Vikan


Vikan - 16.11.1939, Page 10

Vikan - 16.11.1939, Page 10
10 VIK AN Nr. 46, 1939 Dorsteinn Stefánsson: Þegar hamingjuhjólið snýst. Þorsteinn Stefánsson er 27 ára að aldri, sonur Stefáns Þorsteinssonar og konu hans Herborgar Björnsdóttur, sem nú eiga heima á Búðum í Fáskrúðsfirði. Hann ól'/.t upp á helmili foreldra sinna fram yfir fermingu og dvaldist þar af og til allt fram að tvítugsaldri. Ekki naut hann ánn- arrar skóalmenntunar en almennrar barnafræðslu. En mikla ástundun lagði hann á að sjálfmennta sig. — Kúm- lega tvítugur fór Þorsteinn til Reykjavíkur og átti þar heima í rúmt ár, og fékkst við inn- heimtustörf. Þá fór hann til Danmerkur og var fyrsta veturinn á alþýðuskóla í Grindsted á Jót- landi. I>ar vakti hann athygli kennara sinna fyrir frábærar námsgáfur. Eftir það fluttist hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann hefir átt heima um þriggja ára skeið. Hefir hann þar aðallega unnið fyrir sér með kennslu. Á síðastliðnu ári hefir hann skrifað nokkrar smásögur fyrir dönsk tímarit og blöð og hafa sumar þeirra verið þýddar á þýzku og norsku. Eins og stendur mun hann hafa í smíðum langa skáldsögu um íslenzkt efni, sem væntaiegíi mun koma út innan skamms. — au sáust í fyrsta sinn við hátíð hins heilaga Hans, sem haldin var ár hvert skammt frá józku smáþorpi. Þetta var um hásumarið. Hann var í sumarfríi og hélt til hjá föður sínum, sem var skóla- kennari í þorpinu. En hún var prestsdóttir og bjó hjá foreldrum sínum á prestsetr- inu. Bálið var í þann veginn að brenna út. Af og til rétti ein og ein eldtunga sig upp á móti hinum gráföla næturhimni, en svo hnigu þær aftur niður í ólgandi glóðina. Unga fólkið sat umhverfis löng borð, sem komið hafði verið fyrir úti á víða- vangi í grenndinni við bálstaðinn. Þar var hraustlega tekið til matar, og gamanyrðin látin f júka, á meðan snæddar voru heitar pylsur, heimabakað hveitibrauð, ásamt fleiru. Að síðustu kaffi og vínarbrauð. Er leið á máltíðina, færðist smátt og smátt kyrrð yfir hópinn. Samtalið varð rólegra. Fólk kveikti sér í vindlingum og fór að tínast burt frá borðunum. Ef til vill hefir það verið tilviljun, sem réði því að þau tvö urðu samferða heim. Þau höfðu bæði tekið þátt í leikjunum á grasvellin- um, þar sem bál hin's heilaga Hans brann, og hann hafði dansað flesta dansana við hana. Henni fannst það næstum furðulegt, því að bersýnilega var hann sá af ungu piltunum á skemmtisamkomunni, sem mesta hrifningu vakti hjá stúlkunum og afbrýðisemi hjá piltunum. Hann, Viggo Anderson hét hann, var hár vexti og vel klæddur. Limaburður hans og öll fram- koma var frjálsmannleg. Ingrid Biering, prestsdóttirin, hafði, eins og fleiri kynsystur hennar, strax orðið hrifin af honum. Það var eitthvað aðlað- andi í fasi hans. Ingrid var tæplega í meðallagi há. Hún hafði dökkt hár og dökk augu. Hendur hennar voru litlar og snotrar, og vaxtar- lag hennar yfirleitt fallegt. En þó að hún væri prestsdóttir var langt frá því, að klæðnaður hennar eða útlit væri sam- kvæmt nýjustu tízku. Kjóllinn hennar var látlaus úr fremur óvönduðu efni. Á negl- ur sínar hafði hún aldrei borið lakk, og hvorki púður né lit í andlit sitt. Það var ekkert sérstaklega hrifandi við hana, og þeir, sem ekki voru svo heppnir að verða aðnjótandi hinna aðlaðandi brosa hennar, veittu henni varla nokkura sérstaka at- hygli. — Það er annars merkilegt, að við skulum ekki hafa hitzt áður, sagði Viggo Anderson, þar sem hann leiddi reiðhjólið sitt við hlið hennar. — Foreldrar