Vikan


Vikan - 30.07.1987, Síða 5

Vikan - 30.07.1987, Síða 5
„Matthew Sayles." „Ó, guð!" „Ekki er ég það nú. Þú hefur verið að bíða eftir að heyra frá mér, ungfrú Sinclair. Hér er ég kominn." „Hvemig veistu hver ég er?" „Ég heyrði nafnið þitt nefnt áðan og þá mundi ég eftir því að ég hafði ekki haft samband við þig. Fyrirgefðu það, en aðstoðar- maður minn sagði mér að þú værir með hugmynd handa okkur," hélt Matthew áfram. „Hvað ertu með í huga?" Díana sagði honum það. Þegar hún þagnaði til að blása mæð- inni spurði Sayles hvort hún væri með einhvem sérstakan í huga í hlutverk Pete Winston. „Við finnum áreiðaniega einhvem, það er að segja ef þér líkar þessi grunnhugmynd." „Jú, mér líst vel á hana, en ég var að hugsa um kvenhlutverk. Hvemig væri Gemma Lopez?" „Gemma Lopez væri ágæt með Pete Winston. Hún er dökk yfirlitum og ákveðin, við höfum hann þá ljósan og dálítið hlé- drægan. Hann höfðar til margra. Ungir karlmenn finna til samkenndar með honum, ungar konur falla fyrir honum, fyrir krökkum er hann fyrirmyndarfaðirinn... Við getum kannski rætt þetta frekar yfir kvöldverði," lagði Díana til. Svipurinn á Matthew Sayles herptist og hann eins og höifaði undan. „Einhvem tíma seinna. Ég - ég þarf að fara heim. Þú sendir mér ef til vill skriflegt tilboð á mánudaginn." „Það skal ekki bregðast." Hann kinkaði kolli og fór í skyndi. Á mánudaginn fór Díana með tilboðið. Hún átti von á að þurfa að bíða í viku eða meira eftir svari og var þvi hissa þegar henni barst hádegisverðaiboð tveimur dögum síðar. Matthew drakk niður í hálít Martíníglasið áður en hann sagði: „Pete Winston lítur vel út á pappímum. Mér líst mjög vel á þetta." Hann sagði henni jafnframt að Gemma Lopez hefði áhuga og gæti fengið sig lausa. „Hvemig litist þér á að fá Chris Forman til að leika Pete?" spurði Matthew. „Hann gæti komið til greina, en heldurðu ekki að einhver minna þekktur, ljóshærður, væri betri með Gemmu?" Matthew varð hugsi á svipinn. Það var ljóst að hann var til í að ræða málið. Díana fann til samviskubits yfir að vera að blekkja hann. Þetta var ekki langur hádegisverður. Hann hafði mikið að gera og Díana móðgaðist ekkeit. Hún þakkaði honum fyrir og fór því næst beint á skrifstofuna að ræða málið við Mollý. „Fínt hjá þér, stelpa. En nú finnst mér að þú ættir að segja honum ffá Luke. Ef hann kemst að því að þú hefur verið að plata hann..." „Ég tek þá áhættu," sagði Díana ákveðin. „Þú um það, þetta er hugarfóstur þitt. Heldurðu að þessi Say- les sé annars nokkuð að spá i þig á annan hátt?" Díana skellti upp úr. „Nei, þetta em klára viðskipti af beggja hálfu." Matthew virtist mikið í mun að koma þessu verkefni af stað því allt gerðist með ótrúlegum hraða. Díana gat ekki lengur frestað aðgerðum. Hún bauð Matthew til sín á skrifstofuna til þess að ræða karlhlutverkið. Hún andaði djúpt. „Ertu til í að líta með mér á myndbandsbút?" „Má ég geta mér þess til að þú sért með einhvem sérstakan í huga til að leika Pete Winston?" Hann virtist hálffúll en Díana var sallaróleg og stakk spólunni í tækið. Hún horfði í hundraðasta skiptið á Luke í garðinum. „Súkkulaði," sagði Matthew reiðilega. „Hvað hefur þessi leikið áður í sjónvarpi?" Reiðitónninn í rödd hans var eins og köld vatnsgusa framan í Díönu. „Ekkert enn sem komið er," viðurkenndi hún. Hún ákvað að segja honum upp alla söguna og einnig að Luke byggi hjá henni. „Mig langar til að þú hittir hann. Það hrífast allir af honum." „Og þú líka?" Díana horfði beint framan í hann. „Aðeins sem áhorfandi. Ég segi alveg eins og er." „Allt í lagi. Ég skal sýna Gemmu bandið. Ef henni líst vel á það skal ég hitta þennan strák. En ég þarf að taka tillit til staifs- nefndarinnar. Hvað ef enginn styður þennan Luke þinn? „Þá em þættimir úr sögunni." Matthew starði á hana. „Ef ég hefði vitað það..." sagði hann reiðilega. „Þá hefðir þú ekki tekið þetta í mál, ég vissi það. Mér þykir leitt að ég var ekki fyllilega hreinskilin við þig. Þetta er harður bransi og maður verður að vega og meta algjöran heiðarleika og hættuna á að allt fari út um þúfur." Hann urraði. „Ég sé að algjör heiðarleiki er ekki neitt sem þú hefur áhyggjur af." „Þetta er ef til vill alveg rétt hjá þér, hr. Sayles. En sérðu ekki Luke fyrir þér í hlutverki Pete Winston?" Matthew beit saman tönnunum. „Það kann að vera, en þá aðeins vegna þess að ég hef aldrei vanmetið veikleika kvenna fyrir myndarlegum mönnum." Díönu fannst kenna biturleika í röddinni en hún spurði ekki hvers vegna. „Ætlar þú að hitta Luke?" spurði hún varfæmislega. „Ef Gemma fellst á það geri ég það." Díana íylgdi honum til dyra. „Ég vona að við verðum vinir hvað sem kann að ganga á." Hann umlaði eitthvað og það kom á hann hik. Díana rétti honum myndbandið. Loks brosti hann háðslega. „Ég skil hvem- ig þú hefur náð þangað sem þú ert komin." Díana hlassaði sér við skrifborðið og hringdi í upptökuverið. „Mollý, ég held að ég sé búin að koma þessu í kring!" í lok erfiðrar viku settist Matthew Sayles inn í aftursætið á glæsi- vagninum sínum og reyndi að einbeita sér að pappírsstaflanum fyrir framan sig. í hjaita sínu var hann ekki sannfærður um að skynsamlegt væri að gera þessa þætti og það var að hluta til af persónulegum ástæðum. Hann hallaði sér aftur og hugsaði um Díönu Sinclair. Hann hafði verið óviðbúinn því hve hún var aðlaðandi. Honum fannst hugmyndin líka góð, ekki vegna þess að hún væri nýstárleg heldur vegna þess að hann var sjálfur einstæður faðir. Málið var enn mjög sársaukafullt, bæði fyrir hann og dóttur hans. Það var ein ástæða þess að einungis örfáir ættingjar og nánir vinir vissu að Andrea, sem var átta ára, bjó hjá honum í Sag Haibor. Hún þarfnaðist eins foreldris sem hún gat trúað á og treyst og hann var allt sem hún átti. Hún var einnig allt sem hann átti. Lengi eftir að kona Matthews yfngaf hann hafði hann verið eins og lifandi lík. Áhugi hans á konum vaknaði smám saman Vikan-blaðauki 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.