Vikan


Vikan - 02.02.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 02.02.1939, Blaðsíða 3
Nr. 5, 1939 VIKAN 3 1939 Þeim verðlaunum, er Vikan hét fyrir beztu grein um þjóð- félagsfyrirbrigðið: Reykjavíkurstúlkan 1939, var ákveðið að skipta milli ungfrú Gerðar Magnúsdóttur og Karls Strand, stud. med. Birtum vér hér greinar beggja og geta lesendur blaðsins sjálfir um það dæmt, hver fyrir sig, hvor greinin þeim finnst betri, — en okkur fundust þær báðar verðlauna- hæfar. Því miður getum við ekki birt fleiri af þeim mörgu, góðu greinum, er okkur bárust um Reykjavíkurstúlkuna 1939. Grein ungfrú Gerðar Magnúsdóttur. Sjálf er ég Reykjavíkurstúlka, og þar sem ég held, að ég sé hvorki betri né verri en yfirleitt gerist, datt mér í hug að taka sjálfa mig, sem dæmi upp á Reykjavíkurstúlkuna almennt. Ég er ekki af ríkum foreldrum, en þeir geta kannske ekki heldur talizt til þeirra allra snauð- ustu. Þó held ég, ef farið yrði að gera upp reyturnar, eignirnar, tekjurnar og skuld- irnar, að útkoman yrði ekki færð í kredit hliðina. Ég tilheyri sem sagt hvorki aristo- kratiinu né öreigunum, en er ein af milli- stéttinni, borgurunum, sem kommúnistar nefna svo. Samkvæmt þessari stöðu minni í þjóðfélaginu hefir náttúrlega verið reynt að troða í mig einhverri menntun. Það hefði verið gert, hvort sem ég vildi eða ekki, en það vildi nú svo vel til, að ég hafði engar aðrar ambitionir en að fara í einhvern skóla og læra þar ákveðinn skammt af bóklegum fræðum, eins og pabbi, mamma og kennararnir vildu. Ágætt dæmi upp á Reykjavíkurstúlk- una, finnst ykkur ekki? Þær þyrpast svo í skólana, að fólki hefir þótt nóg um og hefir viljað útiloka þær alveg frá sumum þeirra, vegna hættunnar, sem af þeim leiddi fyrir strákana. Ekki vegna þess, að við röskuðum sálarró þeirra, heldur af því, að við boluðum þeim burtu frá menntun- arjötunni. En hví að vera að reyna að troða í aumingja drengina, ef þeir geta ekki staðið okkur á sporði? Hví ekki að fela okkur öll þeirra störf á hendur? Jæja! Ég er nú nítján ára, nýbúin að ljúka prófi frá einum af stærstu skólum landsins og er ágætlega að mér í öllum þeim greinum, sem koma að engu gagni. Um hitt er ekki vert að tala. Vinnu hefi ég enga, — en það er nú minn draumur að komast á skrifstofu, eins og allra sannra Reykjavíkurstúlkna. Þar er sá Ijóður á, að jafn margar skrifstofur eru ekki til í Reykjavík, eins og það eru marg- ar stúlkur hér, sem langa til að komast þangað og hafa alla kunnáttu til þess, og því miður engin von til þess að það lagist, fyrr en við stúlkurnar höfum fengið ein- hver ítök í stjórninni! 1 hvað ég eyði þá tímanum, fyrst ég hefi ekkert að gera? Jú, ég á núttúriega að hjálpa til heima. En það fara litlar sögur af húslegum hæfileikum mínum, og ég hefi óljósar minningar um púðurdósina skilda eftir á kommóðunni, púðurkvastann á stofuborðinu og bókina, sem ég var að lesa í, áður en ég fór út, skilda eftir á dívaninum. En allt er þetta mjög óljóst, enda smámunir, sem ég flýti mér að ýta undir hugarskörina. Skyldi ég ekki ein- mitt vera alveg typisk í þessu tilliti ? Það • sýnir, hve miklu meiri aðsókn af Reykja- víkurstúlkum er að öllum öðrum skólum en að Kvennaskólanum, enda lítur út fyrir að hið háa Alþingi hafi þekkt þennan hæfi- leika okkar, því að