Vikan


Vikan - 30.07.1987, Síða 11

Vikan - 30.07.1987, Síða 11
„Fínt." Hann var svo upptekinn af blöðunum að hann virt- ist varla heyra til hennar. Hugarástand Díönu bitnaði sömuleiðis á vinnunni í upptöku- verinu. Hún varð uppstökk og skapvond af svefnleysi. Luke hjálpaði lítið upp á sakimar. Díana fór yfirleitt alltaf á undan honum út. Hann var venjulega sofandi eða þá að skjögra hálfvankaður inn í sturtuna. Lokaæfingin fyrir síðasta þáttinn i röðinni var sérlega slæm. Luke var sígeispandi, gleymdi lykilorðunum og klúðraði mll- unni. Díönu varð litið á Matthew. Hann sat til hhðar, horfði hljóður á og skrifaði eitthvað hjá sér. Þurfti hann endilega að koma í dag? Luke var eitthvað ósáttur við handritið. Matthew kom ask- vaðandi og benti á að þetta væri tæplega rétti tíminn til að gera breytingar á söguþræðinum. Luke sneri sér allt í einu að honum. „Hver bauð þér eiginlega hingað? Hvað þarf ég að taka við skipunum frá mörgum?" Hann snerist á hæli og gekk í burtu. Díana var eins og aumingi. Hún hljóp á eftir honum og fékk hann til að ljúka æfmgunni. Síðan hellti hún sér yfir Matthew. „Ég ætla að biðja þig að koma ekki hingað óboð- inn og skipta þér af. . ." Af svipnum á Matthew mátti ráða að hann skildi nákvæm- lega hvers vegna hún var svona kvikindisleg. Hún var að reyna að halda í elskhugann. Rólyndi hans gerði Díönu enn reiðari og hún gekk burt í ofboði. Allt virtist vera að hrynja í kringum hana. Hún hafði hlakkað til þess að ljúka starfi vetrarins en nú var hún kvíð- in. Luke gæti gert það sem hann vildi. Hvaða tangarhald gæti hún haft á honum í sumar? Nikkí var í góðu skapi þegar hún fór heim. Margt af því sem gerðist var henni að kenna. Hún hafði kynt undir óánægju Lukes. En nú var hún tilbúin í annað og meira. Hún hafði haft hugmynd út úr Gwen og sú hugmynd átti eftir að breyta öllu. Á mánudagskvöld hringdi Díana til Hollywood og talaði við alla sem hún þekkti þar. Luke var að hennar áliti ekki tilbúinn til að fara að leika í kvikmynd en hann hafði haft orð á þvi og hún gerði allt sem hún gat til að gera hann ánægð- an. Um kvöldið færði hún honum þær fréttir að henni hefði verið boðið til Hollywood og spurði hvort hann vildi koma með. „Við gætum komið á dýrmætum samböndum. Síðan, þegar tími er kominn til..." Díana talaði til að sannfæra sjálfa sig, ekki síður en hann. En daginn sem þau áttu að leggja af stað kom Díana að Luke fyrir framan sjónvarpið. „Ertu ekki tilbúinn? Rillinn kemur að sækja okkur eftir tæp- an hálftíma. . ." „Sestu niður, vinan. Ég þarf að segja þér dálítið." Hann virtist í góðu skapi. „Ég hef verið að velta þessu fyrir mér með Hollywood. Ég er ekki viss um að það sé rétt af mér að fara að leika í kvikmyndum núna. Ég er ekki orðinn leiður á sjónvarpinu heldur á að leika staðlað hlutverk. Ég er orðinn frægur, ég ætti að geta leikið sjálfan mig. Ég vil fá eigin þátt." Díana starði á hann. Eigin þátt! Hún elskaði hann, en það vom takmörk fyrir öllu. „Luke, hver kom þessari grillu inn hjá þér? Sá veit í það minnsta ekkert um hvemig málin ganga fyrir sig." „Þú þykist vita allt, er það ekki?" Reiði Díönu breyttist í ótta. „Við skulum ekki fara að ríf- ast, elskan. Ég lofa því að ég skal athuga máhð en við verðum að ná vélinni." „Farðu þá. Á meðan get ég athugað minn gang sjálfur." Viðvörunarbjöllur hringdu í höfðinu á Díönu. Svona var Luke ekki vanur að tala. Þessu hafði einhver annar komið inn hjá honum. Hún skellti aftur töskunni sinni. Jæja, hann vildi ekki koma til Hollywood vegna þess að hann var kominn með nýja dillu. En hann mundi brátt komast að raun um að hún var óframkvæmanleg. Luke sat á litlu, frönsku veitingahúsi og naut þess að þurfa ekki sí og æ að gera Díönu grein fyrir ferðum sínum. „Ó, Luke, ég er svo fegin að þú gast komið. Ég óttaðist að þú hefðir farið til Kalifomíu." Nikkí hlammaði sér í stólinn og brosti til hans. „Hvað sagði Díana þegar þú sagðir henni frá nýja þættinum?" Það kom hik á Luke. „Nú, ekki margt." „Ég hélt hún yrði yfir sig hrifin. Þetta verður þáttur um það sem Pete er bestur í, að gefa krökkum og fullorðnum góð ráð." Nikkí skýrði þetta nánar á meðan þau mötuðust. „Ef Díönu líst ekki á Luke Merriman þáttinn, hvað þá?" Nafnið var eins og tónlist í eyrum Lukes. Hann leit óömgg- ur á Nikkí. „Ég veit það ekki. Hvað dettur þér í hug?" „Ja, Díana er nú ekki eini höfundurinn og framleiðandinn í borginni." Nikkí bunaði út úr sér nöfnum keppinauta á öðmm stöðvum. Hún benti á að Luke þyrfti ekki endilega að halda tryggð við Sayles og stöð hans." „Þetta er allt svo flókið," sagði hún. „Þegar Matthew ákvað að kaupa sýningarréttinn á Pete Winston gerði hann það bara fyrir Díönu." Luke gretti sig. „Af hveiju hefði hami átt að gera það?" íbyggið brosið á Nikkí fékk á hann. „Þú hlýtur að vita allt um Matthew og Díönu." Luke var heltekinn ofsareiði og gat ekki svarað. „Ó, fyrirgefðu, ég hélt hún hefði sagt þér frá því. Hún sagði Matthew upp um leið og þú fluttir inn..." Díana gekk út úr lyftunni og að dyrunum hjá sér, máttvana af tilhlökkun. Luke var inni í svefnherbergi að leita að ein- hveiju niðri í skúffu. Hún hljóp til hans og varpaði sér í fangið á honum. „Ég er svo fegin að vera komin heim," sagði hún milli kossanna. Þá varð henni ljóst að hann svaraði ekki kossum hennar. Hún hörfaði. „Hvað er að?" Honum leið greinilega illa. „Ég bjóst ekki við þér strax." Díana tók þá fyrst eftir tveimur ferðatöskum sem stóðu við rúmið. „Ég ætlaði að skilja eftir miða til þín." „Miða um hvað?" Hann sneri sér að henni og horfði á hana með augum ókunn- ugs manns.,,Ég get ekki afborið þetta samband okkarlengur.'' Díana stóð grafkyrr. í herberginu ríkti dauðaþögn eins og í skelfilegri martröð. „Þetta samband okkar - er það allt og sumt sem þú kallar það?" „Þú ætlar að gera þetta erfiðara en það þarf að vera." Við- mót hans var ískalt. „Við rifumst, það var allt og sumt. Þú vildir byija með eig- in þátt og ég taldi það ekki tímabært. En ég er komin á þína Vikan-blaðauki 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.