Vikan


Vikan - 30.07.1987, Síða 14

Vikan - 30.07.1987, Síða 14
Luke lokaði augunum og það fór um hann skjálfti. „Það var rétt af þér. Fáðu númerið hjá henni." Sara í New York. Hann hafði ekki hugsað um Söm í mörg ár. Nú, þegar eitthvað var orðið úr Luke, vildi hún vitanlega fá peninga. Það var best að ljúka þessu af. Þegar þau gengu þijú saman inn var eins og hann stæði skyndilega andspænis sínu fyrra lífi. „Sæl, Sara," tautaði hann vandræðalega og klappaði henni á axlimar. „Hæ, Lucas. Þetta er Daisy, hún hefur stækkað, og hér er Joey. Heilsið pabba ykkar." Bömin gláptu á Luke. Luke gat heillað hvaða bam sem var á götunni en hann fann ekkert til að segja við sín eigin böm. Hann vildi losna við þau eins fljótt og hægt var en Sara var ekkert á því. Hún þusaði um heimilið, ástandið í landbúnaðin- um... Sara hafði verið laglegasta stúlkan í dalnum. Nú var hún homð og slyttisleg. Andlitið var sett djúpum hmkkum. Hún líktist móður sinni en hún gat varla verið eldri en tuttugu og fimm ára. „Þú hefur gert það gott, Luke. Var það ekki þetta sem þú vildir þegar þú stökkst frá okkur? Það hefði verið gaman fyrir krakkana að fá að sjá pabba sinn öðm hveiju." í hvert sinn sent Luke heyrði orðið „pabbi" fór um hann. „Það er ekki hægt." Hann talaði um glæpina í New York, kalda vetuma, rök sumrin. Dyravörðurinn tilkynnti að Nikkí væri á leiðinni upp. Luke vísaði gestunum inn í leikjaherbergið. Þegar Nikkí kom út úr lyftunni beið Luke við dymar og brosti. „Ég þarf að hringja eitt langlínusímtal og kem rétt strax." Hann fylgdi henni inn í svefnherbergi og lokaði dymnum á eftir henni. Síðan ílýtti hann sér inn í leikjaherbergið. Luke tíndi í ofboði saman allt það reiðufé sem hann hafði. Því næst skrifaði hann ávísun. „Héma, láttu þetta hverfa. Og flýttu þér strax burtu frá New York, til Salem. Opnaðu bankareikning með þessum pening- um." Luke ýtti þeim út. Hann rétti dyraverðinum.síðasta tíu dala seðilinn sinn og bað hann að ná í leigubíl fyrir þau. Þegar Luke kom aftur út úr lyftunni var hann blautur af svita. Nikkí velti fyrir sér hvcrs vegna Luke hefði lokað hana inni í herbergi. Var hann í rauninni að tala í landsímann eða var það Díana? Hún læddist að dymnum og kom auga á konu og tvö böm í leikjaherberginu. Nikkí þóttist viss um að þetta einkennilega fólk væm fátækir ættingjar Lukcs sem hann vildi losna við sem snarast. Hún áfelldist hann ekki fyrir það, en af hveiju skrökvaði hann að henni? Það hafði ekkert heyrst frá Luke en Díana var of spennt vegna nýrra þátta, sem vom í bígerð, til að láta ástarsorgina ná aftur tökum á sér. Díana ræddi hugmyndina við Matthew. Henni fannst sem hún hefði endurheimt sjálfa sig og var aftur sannfærð um eigin getu. Matthew var nógu ánægður með hugmyndina til að biöja um söguþráð og í ágústbyijun vom Snillingar götunnar komn- ir í framleiðslu. Díana hafði dvalið um helgar í húsinu sínu við sjóinn. Sorg- in var nú aðeins eins og þreytandi seyðingur. Hún var of önnum kafin til að láta sér líða illa. Kvöld eitt hringdi Matthew í hana. „Getur þú komist í kvöldmat með mér?" Díana hikaði aðeins