Vikan - 26.01.1939, Síða 5
Nr. 4, 1939
VIKAN
5
Liðnir leikarar.
Þessi grein er upphaf í greinaflokki, sem Lárus Sigurbjörnsson, rit-
höfundur mun skrifa fyrir Vikuna um leiklistarstarfsemi nokk-
urra íslenzkra leikara, sem fallnir eru í valinn. — Greina-
flokkurinn hefst á almennri greinargerð á íslenzkri
leiklist, en í næsta blaði segir frá einstökum leikurum.
, Cp(Ltfí>nu.Ky
/>y -in Cs * U7 t/
. Jmtóar^U^)
hJ/2új\ ..
JGvJfar
—s . fcttsiZÍ. «.
duör/ _ . .
3ö12j 7óo hÁ: J/ y/^/fTZðJ1
rr S~f> • ")
mfiur
P átt segir af liðnum leikurum. Gamlar
* leikendaskrár geyma nöfn þeirra í
tengslum við hin og þessi hlutverk og
gömul blöð segja frá þeirri kveldstund, er
þeir stóðu á leiksviðinu, skapandi persón-
ur úr þessum hlutverkum.
Fátt er jafn ólífrænt og gamlar leik-
endaskrár og gömul blöð. Dettur nokkr-
um heilbrigðum manni í
önnum dagsins í hug að
slá upp í leikendaskrám
frá því um síðustu alda-
mót og athuga hver hafi
leikið Mortensen hesta-
kaupmann, eða hvaða
máli skiptir það hátt-
virtan blaðlesanda, sem
fylgist með stríðinu á
Spáni og aflafréttum úr
verstöðvunum, hvað
blöðin sögðu um leikar-
ann, sem lék Mortensen
hestakaupmann ? Nei,
leikurinn er liðinn, og
nú er nýr leikur á leik-
sviðinu og nýir leikarar
í stað liðinna leikara.
Og svo kemur það
fyrir, að nýjir leikarar
taka upp gamla leiki. Þá
er farið í gamlar leik-
endaskrár og gömul
blöð — af forvitni í og
með. Þá er spurt: Lék
leikarinn hlutverkið jafn
vel og sá, sem lék það
áður, var skilningur
hans hinn sami á hlut-
verkinu og hins liðna
leikara?
Samanburðurinn kem-
ur til greina og verk-
efni liggur fyrir, að rekja áhrif lið-
inna stunda á líðandi kveldstund í leik-
húsinu. Það er að að segja sögu, söguna
af horfnum leikurum á því hverfula augna-
bliki, er þeir skópu persónur úr hlutverk-
unum, sem standa framan við nöfnin
þeirra í gömlum leikendaskrám.
Afrek leikarans er svo nátengt líðandi
stund, að það glepur öllum f jöldanum sýn.
Menn fara í leikhúsið til að skemmta sér
og það, sem þeir sjá er dæmt eftir skemmt-
unarinnihaldinu.
Góður leikur — afrek leikarans — loðir
í minni langflestra, af því þá var þeim
skemmt, er þeir sáu leikpersónuna. Mál-
venjan eykur þessa glapsýn. Leikur, leik-
rit, að leika — er það ekki ískyggilega ná-
tengt barnaleikjum ? Jafnvel í sölum Al-
þingis hefir það heyrzt sem röksemdar-
færsla gegn ívilnun til handa leikfélögum
Fyrsta leikendaskrá hér á landi, frá leiksýningu x Hólavallaskóla 1796,
með hendi Sig. Péturssonar sýslumanns.
landsins, að það væri ahnað þarfara að
gera með peningana en að leika sér fyrirj
þá. Málvenjan er hættuleg réttum skiln-
ingi á hinni hverfulu list leikarans. En
málvenjunni verður ekki breytt og hún á
rétt á sér, því list leikarans er í eðli sínu
skyld barnaleiknum: að látast vera. En
það er og verður sitthvað að leika og að
leika sér.
En svo er önnur hlið á afreki leikar-
ans. Leikarinn stendur ekki á leiksviðinu
einasta til þess að skemmta áhorfendun-
um. Ef leikaranum tekst ekki annað og
meira en að skemmta, þá er leikur hans
ekki góður í orðsins fyllstu merkingu.
Góður leikari skemmtir raunar alltaf, en
hann prédikar um leið. Það er hin hliðin
á afreki leikarans. Ef vér á hraðfleygri
stund sjáum limaburð, augnatillit eða
heyrum raddbrigði á leiksviðinu, sem
kasta ljósi yfir persónu, hversu auðvirði-
leg, sem hún kann að vera, svo að vér
skinjum leiftursnöggt líðandi mannveru,
— þá höfum vér séð góðan leik — afrek
leikarans. Það er ekki hætt við því, að slík
stund gleymist, því hún geymir prédikun
um mannveruna og lífið allt í kringum
oss.
Það er ákaflega stutt bilið á milli þess
skilnings á list leikarans, að hún sé til
skemmtunar einnar, og þess að afneita
leikaranum algjörlega sem listamanni.
Hann hefir ekki sömu aðstöðu og aðrir
listamenn að skilja eftir sig listaverk, sem
síðari tíma menn eiga aðgang að engu
síður en samtíðarmennirnir. Efniviðurinn,
sem hann skapar úr er fenginn að láni
frá öðrum listagreinum. Hann talar fyrir
munn skáldsins í umgerð málara eða ljósa-
meistara og honum eru ekki einasta lögð
orð í munn, heldur segir leikstjóri honum,
hvernig hann á að segja þau. Er þetta nú
sjálfstæð list? Allt og sumt sem leikarinn
mætir með á leiksviðinu og talin verður
hans fullkomna eiga er líkami hans sjálfs
og hin skapandi eðlisgáfa, sem vér köllum
leikhæfileika.. Það liggur nú nærri að segja
að leikaranum sé þetta nóg, líkami hans
jafngildi marmara myndhöggvarans, litum
málarans, en líkami leikarans er ekki ein-
asta efnið til að smíða úr hinar kynleg-
ustu verur, heldur líka í sjálfu sér verk-
færið, sem leikarinn beitir við efnið. List
leikarans er því sjálfstæð í tvöföldum
skilningi, en strangpersónuleg.
Þó hinir persónulegu eiginleikar listar-
innar séu einmitt styrkur leikarans, þá eru
þeir einnig veikleiki hans og meira áber-
andi, ef leikarinn elur manninn í fámenni.
Sömu áhorfendurnir fá leið á sama leik-
aranum í hlutverki á eftir hlutverki. Jafn-
vel líkamir beztu leikara eru ekki teygjan-
legir eins og tyggigúmmí.
I fámenninu hættir áhorfendum alltaf