okk- ar hafa þó verið nábúar í meira en hálft þriðja ár. . — Ég var aðeins heima í tvo daga af sumarfríinu mínu síðastliðið sumar, svar- aði hún, — og sumarið þar áður eyddi ég fríinu í Odense hjá systur minni, sem er gift þar. Eruð þér við nám í Kaupmanna- höfn? — Nei, ég hef atvinnu þar, svaraði Viggo, og nefndi nafn þekkts verzlunar- fyrirtækis í Kaupmannahöfn — En þér? — Ég er atvinnulaus eins og stendur, sagði hún og hló léttum hlátri. — Ég hefi nýlokið prófi við kennaraskóla. Pabbi vill, að ég verði kennslukona. En ég hefi reynd- ar enga löngun til þess. Ég held, að það henti mér ekki vel að vera kennslukona. Svo hélt hún áfram eftir litla þögn: — Á meðan ég man, faðir yðar á ritvél? Mig langar mikið til þess að æfa mig í vélritun á meðan ég dvel heima. Mér var að detta í hug, að ... — Þér megið svo gjarnan fá lánaða rit- vélina hans föður míns, greip ungi maður- inn fram í fyrir henni. — Sjálfur notar hann hana aðeins á kvöldin, svo að ef þér viljið nota hana fyrri hluta dagsins, eruð þér hjartanlega velkomin. Heima getið þér æft yður eins og þér viljið. Ég skal nefna þetta við pabba strax í fyrramálið. Þau voru komin heim að prestsetrinu, og staðnæmdust við garðshliðið. — Ég vona svo, að þér komið á morg- un og lítið á ritvélina, sagði hann. Hún þakkaði og brosti. Síðan rétti hann henni hendina og sveiflaði sér að svo búnu á bak reiðhjóli sínu og hjólaði rösklega heim á leið. Hún stóð um stund kyrr og horfði á eftir honum, þar til hann hvarf á bak við næsta ás. I austri var ljósrák á himnin- um, sem boðaði komu næsta dags. Það vildi einhvern veginn þannig til, að sonur skólakennarans var alltaf heima, þegar Ingrid kom til þess að æfa sig í vél- ritun. Hann sat venjulega og las í bók í herberginu við hliðina á litlu skrifstofunni hans föður hans, þar sem ritvélin stóð. Hann kom oft inn til hennar, staðnæmdist bak við stólinn hennar og spurði, hvernig það gengi. Þá varð hún óstyrk og studdi hvað eftir annað á skakka stafi. Það skeði stundum, þegar hann beygði sig niður — ef til vill til þess að lagfæra pappírinn á valsinum eða eitthvað annað, — að hendur hans strukust við bera hand- leggi hennar. Líklega var það tilviljun. Hann notaði líka stundum lengri tíma en nauðsynlegt var, t. d. til þess að skipta um litarband eða færa til spássíustillirinn. Þegar hún var að ganga frá ritvélinni fjórða daginn, kom hann til hennar og sagði: — Jæja, ungfrú Biering, nú er sum- arfríið mitt búið og í fyrramálið verð ég að leggja af stað til Kaupmannahafnar. Auðvitað hafði hún alltaf vitað, að hann yrði að fara — sumarfrí eru síður en svo óendanleg. En þó fannst henni allt í einu eins og hún hefði fyrirvaralaust verið rænd einhverju. Það var eins og einhver óljós von hefði skyndilega orðið að engu. Hugur hennar fylltist dapurleika. Samt tókst henni með töluverðri áreynslu að hressa sig upp og brosa. — Hvernig ætli mér gangi þá með vélritunina mína, sagði hún, en roðn- aði um leið, þegar henni varð ljóst, hve illa henni tókst að dylja þann skugga, sem fallið hafði yfir andlit hennar. — O, það gengur áreiðanlega vel, svar- aði hann, en bætti svo við alvarlegri á svipinn: — Mér þykir mjög leiðinlegt að þurfa að fara. Þetta sumarfrí hefir verið það skemmtilegasta, sem ég hefi lifað. Prestsdóttirin fann, að blóðið þaut fram í kinnar hennar, og hjarta hennar fór að slá ákaft. Hvaða merkingu átti hún að leggja í orð hans ? Það ríkti fullkomin þögn Framh. á bls. 17.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.