það hefir sett á stofn húsmæðraskóla allsstaðar annarsstaðar en í höfuðborginni. Kvennaskólinn er víst ekki talinn húsmæðraskóli. Þetta getur auðvitað legið í því, að hið háa Alþingi hafi áhtið okkur alveg færar í þeirri grein, og ef svo er, þá þakka ég því traustið. En á móti þessu mæhr, að allar aristokrat- iskar frúr biðja um vinnukonur úr sveit, en eins og kunnugt er tilheyra allar þing- mannafrúr aristokratíinu, ég vil ekki segja kapitalistum, því að þingmannalaunin eru svo lág, ef engir bitlingar fylgja. Þetta var nú um mína kvenlegu dyggð- ir, sem eins og áður er sagt, eru heldur fá- ar. Líklega verð ég betri, þegar ég gifti mig. Það verðum við áreiðanlega allar hér í Reykjavík, ef við þá ekki fáum okkur vinnukonu úr sveit. En þá er nú það, sem snýr að andlegu hliðinni. Hvernig ávaxta ég mitt andlega pund, síðan ég kom úr skóla? Ég les nú alltaf Fomillie Joumal, Hjemmet og svo náttúrlega Vikuna, síðan hún kom. Þar fæ ég ýmsar fréttir um hvað gerist út í heimi, t. d. í Hollywood, — annars skal ég taka það fram, að ég er hætt að safna leikur- um. Ég fylgist líka með framhaldssögun- um í þessum blöðum og les smásögurnar, þ. e. a. s. ástarsögurnar, en kriminalsög- unum sleppi ég. Svo les ég enska rómana bæði til að æfa mig í enskunni og fylgjast með í bókmenntunum. Pólitík les ég lítið, en fyrirsagnirnar í Mogga og Alþýðublað- inu les ég náttúrlega alltaf. Mér finnst það alveg nóg. Svo skoða ég myndirnar af ensku stjórnmálamönnunum, mér þykir Eden sætari en Chamberlain og skil ekkert í því, að Englendingar skuli ekki heldur vilja hann fyrir ráðherra. Þetta er nú óbundið mál, en ég les líka dálítið ljóð. Ég hefi miklar mætur á Davíð Stefánssyni. Hann er svo rómantískur og svo hefir mér verið sagt, að hann sé ákaf- lega lyriskur. Ég er svo rómantísk í mér. Það held ég að við séum yfirleitt hérna í Reykjavík. Skyldi það ekki einmitt vera merki um þessa lyndiseinkunn okkar, hvað við erum spenntar fyrir útlendingum eftir því, sem sagt er; en vel getur verið, að þau ummæli um okkur séu aðeins sprott- in af afbrýðisemi íslenzku karlmannanna. Listrænir hæfileikar mínir eru ekki neitt áþerandi, en mér þykir gaman að léttri músik og svo er náttúrlega alltaf gaman að heyra fræga menn spila og sjá þá. Þá held ég að flest sé upp talið, sem getur varpað ljósi yfir andlega eiginleika mína, en þó getur verið að Reykjavíkur- stúlkan hafi þá fleiri og í ríkari mæli. Nema ef kvikmyndaáhugi getur talizt til andlegra hæfileika. Mér þykir mjög gam- an að fara á bíó og skemmtilegastar þykja mér sögulegar kvikmyndir, t. d. Rauða Akurliljan og dansmyndir með Fred Astaire og Ginger Rogers, sem ég veit aldrei, hvernig á að bera fram, mér til mik- illar raunar, því að ekkert er eins kompro- mitterandi eins og að bera vitlaust fram leikaranafn. Fólk gæti haldið, að maður- væri vita ómenntaður. Þá er það, hvernig ég eyði tómstundun- um, eða réttara sagt, hvernig ég skemmti mér, því að eiginlega eru allar mínar stundir tómstundir. Það eru nú t. d. skíða- ferðir. Þær iðka ég af miklu kappi. Það gerir hver einasta stúlka, sem vill eitthvað heita hér í Reykjavík. Ég tel auðvitað sjálfri mér trú um, að þetta sé allt af ein- skærum áhuga fyrir íþróttum og held

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.