Vikan


Vikan - 30.07.1987, Page 15

Vikan - 30.07.1987, Page 15
unum var verið að endursýna Pete Winston á sama tíma. í lok október sýndu kannanir að áhorfendur að Pete Winston voni orðnir mun fleiri en að þáttum Lukes. Luke kenndi henni tun að formið væri ekki rétt. „Ég þarf enga sérfræð- inga. Látum fólkið í salnum spyija mig beint og ég svara á staðnum." Nikkí fannst hún ekki eiga margra kosta völ. Ef til vill var þetta rétt hjá Luke. Þegar kom að því að taka upp þáttinn með nýja sniðinu fór allt úrskeiðis sem hugsast gat. Fólkið í salnum spurði leiðin- legra spuminga og svörin frá Luke vom svo heimskuleg að það var hlægilegt. Nikkí varð illt í maganum. Það var komið að endalokunum. Á eftir rifust þau Luke heiftarlega. Luke fannst hann hafa staðið sig með ágætum. Hún hætti að rífast í honum, það þýddi ekkert. Hún hafði ofmetið hann. Það var til einskis að æðrast yfir orðnum hlut. Nikkí sá aðeins eina leið út úr ógöngunum og hugðist fara hana. Luke æddi fram og aftur um stofuna hjá sér í manndráps- skapi. Það var allt að fara í vaskinn. Það var ekkert gagn að Nikkí. Hún hafði lofað honum gulli og grænum skógum en hafði ekki getað staðið við neitt. Fjandinn sjálfur, hann ætlaði að skoða myndbandið aftur. Hvar var það? Nikkí hafði tekið það, hún hafði ekkert leyfi til þess. Hann greip frakkann sinn og fór heim til hennar. Hann hikaði andartak við dymar en tók síðan upp lykilinn sinn. Þegar hann kom inn á ganginn sá hann tvö höfuð á jap- anska sófanum í stofunni. Hann kveikti ljósið. „Guð minn góður," hrópaði Nikkí. „Þú hefur ekkert leyfi til að bijótast hér inn." Luke starði fram hjá henni og á Gwen Van Ryck sem leit á hann hálfglottandi. Hann varð þreifandi vondur. „Bölvuð lesban þín!" æpti hann og skellti á eftir sér hurðinni. Klukkan níu um morguninn var hann kominn í upptöku- verið. Hann var með myndband með þættinum í hendinni og fór með það á skrifstofu Olivers Feranti, yfirmanns stöðvar- innar. Hann var kallaður inn til Ferantis síðar um daginn og Luke vissi að hann átti ekki von á góðu. Feranti hafði ekki mörg orð um málið. „Þetta er svo ótrú- lega lélegt að hvaða fífl sem er gæti svarað betur. Sjónvarpið skapar stjömumar en ekki öfugt! Komdu þér nú út og taktu þetta drasl með þér!" Snemma í nóvember frétti Díana að Nikkí og Luke væm hætt að vera saman og Nikkí væri flutt inn til Gwen Van Ryck. Henni varð um fréttimar en var þó ekki undrandi. Hvað ætlaði hún að gera ef Luke vildi koma aftur til hennar? „Góða, vertu ekki að vorkenna þessum manni," sagði Matt- hew reiðilega. „Ég get ekki gert að því hvemig mér liður. Ég vorkenni honum. Það er ef til vill að hluta vegna þess að ég get ekki viðurkennt að mér hafi skjátlast svona hrapallega." Aumingja Luke. Einn daginn var hann á allra vömm og í öllum blöðum. Þann næsta gat hann allt eins verið dauður. Þessi aumingi - að vera að sýna Feranti myndbandið án þess að tala við hana. Til þess að hefna sín, auðvitað, hugsaði Nikkí, vegna þess að það hafði stært karlmannlegt stolt hans að koma að henni með Gwen. Nú var hún atvinnulaus vegna þessa. Hún ætlaði að ná sér niðri á honum með því að breiða