Vikan


Vikan - 16.11.1939, Side 17

Vikan - 16.11.1939, Side 17
Nr. 46, 1939 VIK A N 17 ÞEGAR HAMINGJU- HJÓLIÐ SNÝST. Framh. af bls. 10. nokkra stund, svo að tifið í gömlu stunda- klukkunni, sem hékk á veggnum heyrðist greinilega. Þá gekk hann einu skrefi nær henni: — Mynduð þér vilja ganga út með mér spottakorn í kvöld? spurði hann, og rödd hans skalf lítið eitt. — Þetta er nú síðasta kvöldið mitt hér heima .... Ingrid fann á leiðinni heim, að hugur hennar var fullur af gleði, en þó um leið óróleika. Já, hann hafði beðið hana að ganga með sér út í skóginn, aleinum. Og hún hafði hugsunarlaust svarað játandi. Hún furðaði sig jafnvel á því hugrekki sínu. Loksins varð klukkan sjö, og hún lagði af stað. Hún mætti Viggo Anderson, þar sem hann beið eftir henni hjá gamla eik- artrénu við vegafleggjarann heim að prestsetrinu. Það var ekki laust við, að hún hefði hjartslátt. En Viggo kom bros- andi á móti henni og tók handlegg henn- ar eins og það væri alveg sjálfsagður hlutur. Brátt voru þau komin inn í skóginn, þar sem ilmur gróðursins mætti þeim. Það var blíðalogn og heitt í veðri. Sólin skein enn- þá og kastaði geislum sínum niður á milli trjágreinanna á götuslóðann, þar sem þau gengu hlið við hlið lengra og lengra inn í skóginn. Ungi maðurinn talaði fjörlega um allt milli himins og jarðar, og var skemmtilegur. Smátt og smátt féll þó samtalið niður. Þau voru komin langt inn í skóginn, og sólin var í þann veginn að ganga til viðar. — Eigum við ekki að setjast niður og hvíla okkur lítið eitt? spurði Viggo. Hægra megin við þau var dálítill gras- blettur, umgirtur háum trjám. Og þau settust niður í grasið. Hann hefir lagt handlegginn um herðar hennar og hún finnur andardrátt hans leika um vanga sinn. Hjarta hennar fer að berjast af ákafa í brjósti hennar og hún þorir ekki að líta upp. Hún finnur, að hann kemur nær henni — nú snerta varir hans kinn hennar. Fyrstu dagana eftir burtför Viggos var Ingrid eins og í sælum draumi. Þau höfðu ákveðið að hittast í Kaupmannahöfn inn- an fárra vikna. Og Viggo hafði lofað að skrifa henni. En dagarnir liðu og ekkert bréf kom til hennar. Hún varð óróleg og kvíðandi. Skyldi nokkuð hafa komið fyrir? Máske var hann veikur? Loksins, á tíunda degi, fékk hún bréf frá honum. Það var langt frá því að vera efnisríkt bréf. Þar stóð, að hann hefði mjög mikið að gera hjá verzlunarfyrir- tækinu um þessar mundir, að það væri mjög heitt í bænum og aðrar slíkar fréttir. Að endingu drap hann á, að hann hlakk- aði til að sjá hana í Kaupmannahöfn. — Og þetta bréf breytti á einu andartaki allri tilverunni fyrir Ingrid. Sólin skein skær- ara en áður, og henni fannst allir menn vera vingjarnlegir og góðir. Nokkrum dögum síðar lagði hún af stað til Kaupmannahafnar. Strax og hún kæmi þangað, ætlaði hún að taka saman ráð sín og reyna að útvega sér atvinnu, helzt við afgreiðslustörf. Viggo hafði skrifað, að hann hlakkaði til að sjá hana. Nú ætlaði hún ekki að láta hann bíða lengur. Klukkan átta að morgni kom hún til Kaupmannahafnar. Það var rigning. Ing- rid flýtti sér upp bryggjuna með gömlu og slitnu ferðatöskuna sína í hendinni. Átti hún nú fyrst að fara eitthvað og taka sig til eða fara strax að hitta Viggo? Verzl- unin, þar sem hann vann, lá ekki all-langt í burtu. Sennilega myndi verða búið að opna hana, áður en hún yrði komin þangað. Sjálfsagt bjóst hann ekki við henni svona snemma dags. Hún hafði heldur ekki minnzt á það í bréfinu til hans, hvaða dag hún myndi koma. Og hún brosti með sjálfri sér af tilhugsuninni um þá óvæntu gleði, sem það myndi veita honum að sjá hana svona allt í einu. Nei, hún ætlaði ekki að láta hann bíða lengur. Sem snöggvast varð henni hugsað til þess, að hún var ein- mitt í gömlu og ljótu regnkápunni sinni. En hún vonaði, að hann myndi ekki veita því athygli. Svo var líka rigning. Það var nýlega búið að opna hið stóra verzlunarhús Vilhelm Brown, en ennþá voru engir viðskiptamenn komnir. Uti á götunni steyptist regnið niður. Nokkrar ungar og snotrar afgreiðslustúlkur