Vikan - 16.11.1939, Síða 18
18
VIKAN
Nr. 46, 1939
og var mikil forvitni á að vita, hvers vegna
hún hefði komið svona snemma, miklu
fyrr en hún hafði gert ráð fyrir. Hún leit
rannsóknaraugum á blautu fötin, sem
lágu á stólnum, og kom svo með athuga-
semdir um veðrið, En Ingrid hafði enga
löngun til þess að trúa henni fyrir einka-
málum sínum, svo að húseigandinn fór
fljótlega aftur, gramur yfir að hafa eytt
kaffinu sínu til einskis, því hún var engu
nær um hagi Ingrid en þegar hún kom.
Þegar Ingrid hafði drukkið kaffið og
klætt sig, leið henni strax mun betur. Hún
fór að hugsa um, að líklega hefði hún tekið
þetta allt of alvarlega. Ef til vill hafði
Viggo ekki viljað neitt illt með framkomu
sinni . . . Hann hafði verið alveg óundir-
búinn komu hennar. Máske hafði hann líka
sínar ástæður til þess að vilja halda einka-
lífi sínu gjörsamlega leyndu fyrir þeim,
sem unnu með honum í verzluninni. Hún
hefði ekki átt að koma til hans þangað —
og hún hefði líka átt að hugsa meira um
útlit sitt.
Þegar frúin kom til þess að sækja kaffi-
bakkann bað Ingrid hana að lána sér morg-
unblöðin. Hún ætlaði strax að fara að líta
í kringum sig eftir atvinnu. Henni var
óhætt að vera að heiman allan daginn, því
Viggó var ekki laus fyrr en um kvöldið
eftir lokunartíma verzlunarinnar, og þá
ætlaði hún að vera komin heim.
Ingrid hafði ekki lánið með sér í atvinnu-
leitinni um daginn, en hún missti ekki móð-
inn fyrir það. Hún varð alltaf sannfærðari
um það, því lengur sem hún hugsaði um
það, að Viggó hefði iðrazt framkomu sinn-
ar og myndi koma og heimsækja hana um
kvöldið. Hún hafði bæði sagt honum, og
líka skrifað honum í bréfinu, hvar hún ætti
heima. Svo keypti hún nokkur falleg blóm
og klæddi sig í fallegasta kjólinn sinn, tók
sér síðan bók í hönd til þess að lesa. En
henni tókst ekki að halda huganum við
það, sem hún var að lesa.
Viggó kom ekki þetta kvöld og þannig
liðu öll næstu kvöld, að hann hvorki kom
eða lét nokkuð heyra frá sér.
Snemma á hverjum morgni fór Ingrid
til þess að leita sér að atvinnu. Hún komst
fljótt að raun um, að það er annað en auð-
velt að útvega sér atvinnu, jafnvel þó að
maður hafi góða menntun.
Þessa dagana eyddi Ingrid töluverðu fé
í samanburði við það, sem hún venjulega
hafði látið sér nægja. Hin litla f járupphæð,
sem hún hafði umráð yfir, gekk smátt og
smátt til þurrðar. Það var eins og hinar
dapurlegu kringumstæður hennar krefðust
einhverrar uppbótar. Eina ánægjan, sem
hún gat veitt sér, var sæmilega góður
matur og að fara öðru hverju í kvikmynda-
hús. Það kom meira að segja fyrir, að hún
keypti sér súkkulaði eða annað sælgæti.
Allir hugsanlegir hlutir freistuðu hennar
nú, sem henni áður hefði ekki komið til
hugar að veita sér. Þannig keypti hún dag
nokkurn dýran happdrættismiða, þar sem
stærsti vinningurinn var 90.000 krónur.
Ellefu dögum eftir komu sína til Kaup-
mannahafnar tókst henni að fá atvinnu í
lítilli vefnaðarvöruverzlun. Launin voru
fimmtíu krónur fyrsta reynslumánuðinn
og áttu eftir það að hækka upp í sextíu
og fimm krónur á mánuði. Að vísu sá hún
ekki, hvernig hún ætti að komast af með
svo lítil laun, en þó vildi hún ekki sleppa
þessu tækifæri, það var þó alténd lítils-
háttar æfing í starfinu, sem hún fengi.
Yfirmaður hennar í búðinni var roskin
piparjómfrú, með afbrigðum skapstirð við
alla nema viðskiptamennina. Það var
furðulegt, hvernig hún sat ætíð á skaps-
munum sínum, þegar þeir áttu í hlut. En
það var öðru máli að gegna viðvíkjandi
Ingrid. Eins og við mátti búast var hún
fyrst í stað mjög vankunnandi í starfinu,
enda fékk hún óspart að heyra það. Hún
var látin gera öll vandaminnstu og leiðin-
legustu störfin og meðal annars að sendast
með vörur á hjóli til viðskiptamannanna.
