Vikan


Vikan - 02.02.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 02.02.1939, Blaðsíða 19
Nr. 5, 1939 VIKAN 19 Vinur fanganna. Framh. af bls. 8. rændu hann fötunum. Þessa peninga not- uðu þeir svo til að drekka og spila fyrir, en það endaði æfinlega með skelfingu. Þá var Howard það ljóst, að ekki var síður þörf á að vanda til fangavarðanna en fangelsanna. Þeir urðu að ganga á und- an föngunum með góðu eftirdæmi hvað snerti bindindi og reglusemi. Því aðeins gat starf þeirra orðið viðurkennt. Eins og ástandið var þá, fengu margir fangaverðir aukaþóknun fyrir að selja áfengi og juku með því drykkjuskap fanganna. Howard stakk upp á því, að fangaverðirnir fengju sæmileg laun til þess að þeir féllu ekki fyrir þessari freistingunni. Howard heimtaði líka, að sérhvert fang- elsi væri haft undir lækniseftirliti. Þá þurfti að bæta hreinlætið. Hver nýkominn fangi var látinn í bað og fötum hans var brennt. Howard stakk upp á sérstökum fangabúningi, að þeir skiptu reglulega um nærföt og fengju handklæði og þvotta- áhöld. Þeir áttu að fá nógan mat, og að lokum átti að vera sérstakt eftirlit með öllu þessu. Auðvitað finnst okkur allt þetta vera sjálfsagt, en þetta hefir ekki alltaf verið þannig, og það þurfti mann eins ogHoward til að koma mönnum í skilning um það. I augum hans voru fangelsin betrunarhús, þar sem vistin átti að vera viðunanleg, og agi og erfðisvinna átti að gera fangana að betri mönnum. Howard lét sér ekki nægja rannsóknir sínar á fangelsunum í Evrópu. Árið 1781 tók hann sér einnig fyrir að rannsaka hjúkrunarskýli og sóttvarnarhús. Hann reyndi að koma í veg fyrir sjúk- dóma og einkum að smitandi sjúkdómar breiddust út. Hann fór í þeim erindum frá Frakklandi og Italíu til Smyrnu, Möltu og Konstantínópel. Hann fór t. d. um borð í skip í Smyrnu, þar sem farþegarnir voru sóttveikir, en þegar skipið kom til Vene- síu voru þeir látnir vera í sóttkví í 42 daga. Þetta gerði hann aðeins til að kynn- ast þessu af eigin reynslu. Árið 1799 birti hann það, sem hann hafði séð í þessari ferð. Sama ár fór hann sína síðustu ferð — aðra ferð sína til Rússlands, þar sem hann bauð öllum hættum birgin til að geta sjálf- ur athugað hið slæma ástand herspítal- anna í Rússlandi. Þegar hann var í heim- sókn hjá rússneskum her við tyrknesku landamærin, fékk hann hitasótt. Hann dó í janúarmánuði árið 1790. Það er eftirtektarvert, að fyrsta líkneskið, sem var leyft að setja upp í St. Pauls-kirkj- unni í London, var líkneski af Howard. En Howard fékk líka almenna viður- kenningu á öðrum sviðum — meira að segja löngu áður en hann dó. Hann fékk þakkir fyrir mannúðarstarf sitt frá neðri- málstofunni, og hinn þekkti stjórnmála- maður, Burke, sagði í lofræðu um hann, tíu árum áður en hann dó, að Howard ferðaðist ekki eins og annað fólk sér til skemmturiar heldur ,,til að muna eftir þeim gleymdu, bera umhyggju fyrir þeim vanræktu og heimsækja þá yfirgefnu.“ I starfi hans var fólgið jafnmikið hugvit og mannkærleikur; ,,það var uppgötvunar- ferð, liknarferð." Það má bæta því við, að Howard var mjög trúaður maður, siðavandur, vana- fastur, gekk fátæklega til fara, var jurta- æta og bindindismaður. En hann var eng- an veginn þröngsýnn eða ofstækisfullur, og þó að hann sé einhver hinn mesti mannvinur, sem uppi hefir verið, var hann alveg laus við alla teprulega viðkvæmni. Hann varð sjálfur fyrir mikilli sorg, þar sem einkasonur hans varð geðveikur, þegar hann var 22 ára að aldri. John Howard tók það mjög nærri sér, en hann lét ekki hugfallast, heldur vann hann með enn meiri elju fyrir þá, sem voru enn ólánssamari en hann. Síðan hefir þessu göfuga starfi hans verið haldið áfram í öllum menningarlönd- um heimsins, allt til þessa dags. Liðnir leikarar. Framh. af bis. 5. bárust munnlega frá kynslóð til kynslóð- ar. En hinn skemmtilegi „fræðilegi mögu- leiki“ verður miður skemmtilegur tilhugs- unar, þegar þess er gætt, að þessir þrír menn náðu aldrei saman og hin munnlega saga fór forgörðum. Hulunni verður ekki lyft frá fortíð íslenzkrar leiklistar nema með miklum og erfiðum rannsóknum. Þegar hinir fyrstu leikarar vorir, sem því nafni