voru að lagfæra vörur í hillunum og á búðar- borðinu — stafla af nærfötum, sokkum og baðfötum. Tvær af þeim stóðu úti í einu horni búðarinnar og töluðu við einn afgreiðslumannanna. Skammt þaðan stóð Viggo Anderson og var að laga til í nokkr- um skúffum. Þá voru allt í einu opnaðar einar dyrnar og inn kom ung stúlka í gamalli regnkápu, sem vatnið streymdi niður eftir. I annarri hendinni hélt hún á lítilli, en fornfálegri ferðatösku. Viggo beygði sig meira yfir skúffurnar og varð allt í einu önnum kafinn, um leið og blóð- ið hljóp fram í kinnar hans. En einn af starfsbræðrum hans var þegar til staðar. — Máske eitthvað, sem ég get gert fyrir yður? — Mig langaði til að tala við Viggo Anderson. — Viggo! Ungfrú, sem óskar eftir að tala við þig. Viggo Anderson gekk hægum skrefum yfir að borðinu til hennar. — Gremjulegt, hugsaði hann, að telpan skyldi taka upp á að hitta hann hérna, á þessum óheppi- lega tíma og í þessu viðbjóðslega veðri. Og sjá þennan regnkápuræfil,' sem hún var í! — Komdu sæll, sagði hún og rétti hon- um höndina, um leið og hún brosti inni- lega til hans. En augnaráð hans gaf svo greinilega til kynna gremju hans, að bros- ið dó fljótlega á vörum hennar. Hún varð ráðvilt og vissi ekki, hvað hún átti að segja. Það var eins og eitthvað f jandsam- legt lægi í loftinu. Og á sama andartaki varð hún sér þess meðvitandi, að mörg augu störðu á hana og mældu hana háðs- lega frá hvirfli til ilja. Um leið rann það upp fyrir henni, hve hræðilega illa gamla regnkápan fór henni og að slitna, gegn- vota ferðataskan hennar myndi gera hana hlægilega útlits. En í örvæntingu sinni hugsaði hún, að h a n n ætti þó að geta skilið, að þetta stafaði allt af löngun henn- ar til þess að sjá hann sem fyrst. Viggo varð sömuleiðis lítið eitt utan við sig. Hann hafði það á tilfinningunni, að félagar hans horfðu ertnislega á hann. Já, það voru dálaglegar kringumstæður þetta, sem telpukjáninn hafði komið honum í. Nú myndi hann fá að kenna á háðsglósum starfsbræðra sinna. — En veðrið, sem þú velur þér! sagði hann í óeðlilega hörkulegum rómi. Það hljóðaði — og var ef til vill ætlað — eins og ásökun. En einmitt það hjálpaði henni til þess að ráða niðurlögum örvinglunar sinnar. Skyndileg reiðitilfinning reis upp í huga hennar. Svona voru þá móttökurnar, sem hann bauð henni upp á. Allir draumar hennar, þrár og umhugsun hennar um hann voru honum ekki meira virði en þetta. — Ég bið þig afsökunar á, að það skyldi fara að rigna á meðan ég var á leiðinni hingað, sagði hún biturt. — Ég ætlaði aðeins að heilsa upp á þig, en nú skal ég fara. Hún sneri sér snögglega við og gekk í áttina til dyranna. Eitt andartak lét hún höndina hvíla á handfanginu. Ef hann nú máske sæi eftir því strax, hve óvingjarn- legur hann var, og kallaði á eftir henni. En hann sagði ekki neitt. Aftur á móti fannst henni hún heyra niðurbældan hlát- ur í því að dyrnar lokuðust á eftir henni. Nú stóð hún aftur úti í ausandi rign- ingunni. Loftkastali hennar hafði hrunið til grunna. Von hennar og gleði orðin að engu. Þama stóð hún ein síns liðs, yfir- gefin, misskilin og smánuð. I huga hennar var ekki rúm fyrir annað en hin sáru von- brigði. Það var sambland af sorg og reiði, — bitur söknuður, sem virtist ætla að sprengja hjarta hennar. Ingrid vissi ekki, hvernig hún komst heim. En heim komst hún í gamla her- bergið, þar sem hún hafði búið síðast þeg- ar hún dvaldi í Kaupmannahöfn. Hún hafði ekki sagt því lausu, þar sem hún bjóst við að koma fljótlega aftur. Það fyrsta sem hún gerði var að læsa hurð- inni. Svo afklæddi hún sig í snatri og fór í rúmið. Hún dró sængina upp fyrir höfuð og gróf andlitið niður í koddann — og þá fyrst gat hún grátið. — Hún grét þangað til hún féll í svefn, dauðþreytt á sál og líkama. Morguninn eftir vaknaði hún við, að það var barið að dyrum hjá henni. Það var ekkjan, húseigandinn, sem kom með kaffi handa henni. Hún hafði á einn eða ann- an hátt uppgötvað, að Ingrid var komin,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.