Vikan


Vikan - 26.01.1939, Page 16

Vikan - 26.01.1939, Page 16
16 VIKAN Nr. 4, 1939 hefði ekki mælt með henni, því að eitt er mannlegt viðmót og annað læknismeð- ferð. Frú Barabás mun mæta mannlegum kulda, en sjúkdómur hennar mun fá ágæta meðferð. Fyrst og fremst verður að skera hana upp. Þá fregn fer Bardichinov með heim. Anna er komin heim, en hana furðar ekkert á því, þó að mamma hennar sé farin. Mamma hennar hefir verið betri, farið á fætur og í vinnuna. Hvað var lík- legra? Hún náfölnar, þegar Bardichinov flytur henni fregnina. Barabás kemur ekki heim fyrr en um kvöldið. Bardichinov fer ekki í rússneska veitingahúsið, hann borð- ar morgunverð með börnunum þremur. Síðan fer hann með þeim í sjúkra- húsið. Sjúkrabeður frú Barabás er í langri stofu. Börnin þrjú eru hvað eftir annað nærri dottin af varúð, um að hafa ekki hátt. Þau sitja við rúmið og eru hrædd við nunnurnar, þó að þær brosi til þeirra í hvert skipti, sem þær ganga fram hjá. Frú Barabás segir, að hún verði ekki skor- in upp fyrr en eftir tvo daga, því að þeir þurfi að skoða sig svo oft áður. Bardichin- ov skilur ekki, hver vegna þeir halda henni svona lengi í sjúkrahúsinu, ef þetta er satt. — Jú, vegna rannsókna, segir frú Bara- bás. Hún biður þau að skila til manns sins, að hann megi alls ekki fá frí úr vinn- unni sín vegna. En hún búist við honum á laugardaginn, þegar hann eigi frí. Börn- in segja ekkert. Þau líta í kringum sig og eru með hjartslátt. Barabás fer ekki til trésmiðsins, þegar hann er búinn að borða kvöldverð, og Bar- dichinov hættir við að gera samsærið. Þeir setjast inn í knæpuna og sækja Liiv frænda, sem situr inni í herbergi sínu og starir á vegginn. Þeir gefa sig á tal við spánska stjórnleysingjann, sem reikar um, án þess að vita, hvað hann eigi að gera við sjálfan sig og kynnir sig glaðlega, þeg- ar Bardichinov ávarpar hann brosandi. Hann heitir Alvarez, og það var skotið á hann, þegar hann fór yfir landamærin. Þess vegna er hann með hægri hendina í fatla. — Þvílík óheppni, segir Bardichinov kurteislegafc og lithauiski prófessorinn reynir að brosa. En hvað það er skemmti- legt í Evrópu, segir hann við sjálfan sig. Það er skotið á fólk vió landamærin, — en allt er það óheppni, sem getur hæglega komið fyrir hvern og einn. Monsieur Alvarez biður um hindberja- saft, því að hann er bæði bindindismaður og jurtaæta. Barabás horfii úann með lotn- ingu. Hann hefir alltaf naldið, að stjórn- leysingjar gengju með sprengjur í vestis- vasanum og ætu hrátt mannakjöt. En það gerir Alvarez ekki AIví ~az er tekinn að eldast, orðinn gréhærðu ^auður og sól- brenndur í andliti og er hátíðlegur í tali. Innan tíu mínútna hefir hann sagt þeim frá trúarjátningu sinni op f jögra ára áætl- uninni, sem er í fullum gangi. — Hvaða ástæðu hafið þér til að álíta, að stjórnleysið sé hin eðlilega stefna mann- legs þjóðfélags? Það er Bardichinov, sem kemur með þessa snjöllu spumingu. — Jafnvel hjá lægri dýrum, sjáum við grund- völlinn að þjóðfélagsskipulagi. Stundum er hann á mjög háu stigi. Hugsið þið ykkur býflugurnar--------. Alvarez svarar með ákafa, en drafandi tungu. Liiv brosir þreytulega. Hann er eini maðurinn í hópnum, sem hefir lagt stund á þjóðmegunarfræði. Allir hinir eru ekkert annað en skólapiltar, í samanburði við hann, grænjaxlar. Eðlilega lítur hann niður á þá og hlustar á þessar einföldu rökræður með vingjarnlegu lítillæti. En brátt þolir hann ekki þennan fullkomna skort á söguþekkingu, svo að hann fer að taka þátt í samræðunum. Ekki vegna þess, að þetta fólk hér mundi geta metið, eða þó ekki væri annað en tekið eftir öðrum eins kunnáttumanni — um það er auðvit- að ekki að ræða. Samt sem áður verður Liiv frændi að tala, hér um bil eins og spámaður í sínu föðurlandi, þar sem eng- inn ber virðingu fyrir honum, og ekki er einu sinni tekið eftir því, að hann er ekki eins og allir hinir. Kannske er það Barabás, er þó veit minnst af þeim öllum, sem lítur á hlutina allt öðru vísi en hinir. En Barabás hlustar ekki á þá í dag. Hann hugsar um konu sína, sem liggur í sjúkrahúsinu. Hún hefir ekki minnst á það einu orði, að hún sé veik, og síðan