Alþýðublaðið - 03.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.03.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞ'YIÐUBLAÐIÐ Rauðir þræðir. Ettir Ágúst Jóhannesson. VII. Bezta leiðiu. »Leíð þig sjálfa! Fólk þitt verður fríðast frjálst með sig og þennan erfða- blett. Trúðu’ ei, barn, sá bróðir muni’ ei níðast bróður á, sem togar laginn rétt<. Stepb. G. Stephansson. »Sjá vögguna. Hún er kœna með drifhvita dúka; þar dreymir barnið til elli um fjallið og miðinc. Einar Benediktsson. „Sínum auguni lítur hver á silfriö“, segir máltækið, og mikið er hæít í því, og þó litur fjöld- inn í raun og sannleika líkum augum á málm og mynt, en margur dylur hug sinn í hags- munaskyni af ótta við uppgerð- arálit þeirra, er þjóðar- og heims- auðinum ráða. Allir eru fæddir jafnfátækir, jafnrikir. Allir komum við berir; ailir förum við berir. Auðæfi jarðarinnar notuðum við til að skýla með nekt okkar; þess vegna eigum |við líka ailir sem einn jafnt tilkall til jarðneskra gæða, en í bróðerni gat það ómögulega gengið; menn þurftu að fara í hár saman út af því, hvernig þeir ættu að skýla nekt sinni, hvernig þeir ættu að seðja hungur sitt, og þessum ófögn- uði er haldið áfram með vax- andi menning svo kallaðri. Þessu viljum við jafnaðarmenn breyta. Við álítum, að svo þurfi ekki að gangá. Við álítum, að við mennirnir séum bræður og systur; þess vegna beri oss að lifa ssman í bróðerni með vak- andi auga hver tyrir annars hag. Við minkum ekki vitund við það; frekar vöxum við þá. Þess vegna viljum við þjóðnýta alian atvinnurekstur, á hvaða sviði sem er, og koma á alræði al- þýðunnar, fá henni í hendur þann rétt, sem hán hefir alt af átt, en með ofbeldi var tekinn at henni. Bezta leiðin tii þess að koma nýbýlamálinu í viðunanlegt horf er þvl, að landið 'sé fign alþjóð, r, þ. e. rlkisius, en ekki einstakra manna innan vébanda þjóðfé- lagsins; með því er girt íyrir öll olnbogaskotin og alt braskið, sem á drýgstan þátt í því að kippa algerlega fótum uudan landbúnaðinum íslenzka. Menn verða skiljanlega að gera sér ljóst, að til þess, að þjóðþrifa- mál geti komið að íullum notum, þarf vit og húgsun að bakhjalli, Nú kemur að því, sem er þungamiðjan í þessu stóra máli, og það er, hvernig ég vilji að því sé hrundið í framkvæmd. Ég hefi þegar sagt, að ég vildi láta framkvæma það með þjóð- nýtingu; réyndar býst ég við, að núverandi þing og stjórn verði aldrei eða seint til þess sporviljug; þeim herrum mun annað betur gefið og skolla- leikur hæ'ari. Setjum svo, að landið væri alþjóðareign eða meiri hluti þess og þing og stjórn legði alla krafta fram til þess, að almenn- ingur gæti hagnýtt sér landið sem bVzt og aukið með því vel- megun allra þegnanna bæði á fjárhagssviðinu og ekki síður á hinu andlega og siðferðilega á grundvelli samstarfs og sameign- ar. Fyrirkom'ulagi nú ríkjandi sveitabúskapar yrði að gerbreyta að sjálfsögðu, og það skal játað, að mikið yrði umrótið. Fyrst og fremst yrði að skifta öllum stærri jörðum Iandsins í smærri jarðir eftir stærð og gæðum og mann- ♦jölda þeim, er hve ju býli væri- með góðu móti ætlað að bera- Ef nú jarðirnar bæru ekki mann fjölda þann, sem í sveitum vildi búa, yrði vitanlega að taka ó- ræktað land til ræktunar, sem DÓsr er fyrir hendi. Fyrsta ráð þróttmikils þings og stjórnar myndi verða það að tryggja þjóðinni stórlán með hagkvæmum kjörum til starlsins í byrjun; þá gæti verið álitamál, hvort það þyrhi stórt eða nokk- urt lán, en látum svo vera. Ann- að ráðið yrði það að bjóða ung- um og efnilegum mönnum að flytja til sveitanna og byrja þar búskap á bæði sinni og annara eign. Hið þriðja, að ríkið léti byggja yfir þá, sem þess þyrftu með, bæði á óræktuðu sem rækt- uðu landi eftir því, sem skifting á landi færi Iram, og legði þeim til búpening, er byrjuðu með tvær hendur tómar, sem sjálfsagt yrði margur, því að áður var ekki beinlínis vel í pottinn búið. Nú geri ég ráð fyrir því, að þeir, sem fengju hið ræktaða land til ábúðar, yrðu fyrr skattskyldir en þeir, sem tækju til notkunar laud óræktað; þess vegna bæri þeim, sem hið óíæktaða, land tækju, að fríast við skatt eða leigu af jörð þeirri, er þeir væru að rækta, vissan áraljölda, sam miðað væri eftir ómagafjölda bú- anda, öllum staðháttum og land- kostum og síðast, en ekki sízt, eftir því, hvar býlið eða jörðin væri á landinu, því að tíðarfar er tals- vert. breytilégt hér á landi, þó lítið sé; það þykki ég af eigin r y slu, hefi bæði verið norðan lands og sunnan. Einnig yrði að Smásöl uverö á 16 b a k i íná ekki fara frain úr; Mellemskraa (Augustinus, b. b., Kriiger eða Obel).kr. 22.00 kílnið Bmalskraa (frá sömu firmum) — 25.30 — Rjól (B. B. eða Obel) .... — 10.20 bitinn Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, ssm nemur flutnings- kostnaði fi á Reykjavik til sölustaðar, er nemi hæst 2 %. Landsverzlun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.