verða nefndir, standa á leiksvið- inu á ofanverðri síðustu öld, standa þeir þar án fyrirmynda og án þess að hafa stuðning af vitundinni um sögulega þróun þeirrar listar, sem margir þeirra helguðu beztu stundir lífsins. Það kvað ætíð við að íslenzk leiklist væri ný af nálinni, hún væri innfluttur varningur og fyrirmyndir hennar væru hjá öðrum þjóðum. Það sama kveður við þann dag í dag. -—- Þó tókst mörgum hinna liðnu leikara að móta sér- kennilegar persónur, sprottnar upp úr ís- lenzku þjóðlífi. Og óafvitandi tókst sú persónumyndun langsamlega bezt, þegar persónan var gerð eftir Skíða okkar göngumanni. Hér verður nú reynt að skoða myndir nokkurra liðinna íslenzkra leikara út frá því sjónarmiði, sem gerð er grein fyrir í fyrri kafla þessarar greinar. Dómur sam- tíðarinnar verður þar þyngstur á metun- um, sökum hverfulleika leikaraafreksins. Tilvitnanir í ummæli samtíðarmanna verða því ekki umflúnar með öllu, en þar sem einnig er höfð í huga mótun sérkerínilegr- ar íslenzkrar listar, verður að velja og hafna. Vahð snertir ekki einasta leikarana sjálfa, sem rætt verður um, heldur líka listamannseinkenni þeirra. I þeim afar- fjölmenna hóp, sem leikið hefir, verður gengið fram hjá mörgum góðum leikara á sinni tíð, vegna skorts á ótvíræðum ein- kennum — vafalaust sökum ófullnægjandi upplýsinga samtíðarinnar, eða ekki hefir tekizt að grafa þær uppi. Eins verður enganveginn kleift að ræða hvert einasta hlutverk, sem leikarinn hefir leikið, heldur þau ein, sem skýrt geta að nokkru þjóð- leg sérkenni listarinnar, eða þar sem sam- anburður kemur til greina við leikaraaf- rek, sem nútíðarmönnum mega kunn vera. Þegar saga fyrstu leikféíaganna í Reykjavík er athuguð, og leikfélög þessi spruttu upp hvert á fætur öðru og hjöðn- uðu niður aftur á tveimur síðustu tugum aldarinnar, sem leið, verða þráfaldlega fyrir oss tvö leikaranöfn. Það eru þeir Kristján Ó. Þorgrímsson og Árni Eiríks- son. Þeir eru lífið og sálin í þessum leik- félögum og þeir gerast báðir stofnendur að því leikfélaginu, sem loksins reis upp af rústum allra hinna og lifir enn í dag. Kristján Ó. Þorgrímsson og Árni Eiríks- son náðu báðir því takmarki að fá viður- kenningu f jöldans sem leikarar, og þar sem þeir voru meðal fyrstu manna, sem helg- uðu leiklistinni frístundavinnu sína, skal list þeirra fyrst gerð að umtalefni, Kristján Ó. Þorgrímsson er fæddur 1856 að Staðarbakka í Helgafellssveit. Hann var fuhtíða maður við bókbandsnám hér í bænum, er hann lék í fyrsta skipti 22. des. 1881. Hlutverkið, sem hann lék þá, var Guðmundur bóndi í Nýársnóttinni, eldri útgáfunni, eftir Indriða Einarsson. Síðan mátti heita að hann tæki virkan þátt í allri leiklistarviðleitni hér í bæ til ársins 1915, er hann dó. Á þessu tímabili lék hann mikinn f jölda hlutverka, en langmestri lýð- hylli náði hann fyrir meðferð sína á hlut- verki Kranz birkidómara í Æfintýri á gönguför. Eins þreyttust bæjarbúar aldrei á honum þegar hann lék Tralle söngkenn- ara í dönskum söngleik, Trína í stofu- fangelsi á móti frú Stefaníu Guðmunds- dóttur. Jafn hégómlegt viðfangsefni varð í höndum þeirra að eftirsóknarverðu og ómissandi skemmtiatriði á leiksviðinu í langan aldur. En Kristján Ó. Þorgríms- son kom mönnum á óvart í allt annari teg- und hlutverka. Hann náði miklum vinsæld- um í hlutverki Mörups skóara í sjónleikn- um Drengurinn minn. Fyrir þá meðferð var hann talinn „jafnvígur á að leika sorgar- og gleðihlutverk — en einkum vekur hann þó aðdáun og hlátur áhorf- enda í gamanleikum.“ Skýringin, sem á þessu er gefin er sú „að hann er svipbreyt- ingamaður meiri og gerfiförulli en flestir eða allir íslenzkir leikendur“ og það svo mjög „að hann getur borið uppi til að- sóknar leik, þótt hann segi lítið eða ekk- ert, með svipbrigðum einum.“ Þegar Guðm. Guðmundsson skáld segir að Kristján Ó. Þorgrímsson hafi verið „gerfiförulli“ en aðrir leikarar, þá á hann ekki við, að hann hafi leikið fleiri hlutvek • en þeir flestir, því hlutverkaskrá hans þol- ir ekki samanburð við skrár fyrirferðar- mestu leikara, en hann á við það sama og Pramh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.