Vikan


Vikan - 26.01.1939, Side 10

Vikan - 26.01.1939, Side 10
10 VIK A N Nr. 4, 1939 nú skulum við Kurt gæta þín. — Þér getur líka skjátlazt------ — Kurt! Nei, nei, æpti ég og lagði vilj- andi áherzlu á nafnið. — Þú mátt ekki fara til hans, sagði ég og gróf andlitið í höndum mér. Þegar Gerða kom aftur eftir nokkra tíma, sá ég fyrst, hvað ég hafði gert. Hún var eins og frosið blóm. — Ég er búin að tala við Kurt, sagði hún. — Hvernig dirfistu, sagði ég. — Það er ekki satt. Það er annar! — Nei, Valerie, hann sagði mér allt. Þið verðið að gifta ykkur eins fljótt og auðið er, sagði hún kjökrandi. * Síðan gengu í garð nokkrir hræðilegir dagar, en samt var ég ánægð. Ég átti að verða kona Kurts! Ég hlaut að vera vond manneskja, þar sem ég gladdist yfir óham- ingju Gerðu. En ég gat ekki sagt skilið við Kurt. — Ég vil ekki giftast honum, sagði ég, þó að ég vissi, að hún myndi aldrei sam- þykkja það. Gerða var náföl, þegar hún stóð við hlið- ina á okkur hálfum mánuði síðar hjá prest- inum. Eftir hjónavígsluna kyssti maður- inn minn mig á kinnina. Ég barðist fyrir hamingjunni, en með- vitundin um grimmd mína fylgdi mér eins og skuggi. Svona hafði ég launað Gerðu umhyggju hennar fyrir mér í mörg ár. Það kvaldi mig látlaust, að Kurt hataði mig. Við leigðum okkur íbúð með húsgögn- um í nánd við sjúkrahúsið. Stundum sá ég, að Kurt horfði á mig rannsakandi aug- um. Að lokum spurði hann mig að því, sem ég hafði alltaf óttast, og ég varð að játa, að það var vitleysa. Svipurinn á honum! Hann vissi, að ég hafði gabbað hann! — Kurt, Kurt! hrópaði ég. — Ég hélt þetta. Ég elska þig. Ég tók utan um háls- inn á honum, en hann ýtti mér frá sér. * Kurt hafði lokið námi og var að hugsa um að gerast héraðslæknir. Fyrir kunn- ingsskap komst hann að út í sveit. Mér þótti vænt um, að hann færi frá Gerðu, — héraðslæknir má ekki vera að því að hugsa um sjálfan sig! Um sumarið fór Gerða til útlanda með kunningjakonu okkar, frú Bloch, og í nóv- ember komu þær heim. Gerða minntist aldrei á það, sem ég hafði gert henni. Hún skrifaði mér, að hún og frú Bloch væru að hugsa um að heimsækja okkur. Þær ætluðu að búa á baðstaðnum, er lá spöl- korn frá læknisbústaðnum. — Mig langar svo til að sjá litlu syst- ur mína, skrifaði hún. — Ég hefi saknað þín svo mikið. Þessi fregn varð mér bæði til gleði og hryggðar. Ég hlakkaði til að sjá systur mína, en kveið fyrir því, að þau Kurt hittust. Svo kom hún, og mér brá, þegar ég sá hana. Hún var mögur og óróleg, og ég vissi, að það var mér að kenna. Þetta var harður vetur, sem teppti all- ar samgöngur. Ég varð veik og þurfti að liggja í rúminu. Kurt var að heiman frá morgni til kvölds. Einn daginn kom hann með þá óvæntu fregn, að frú Bloch væri dáin. — En hvað það er sorglegt, sagði ég. — Þú verður að segja Gerðu að koma hingað. Hún kom til okkar eftir jarðarförina. — Ég verð að fara aftur heim, hér get ég ekki verið, sagði hún. — Lífið er mér einskis virði, ef ég hefi ekkert að gera. — Þú getur ekki farið á meðan snjóar svona. Það fer engin lest í þessari færð, sagði Kurt. — Þú átt auðvitað heima hér, Gerða, sagði ég. Ég sá, að Kurt og Gerða gátu ekki dulið tilfinningar sínar. Einn morgun heyrðum við lestina flauta, og Gerða sagði rólega, að nú færi hún heim á morgun. Kurt náfölnaði og spratt upp. — Valerie, þetta gengur ekki lengur! Ég fer með Gerðu! Ég hætti starfi mínu! Ég skal sjá um þig, en þú verður að gefa eftir skilnaðinn. — Ég fer með Gerðu! Ég sat þögul, óttaslegin. Gerða