fyrir mér lífi mínu og ég verð að gera eitthvað í því. Þess vegna kom ég til New York. Ég skal vinna eins og skepna, ég lofa þér því. Þér finnst ég sveitalegur núna en þú hefðir bara átt að sjá mig þegar ég var í Kalifomíu að tína appelsínur, taka upp kartöflur í Idaho..." Díana starði á hann. Hann hafði verið farandverkamaður. Hún varð forviða. Hún tók upp símtólið og hringdi í upptökuver Herbert Berg- hof. Díana hafði ekki tekið neina meðvitaða ákvörðun um að hjálpa Luke. Það var eitthvað við hann scm henni féll og henni fannst hún ekki geta bmgðist honum. „Allt í lagi, Luke, þú getur byijað á morgun." Hún skrifaði niður heimilisfangið. „Fullt nám í skólanum kostar nokkur hundmð dali. Ég skal lána þér þá. Þú borgar mér þegar þú get- ur. Ég á ekki von á að þú hafir komið með nein hlý föt með þér svo við skulum reyna að fá eitthvað á þig." Díana fór með Luke í búð og valdi handa honum gráar flauels- buxur, brúnar ullarbuxur, nokkrar skyrtur, dökkbláa peysu og Vikan-blaðauki 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.