Vikan


Vikan - 26.01.1939, Side 6

Vikan - 26.01.1939, Side 6
6 VIK A N Nr. 4, 1939 meira eða minna við að sjá leikarann sjálf- an undir gervinu og það er óþægileg til- finning. Það er eins og að lesa tvöfalt prentletur í illa prentaðri bók. Leikarar, Leiksvið, eins og Sig Guðmundsson málari hugs- aði sér það um miðja síðustu öld. Hugmyndir manna um leiksvið hafa mjög breytzt er tímar liðu fram, einnig hér á landi. t latínuskólunum gömlu var leikið á skólagólfinu án upphækkunar. sem gæddir eru mjög sterkum persónuleg- um líkamseinkennum, limaburði eða radd- hreim og eru að eðlisfari lítt sveigjanleg- ir, verða iðulega fyrir vonbrigðum og jafn- vel óþægindum vegna kulda áhorfenda gagnvart þeim. Þetta kannast allir við, leikarar engu síður en áhorfendur, því margur góður leikarinn hefir orðið að reyna samblástur áhorfenda gagnvart honum af hreinum og beinum leiða á per- sónu hans. Þó slíkur leiði komi upp um stundarsakir, er hann enginn mælikvarði á list leikarans og sést það iðulega bezt á því, að hafi leikaranum hugkvæmst það snjallræði að hvíla sjálfan sig og áhorf- endur sína um hríð, þá hefir honum verið vel fagnað, er hann birtist aftur á leik- sviðinu. Það má nú nærri geta, að fátt segir eftir á af listaverki jafn skammlífu og afreki leikarans, sem er horfið sjónum, þegar tjaldið fer fyrir í síðasta þætti. Meðan leik- arinn lifir og starfar á meðal vor höfum vér þó sífelt tækifæri til að endurnýja við- kynningu vora við list hans, og vér ger- um oss ákveðnar hugmyndir um hæfileika hans. En þegar leikarinn er liðinn og kyn- slóðin, sem með honum var, er horfin af sjónar- sviði tilverunnar, eru það aðeins gamlar leik- endaskrár og gömul blöð, sem geyma endur- minninguna um list hans. Hér á landi er leik- listin að sönnu ung. Hún hefir þó verið borin uppi af nokkrum leikarakyn- slóðum, ef talið er frá fyrstu tilraunum til leik- Hoiavaiiaskóii - listarstarfsemi hér á landi. í hinum fyrsta leikdómi, sem skrif- aður er hér á landi söknum vér þess, að höfundurinn nefnir ekki leikendurna með nafni — hann nefnir ekki einu sinni leik- ritið, sem þá var sýnt. Þó vér vitum að leikendumir voru skólapiltar, sem síðar lögðu fyrir sig allt annað en leiklist, sökn- um vér vitneskjunnar um leik þeirra. Vér finnum litla stoð í því, þó Sveinn Pálsson landlæknir segi um leikendurna 17. okt. 1791: „hver gerir ráð fyrir því, að hér sé að finna fullkominn smekk hjá unglingum, sem ekki vita hvað leikhús er.“ Þetta gæti eins vel verið skrifað 1939. Þó hefir Sveinn Pálsson séð leikhæfileika hjá hinum ungu leikendum. Hann segir: ,,Sá sem áhtur íslenzku þjóðina siðlausa og smekklausa eins og dýr, myndi undrast þá festu og djörfung, sem hinir annars mjög svo subordineruðu skólapiltar sýna í áður- nefndum krýningarleik og öðrum svipuð- um skólaleikjum. Maður verður því að óska, að þeir fái að æfa sig í frístundum sínum undir handleiðslu fróðs manns í sýn- ingu valinna smáleikrita, en af því myndi smekk, umgengni, lipurð í málinu, og jafn- vel hugsunarhætti fljóta ótrúlega mikið gagn.