grét og sagði: —- Þú getur þetta ekki, Kurt. Þú getur ekki yfirgefið konu þína og sjúklinga. — Nú verð ég að fá að ráða, sagði hann. Ég sá, að ákvörðun hans varð ekki breytt. Ég man ekki, hvernig dagurinn leið. Kurt fór eitthvað í sleða og við Gerða töl- uðum varla orð saman. Síðari hluta dags kom drengur frá jurtasalanum, sem sagði okkur, að það kæmi hingað vörubíll klukk- an sjö í kvöld. — Klukkan sjö, sagði Gerða áköf. Drengurinn kinkaði kolli. Gerða sagði ekkert meira, en lagði sig á legubekkinn í gestastofunni. Ég sofnaði fyrir framan ofninn, dauðþreytt á sál og líkama. Þegar ég vaknaði, var orðið dimmt. Ég fór inn í herbergi Gerðu. Það var autt og farangur hennar horfinn. Ég kveikti og fann miða á borðinu: „Ég fer með vörubílnum, Valerie. Kurt verður hjá þér. Ég vil ekki eyðileggja hjónaband ykkar. Mér þykir vænt um ykkur bæði. Gerða.“ Ég þaut út og rakst á Kurt, sem var að bursta af sér snjóinn. Það var aftur farið að snjóa og hvessa. — Fljótur, Kurt! hrópaði ég. — Gerða — stöðin! Hún hlýtur að vera farin, hélt ég áfram. — Hún getur ekki hafa farið fram hjá mér, hrópaði hann. — Ég hlýt að hafa séð hana. Ég fór í yfirhöfn. — Hliðargötuna, sagði ég kjökrandi. — Við verðum að finna hana. Hún getur villzt! ! Hann sneri sleðanum og við ókum til stöðvarinnar á móti storminum. Vörubíll- inn var farinn, þegar við komum þangað, og okkur var sagt, að það hefði enginn kvenmaður farið með. Kurt svaraði engu, en hann var náfölur, þegar hann sneri hestinum og barði aumingja skepnuna áfram. Loksins komum við heim. — Vertu kyrr hér, sagði hann. — Ég ætla að hringja til nágrannanna, svo að hægt verði að leita í kvöld. — Nei, sagði ég, — ég get ekki verið ein eftir. Lofaðu mér að fara með þér, Kurt. Hann horfði andartak á mig og yppti öxlum. Síðan lögðum við af stað út í storm- inn. Sporin okkar fenntu jafnóðum. Litlu síðar komu menn úr öllum áttum með rek- ur og ljósker, og vegurinn var gaumgæfi- lega rannsakaður. Um fjögurleytið um morguninn fundu leitarmennirnir einhverja þúst undir ein- um runnanum. Það var Gerða. En hvað ég hefði heldur viljað vera í hennar stað. Hún var dáin. Ég man ekkert eftir næstu dögum. Ég fékk hita og var með óráði. Við og við sá ég Kurt. Mér fannst hann vera blíðari. Maður verður að lifa lífinu, og þessi atburður flutti okkur nær hvort öðru. Starf hans var honum allt, og ég held, að fæðing Gerðu litlu hafi bjargað mér. Honum þykir vænt um hana, og hann horfir alltaf ástúðlega á hana. Skyldi ég eiga eftir að sjá þann svip í augum hans, þegar hann horfir á mig ? Kannske ég eigi að taka út hegningu alla mína æfi fyrir gjörðir mínar? Gott er — — Hvít ullarföt gulna síður með aldrinum, ef látið er lítið eitt af salmíakspíritus í þvottavatnið. Séu þau orðin gul, er reyn- andi að láta þau liggja einn sólarhring, áður en þau eru þvegin, í volgu sápuvatni með dálitlu af salmíakspíritusi í. Til þess að ullarföt hlaupi sem minnst í þvotti, verður að þvo þau úr eins heitu vatni og mögulegt er. Síðast má skola þau í köldu vatni. * Þegar sterk vín hellast niður á „póler- aðar“ eða „lakkeraðar" hyrzlur og borð, koma hvítleitir blettir, sem ekki er gott að ná af, en það er þó hægt með því ein- falda ráði að dreifa vindlaösku yfir blett- inn og núa hann svo með léreftsklút, vætt- um í vatni eða steinolíu. * Þegar maður mer fingur eða hönd, minnkar verkurinn, ef hendinni er strax haldið niðri í eins heitu vatni og ýtrast er þolandi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.