út ljótar sögur um hann. Hún mundi allt í einu eftir konunni sem hún hafði séð heima hjá honum. Nikkí hafði fundið heim- ihsfangið hennar á miða heima hjá Luke og skrifað það hjá sér ef hún kynni að þurfa að notfæra sér það. Díana og Matthew dvöldu á Barbados yfir jólin og Díana naut þess að eiga fri frá vinnu og áhyggjum í tvær heilar vik- ur. Það var enginn á ströndinni og sjórinn var unaðslegur, litbrigðin ljósgræn og sæblá og hann var svo hlýr að þau gátu skellt sér beint út í. „Ég elska þig, hafmeyjan mín," sagði Matthew og togaði hana til sín í vatninu. „Ég elska þig líka," sagði Díana. Óboðin mynd af Luke sveimaði fyrir hugskotssjónum hennar. Þannig var það oft. Ef til vill var það af sektarkennd. Luke hafði verið fyrsta ást- in hennar og hún hafði lofað að elska hann að eilífu. Nú elskaði hún Matthew. Mannshjartað var brigðult. Vandinn var sá að henni fannst enn að þau Luke tilheyrðu hvoit öðm. Matthew leit í augu hennar og sagði: „Ég elska þig tíu sinn- um meira en þegar við komum hingað. Þetta er brúðkaups- ferðin okkar. Við skulum gifta okkur þegar við komum til New York." Díana leit undan. „Er það Luke ennþá? Ég get ekki haldið svona áfram, það er ekki sanngjamt gagnvart okkur sjálfum eða Andý. Hvað þarftu að vita meira um þennan mann til að gleyma honum í eitt skipti fyrir öll?" Díana sá að Matthew var sá rétti fyrir hana að öllu leyti en Luke var henni eins og áfengi er drykkjusjúkum. Ef hún gæti aðeins losnað undan fíkninni. „Gleðilegt ár og velkomin heim," sagði Mollý og fagnaði Díönu innilega. „Ég býst við að það hafi verið gaman." „Frábært," svaraði Díana. „Hvað er að frétta?" „Ég veit ekki hvað þér fmnst um það. Ég er í það minnsta fegin að þeir em hættir að endursýna Pete Winston. En mér finnst fyrir mestu að það skuli enn vera eitthvert réttlæti í þessum heimi. Það er allt á borðinu þínu, vinan." Mollý hafði merkt möppuna Luke Merriman og úrklippan efst bar fyrirsögnina Sjónvarpspabbinn brást illa. Með dúndr- andi hjartslátt las Díana um að Luke Merriman ætti eiginkonu og tvö böm. Blaðagreinar alls staðar af landinu sögðu frá farandverkafólkinu Luke og Söm, hvemig hann hafði stungið fjölskyldu sína af fyrir íjórum ámm og að Sara hefði komið til New York að finna hann. Síðan þá hafði hún fengið mánað- arlegar greiðslur frá lögfræðingi Lukes. Luke hringdi aldrei eða skrifaði bömum sínum og mundi aldrei eftir afmæhs- dögum þeina. Luke hafði ekkert viljað um málið segja og hafði horfið með öllu. Talið var að hann hefði flúið til Evrópu. Sjón- varpsstöðin hafði engar áætlanir uppi um að gera nýjan þátt með Merriman. Hann átti ekki að sjást á skjánum fyrr en málið hefði verið þaggað niður. Díana fann til viðbjóðs að hafa látið blekkjast svo illa. Hún þráði að vera hjá Matthew. Hún ætlaði að segja honum að hún væri algerlega búin að þunka Luke út úr huga sér. En Matthew var á leiðinni til Los Angeles. Hún sendi honum skeyti: Já við öllu. Ástarkveðja, D. Matthew hringdi í hana, spenntur eins og krakki. Hann gat ekki beðið eftir að koma til hennar næsta fimmtudag. Vikan-blaðauki 1 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.