Vikan


Vikan - 02.02.1939, Blaðsíða 22

Vikan - 02.02.1939, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 5, 1939 Er Barði Guðmundsson var settur pró- fessor hér við Háskólann, flutti hann ein- hverju sinni erindi á stúdentafundi og mælti með festu og djörfung fyrir máli sínu, enda var hann örlítið undir áhrifum. En magister Pétur Sigurðsson, háskóla- ritari, hafði þó eitthvað við ræðu Barða að athuga og reis til andmæla. Er Pétur hafði lokið máli sínu, stóð Barði á fætur og mælti með þunga: — Við þá erlenda háskóla, sem ég þekki, þykir það ekki hlýða, að dyraverðir séu að rífa kjaft, þegar prófessorar tala! * Guðmundur í Nesi, áður skipstj. á togar- anum „Þórólfur“ hafði einhverju sinni á skipi sínu ungan háseta, er leyfði sér þá ósvinnu, að setja upp vettlinga, er hann vann á þilfari. Einhverntíma, er piltunginn var við vinnu á þilfarinu, kemur Guðmundur að máli við hann og segir: — í tuttugu og f jögur ár hefi ég verið til sjós og aldrei sett upp vettlinga. Þá svarar hásetinn ofur rólega: — Er þér ekki farið að kólna á hönd- unum? # Nokkrir gegnir menn sátu og ræddu um það, af miklum fjálgleik, að ríkisstjóm vor væri skipuð mönnum, er um andlegt atgerfi stæðu lítið framar alþýðu manna. Hafði þá einhver orð á því, að Hermann Jónasson væri maður mjög vel gefinn og andlega hinn heilsuhraustasti. Annar kvað Skúla Guðmundsson vera með greindustu mönnum, er hann hefði fyrir hitt. — En þá gat Páll Eggert Ólason, fulltrúi í fjár- málaráðuneytinu, ekki orða bundist og mælti: — Ég held hann sé nú greindastur af þeim drengurinn þarna inni hjá mér. # Árni Pálsson prófessor ræddi þýzk stjómmál við kunningja sinn og lét jafn- framt í ljósi sínar persónulegu skoðanir á forvígismönnum þýzku þjóðarinnar. Um Goebbels sagði hann þetta: — Það er áreiðanlegt, að Goebbels er Gyðingur, og mikið má það vera, ef hann er ekki af- komandi annars hvors ræningjans, sem krossfestir voru með Kristi — og mér er nær að halda, að hann eigi ætt sína að rekja til ræningjans, sem ekki iðraðist! * Prestur nokkur bað fyrir veiku sóknar- bami sínu á þessa leið: — Skundaðu nú upp að Stóra-Hofi, drottinn minn, og miskunnaðu þig yfir ekkjuna, Sigríði Magnúsdóttur, því að hún er veik, hún er þjáð, hún er krossþjáð, og það brakar í henni eins og uglunni á bæjar- þilinu, þegar of mikið er hengt á hana. En varaðu þig á henni Kotsmýrarkeldu, drott- inn minn, því að hún hefir mörgum kösk- um á kollinn steypt! .. -gjawwr.'pw *iíE!* Lárétt: 29. Húktir. 33. Versni. 59. Fljótir. 60. Sparnaður. 9. Bítur. 10. Skrásetja. 39. Gegn sókn. 41. llát. 1. Bæjarnafn. 34. Drykkur. 61. Eins. 13. Þunga. • 42. Skarð. 6. 35. Faðmur. 62. Að vísu. 15. Stétt. 43. Norskur bær. 11. Rennur. 12. Óska. 36. Endurgjald. 40. Not. 63. Ræðu. 17. Reykv. verzlun 18. Mjög. 45. Sjó. 46. Beygingar- 13. Ruglum. 44. Vík. Lóðrétt: 20. Auk. ending.. 14. Gjóta. 45. Ætijurt. 23. Forsetning. 49. Ásynja. 16. Ávöxtur. 47. Upphrópun. 1. Kauptún. 24. Ögn. 50. Þýða. 19. Nautn. 48. Illgresi. 2. Skáld. 30. Músadrykkur. 51. Steypir. 21. Galdrakerling. 50. Dveldum. 3. Flík. 31. Skarð. 52. öfgafullur. 22. Verkfæri. 52. Aukið 4. Frelsi. 32. Eldsneyti. 54. Prins. 25. Skussi. 53. Stjómamefnd. 5. Handlegg. 33. Afkvæmi. 56. Reiki. 26. Vinnueining. 55. IJtdauður. 6. Farvegur. 36. Svoli. 58. Verkfæri 27. Farartæki. 57. Stytt karlm,- 7. Stöng. 37. Aðvara. (fomt). 28. — mæli. nafn, þf. 8. Yndi. 38. Skjótfengið fé. 59. Auður. Skúli: Það sannast á þér máltækið: að mikið vill alltaf meira. Pétur: Ekki er það nú alltaf. Hefir þú nokkurn tíma eignast tvíbura eins og ég. * Dánartilkynning frá ekkju: Hér með læt ég ættingja og vini vita þá sorgarfregn, að minn elskaði sonur, Helgi, 12 ára gam- all, er dáinn og farinn til föður síns á himnum, sem andaðist fyrir 13 árum. * Húsbóndinn (reiður): Farðu til f jand- ans, strákur. Ég vil ekkert með þig hafa. Drengurinn (hálfskælandi): Ég fer ekki eitt fet nema hún mamma mín fari með mér. Liðnir leikarar. Framh. af bls. 19. Indriði Einarsson hefir sagt um Kristján, „að hann gat kosið sér hljóð úr hvers manns barka,“ og hann fékk málróm og látæði „til láns“ hjá fólki, sem hann þekkti og hafði tekið eftir, ef svo bar við að horfa. Eitt hlutverk skóp Kristján og mótaði svo með árunum, að meðferð hans á því hefir orðið til fyrirmyndar, það var Kranz birkidómari í Æfintýri á gönguför. í því hlutverki naut hann sín fullkomlega. Hug- myndir manna um hinn makráða og heimska birkidómara komu svo prýðilega heim við þá „hnöttóttu kómík“, sem var Kristjáni lagin. Og þar sem mótleikari hans var Árni Eiríksson, sem einmitt bjó að andstæðum kómiskum hæfileikum, þá. var ekki að furða þó leikur þeirra næði engu minni alþýðuhylli á sínum tíma en. „Litli og Stóri“ höfðu hér á árunum. Hin- ir kómisku hæfileikar eru æfinlega ná- tengdir persónu leikarans, og persóna Kristjáns Ó. Þorgrímssonar á leiksviðinu kom áhorfendum ávallt í þægilegt skap. Samskonar áhrif á áhorfendur vitum vér að síðari tíma leikarar hafa haft, enda. hefir sá leikari, sem þar er fremstur í flokki náð samskonar vinsældum hjá á- horfendum og Kristján Ó. Þorgrímsson á sínum tíma, en leikarinn er Haraldur Á. Sigurðsson. Kristjáni Ó. Þorgrimssyni auðnaðist aldrei að skapa stórfelda íslenzka persónu- skapgerð á leiksviðinu, en það er einkenn- andi fyrir hann sem leikara, að honum tókst oft að gera litlum hlutverkum þau skil, að þau urðu mönnum minnisstæð, og það jafnvel þó hlutverkin væru ekki nema nokkrar setningar. L. S. TRÚLOFUNARHRINGAR og allt silfur í upp- hluti, ávallt fyrir- liggjandi. JÓN SIGMUNDSSON gullsmiður. Laugaveg 8. Sími 3383.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.