varð hún veik------eftir þrjá daga á að skera hana upp. Hún hefir látið skila því til hans, að hann megi ekki biðja um frí úr vinnunni, en það ætlar hann samt að gera. Það geta verið smámunir. Stundum skera þeir upp, þó að lítið sé að — en hann ætl- ar samt að heimsækja hana á morgun. Þegar hann hefir ákveðið þetta sér til hugsvölunar, fer hann aftur að taka eftir samræðunum. Hann hlustar á frelsisyfir- lýsingar Alvarez, á hin kuldalegu heimild- aratriði Liivs, á hina skilningsgóðu heim- speki Bardichinovs og hann skýtur inn orði og orði, lítillátlega, en eins og sá, sem talar við jafningja sína. — Að mínu áliti hefir monsieur Alvarez á réttu að standa. Menn þurfa enga stjórn. Auðvitað verða menn að hafa ákveðin yfirvöld, sem ráða yfir þeim, en til þess eru konungamir. Til hvers eru allir þessir ráðherrar, þar sem er konungur? Þeir eru blóðsugur. Ég er á sama máli og monsieur Alvarez. Monsieur Alvarez er dálítið undrandi. Það var ekki þetta, sem hann átti við. Hann tekur að útskýra þetta, en Barabás heldur áfram að kinka kolli eins og hvert orð sé staðfesting á hans eigin orðum. Því er ekki hægt að neita, að sérhver þessara fjögra manna talar mest til að hlusta á það sjálfur. En þannig hefir það verið, síð- an heimurinn var skapaður, og pólitískar umræður komu fyrst til greina. Daginn eftir kemur Barabás heim klukkan tvö og leggur af stað til sjúkra- hússins með börnunum þremur. Anna heldur á einu kílói af appelsínum. Þau fara yfir Signubrúna, og Anna horfir niður á bryggjuna, þar sem situr röð af fiskimönnum með tveggja skrefa millibili. Hún er að hugsa um veiðiköttinn, en ekki í alvöru. Hún leikur sér aðeins að mynd- inni af honum. Hún er að hugsa um, hvern- ig það mundi vera, ef veiðikötturinn sæti einn daginn á milli hinna kattanna, og stóru kamparnir spegluðust í fljótinu. Síðan ganga þau hljóðlega inn ganginn og opna hægt og gætilega stofuhurðina. Nunnan hleypur á móti þeim, og með fing- urinn á vörunum leiðir hún þau að rúm- stokknum. Þau skilja ekki, af hverju þeim verður svona kalt um hjartaræturnar, af hverju heimurinn verður allt í einu svona hljóður. Síðar vita þau það. I rúminu, þar sem frú Barabás lá í gær, liggur meðvitundar- laus kona í dag, föl og inneygð. Hún er nærri því óþekkjanleg. Andardráttur henn- ar er óreglulegur, það ískrar í lungunum í henni. — Uppskurðurinn gekk ágætlega, segir nunnan huggandi. Þau glápa á hana, án þess að skilja hana. Að lokum fær Barabás málið. — Hún sagði, að það ætti að skera sig upp eftir þrjá daga------. — Sagði hún það? segir nunnan bros- andi. — Hún hefir kannske ekki viljað, að þér væruð kvíðafullir sín vegna. Það var ekki hægt að fresta uppskurðinum um einn dag. I rauninni ætti að vera búið að skera hana upp fyrir mörgum vikum. Nunnan fer. Þau verða eftir. Barabás og Jani fitla við húfurnar sínar, Anna við appelsínupokann. Barabás skælir sig. Fram á varir hans kemur orðið: Boriska -----. Það mundi verða erfitt að lýsa hugs- unum* hans með orðum. Hann sér í anda hina löngu liðnu daga í Mezötur, sunnu- dagsmorgnana í sólskini, kirkjugöngur, garða með ilmandi blómaangan. Þá var mikið djúp á milli þeirra — hann var bóndi, hún borgaradóttir. Hann kvæntist henni samt. Faðir Borisku var ekki eins hrifinn af þeim ráðahag og móðir hennar. Síðan kom Búdapest, stríðið, börnin — hvað var orðið af djúpinu? Þau hafa þol- að sætt og súrt, þau hafa mætt miklum erfiðleikum — hver hefir komizt hjá því ? En þau hafa alltaf átt vel saman. Nú ligg- ur hérna ókunnug kona, sem stynur eins og hún sé ekki lengur í þessum heimi. Börnin þrjú eru þögul. Þau hafa ekki þekkt Mezötur; kannske Anna, en hún var allt of lítil til að muna eftir því. En dálítið þekktu þau. Það voru ein tvö skref á milli Nefelejtsgötu og Austurbrautarstöðvar- innar. Þau voru vön að ganga þar á gang- stéttinni og horfa á hermennina, sem voru bornir í börum út úr stöðinni. Þar höfðu þau séð fölt og inneygt fólk og heyrt það stynja. En það var allt annað. Það voru hermenn, særðar hetjur. 1 rauninni voru það ekki venjulegir menn. Klárí grætur hljóðlega.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.