“ — Ef leikendurnir 17. okt. 1791 hefðu fengið að æfa sig og halda áfram að sýna leikrit fyrir áhorfendum, hefðum vér getað talað um íslenzka leikara á 18. öld. En eins og komið er, eru nöfn leik- endanna 1791 týnd, eins og flest nöfn þeirra skólapilta í Skálholts- og Hólaskóla, sem fyrstir sýndu sjónleiki hér á landi. Hér á landi bætist það við, að afrek leikarans er hverfult sem hjóm á vatni og ofurselt gleymskunni framar öðrum lista- verkum, að hið mesta skeytingarleysi hef- ir ríkt um allt, sem leiklist viðkemur. Sá skilningur hefir verið ríkjandi í of ríkum mæli, að leiksýningar væru einast til skemmtunar. Menningarsögulegu hlut- verki leiklistarinnar hafa leikir sem lærð- ir stungið undir stól, og er þó leikritun hér á landi eldri en skáldsagnaritun og á dýpri rætur í þjóðlífinu en flesta grun- ar. Þetta skeytingarleysi getur orðið hættulegt minningu fleiri leikara en skóla- pilta leikaranna. Á liðinni öld hafa komið fram á leiksviðinu íslenzkir menn og kon- ur, sem hafa búið að ríkum leikarahæfi- leikum, þó borgaraleg störf og skyldur í fámenninu hafi aftrað því, að þeir fengi að njóta sín. Nútíðar mönnum kemur það húsið, sem fyrst var leikið í hér í Reykjavik. ótrúlega fyrir að heyra nöfn þessa fólks tengd við leikhlutverk. Bregður ekki fleir- um en mér við að heyra, að Morten Han- sen skólastjóri bamaskólans í tíð flestra uppkominna Reykvíkinga hafi verið af- burðasnjall Holberg-leikari, og að Hinrik hans í „Pólitíska leirkerasmiðnum", í lafa- frakka, með ermar langt fram af hönd- unum og í hólkvíðum og risalöngum bux- um, sem lögðust saman eins og harmoniku- belgir um leggina, hafi verið grát-hlægi- leg persóna? Þannig mætti nefna nöfn margra leikenda, sem léku hér í bæ og víðar á landinu, áður en regluleg leikfélög mynduðust til að halda uppi sjónleikja- starfsemi. Með grúski í gömlum leikendaskrám og gömlum blöðum, hefi ég fundið sitt hvað um hðna leikara. Minning þeirra er þess verðug, að henni sé haldið á lofti, og tóm- stundastarf þeirra var of gott til þess, að það falli í gleymsku og dá. Ég ætla mér þó ekki þá dul, að segja hér leiksögu í neinu verulegu samhengi, heldur mun ég í þeim köflum, sem á eftir fara, gera að umtalsefni leiklistarstarf nokkurra hinna helztu liðinna leikara hér í bæ, sem enn mega vel vera í minni manna. Um nokkra þeirra hefir verið skrifað allýtarlega áður, en um langflesta þeirra gildir það, að nöfn þeirra sem leikara eru geymd í einum sam- an gömlum leikendaskrám og gömlum blöðum — en endurminningin um leikaf- rekið í þakklátum hugum áhorfenda þeirr- ar tíðar. L. S. Fía litla: Ertu ekki piparmey, frænka mín? Frænkan: Jú, en það er ljótt af krökk- um að spyrja svona. Fía litla: Ég veit, að það er ekki þér að kenna. María litla: Því er verið að stoppa páfa- gaukinn okkar, amma mín. Amman: Af því að öllum þótti svo vænt um hann meðan hann lifði. María litla: Þá verður þú stoppuð, þeg- ar þú deyrð, því að öllum þykir svo vænt um þig. Þá verður nú gaman að sjá ömmu! Bjössi: Hvað vilt þú vera að steyta túl- ann, þú, óhræsið þitt, sem ert föðurlaus. Lalli: Hafðu þig hægan. Ég á kannske fleiri feður en þú, bjálfinn þinn. Gesturinn (á glugganum): Hér sé guð! Vinnukonan (inni): Það er ómögulegt. Hér er allt fullt af nætu* *gestum. * Faðirinn: Hvernig gekk þér í sögupróf- inu? Sonurinn: Ég stóð mig vel í Grikkja- stríðunum, í Rómverjastríðunum fékk ég fyrsta áfallið, en í Þrjátíuárastríðinu féll ég. * Móðirin: Þú mátt ekki, Maggi minn, minnast neitt á nefið á manninum, sem kemur þarna og ætlar að heilsa mér. Maggi segir (þegar maðurinn, sem er neflaus, var kominn inn): Ég sé ekkert nef á manninum, mamma.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.