en játti því síðan. Matthew hafði aldrei verið jafnafslappaður og skemmtileg- ur. Hún brosti til hans. „Þakka þér fyrir að bjóða mér. Ég hef ekki farið mikið út í sumar." „Ég hélt það. En þú mátt ekki grafa fallega höfuðið alveg á kaf í vinnu." Díana tók kipp. „Mér læmr best að skrifa. Það er erfitt, en maður veit í það minnsta á hveiju er von - engin óvænt áföll. Eina leiðin fyrir mig til þess að fá fólk til að segja það sem ég vil er að semja það sjálf." „Sá rétti hlýtur að segja réttu hlutina." í sama mund kom stúlka að borðinu hjá þeim og spurði hvemig þeim líkaði maturinn. „Gæti þetta verið sú rétta?" spurði Díana stríðnislega þegar stúlkan var farin. „Nei." Hann setti hönd undir höku og horfði á hana. „Eng- in nema Díana." Hún leit varfæmislega á hann. „Ætmm við ekki heldur að tala um þættina." „Jú, jú. Ég get afgreitt þá með nokkmm orðum. Ég er mjög hrifinn af þeim. Og ég er mjög hrifinn af þér." „Ekki segja svona," sagði Díana hreyfingarlaus. „Ég segi það víst. Ég elska þig, Díana. Ég hef verið að skrifa hlutverkin í huganum. Þú segir: Það er of skammt um liðið. Ég hef ekki enn jafnað mig eftir áfallið með Luke. Þetta yrði svo erfitt af því að við vinnum saman. Dóttir þín er svo oíboðslega afbrýðisöm og svo framvegis. Eða, svo við snúum okkm að rómantísku hliðinni, þá segir þú: Ég skal vera með þér í nótt, Matthew, en það er ekki ást. Þá svara ég: Löngun- in verður að duga - og svo við notum gamla tuggu, þá á ég næga ást fyrir okkur bæði." „Ó, hætm nú, Matthew." Díana fór að hlæja en í rauninni var hún gráti nær. Hún fann að hann snerti hendm hennar. „Fyrirgefðu mér. Þú ert sennilega ekki tilbúin, verður ef til vill aldrei tilbúin handa mér. En ég varð að tala út. Ein ástæð- an fyrir því að ég get talað út er að ég hef lært að elska þig í blíðu og stríðu og get fallist á að við verðum bara vinir ef þú vilt ekki meira. Á ég nokkra von?" „Ég veit það ekki," hvíslaði hún. „Þú heldur að Luke komi aftm til þín. Ég get tekið þá áhættu." Díönu leið ömurlega. „Ég veit ekkert hvað ég á að segja." Þau þögðu á heimleiðinni. Matthew kyssti Díönu létt á kinnina. „Fyrirgefðu ef ég hef gert málið erfíðara fyrir þig, en ég er feginn að ég sagði þér eins og er." Hún skalf þegar hún kom upp í rúm. Hún vaknaði eftir klukkutímasvefn og var þá brennheit. í fyrsta sinn í langan tíma var hún ekki að hugsa um Luke. Hún var að hugsa um Matthew. Hún klæddi sig og greip bíllyklana. Matthew þekkti hana ekki vel. Ef þau væm saman um nóttina breyttist ef til vill allt. Það var ekki skynsamlegt að fara heim til hans nú. Skömmu síðar var hún á leiðinni til hans. Tilfinningahitinn lækkaði ekkert á leiðinni en henni tókst að komast á leiðar- enda án þess að taka ranga beygju. Matthew kom til dyra og hún varpaði sér í fangið á honum. Nikkí hafði búist við að líf hennar yrði dásamlegt þegar hún færi að skrifa og stjóma þáttum Lukes en þannig var það ekki alveg. Þátturinn hafði verið fmmsýndm i byijun október og fengið slaka dóma en góöan hóp áhorfenda. Hjá keppinaut- 14 Vikan-blaðauki

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.