Á einni slíkri ferð mætti hún einu sinni
Viggo Anderson í fylgd með ungri, vel-
búinni stúlku. Þau töluðu saman og hlógu.
Ingrid varð blóðrjóð í andliti. Pakkinn, sem
hún hafði meðferðis á hjólinu, var stór
og óþægilegur. En Viggo beygði snögg-
lega yfir á næstu þvergötu, lét eins og
hann hefði ekki séð Ingrid og hélt áfram
að tala við stúlkuna.
Ingrid hafði allt í einu fengið svo mik-
inn hjartslátt, að henni fannst hún ekki
geta hjólað. Hún steig af hjólinu og leiddi
það, það sem eftir var leiðarinnar. Þegar
hún kom til baka, fékk hún ákúrur fyrir
að hafa verið lengi.
Skömmu seinna lenti hún í að afgreiða
einn af þessum viðskiptamönnum, sem allt
vilja skoða, en kaupa ekkert. Ingrid var
utan við sig og gerði ekki eins mikla til-
raun til þess að fá þennan vandfýsna við-
skiptamann til þess að kaupa og æskilegt
hefði verið. Eigandi verzlunarinnar var
einmitt viðstaddur þetta tækifæri. Og
strax og viðskiptamaðurinn var farinn,
sneri jómfrúin sér að honum og sagði:
— Sjáið þér nú til, herra Jensen, þess-
um viðskiptamanni hefði þó áreiðanlega
verið hægt að selja eitthvað, bara ef reynt
hefði verið til þess.
Verzlunareigandinn varð þungbrýnn á
svip og kallaði Ingrid inn á skrifstofu til
sín. Hann sagðist því miður sjá fram á,
að það væri ómögulegt fyrir sig að hafa
hana í þjónustu sinni lengur en þennan
fyrsta mánuð. Það gæti meira en verið,
sagði hann, að hún væri vel starfhæf á
ýmsum sviðum, en til verzlunarstarfa hefði
hún áreiðanlega enga hæfileika, því miður.
Hann ráðlagði henni að snúa sér heldur
að einhverju öðru starfi.
Og Ingrid varð aftur atvinnulaus. En
það var ekki það versta. Það, sem verra
var, var, að hún var orðin peningalaus. Af
laununum, sem hún fékk fyrir þennan eina
mánuð, varð hún að borga fjörutíu krón-
ur í húsaleigu. Þá átti hún aðeins tíu krón-
ur eftir. Húseigandinn, sem áður hafði
verið vinalegur, jafnvel smjaðurslegur við
hana, var orðin breyttur gagnvart henni.
Hún færði henni nú aldrei kaffi á morgn-
ana. Líklega hefir hún verið farin að
ímynda sér, að Ingrid væri ekki lengur
eftirsóknarverður leigjandi.
Ingrid sá nú, að hún varð að fá eitt-
hvað að gera. Það skipti engu máh, hvað
það var, bara að hún gæti unnið fyrir sér.
Hún hefði getað símað eða skrifað foreldr-
um sínum og beðið þau um peninga. En
hún hafði ekki skap í sér til þess. Bæði
var það, að þau voru fremur fátæk og svo
höfðu þau líka verið mótfallin för hennar
til Kaupmannahafnar. Nei, hún vildi held-
ur ekki opinbera ástæður sínar fyrir nein-
um, ekki einu sinni foreldrum sínum.
Tíu krónurnar hennar gengu fljótlega
til þurrðar. Hún keypti morgunblöðin og
ías atvinnuauglýsingarnar. Svo var hún á
þönum allan daginn á milli þeirra, sem
höfðu auglýst. Hún hafði ekki efni á að
fara í sporvagni, svo að hún fór alltaf
gangandi — frá Vesterbro til Amager, frá
Amager ytzt út á Nörrebro og aðrar shk-
ar langar vegalengdir. Þessar löngu göng-
ur ásamt ónógu fæði og stöðugum áhyggj-
um gerðu hana örmagna af þreytu og ör-
vinglaða.
Og hvort sem það hefir stafað af hinu
hörmulega útliti hennar eða af einskærri
óheppni, þá tókst henni ekki að útvega
sér neina atvinnu.
Hún fór snemma í rúmið á kvöldin og
reyndi að sofa. Fyrsta daginn, sem hún
hafði ekkert að borða, gekk það vel. En
næstu kvöld reyndist ómögulegt fyrir hana
að sofna. Sulturinn ýlfraði í innyflum
hennar. Örvinglun hennar óx og henni var
ómögulegt að liggja kyrr. Hugsanir henn-
ar snerust ahar um mat, hún varð að fara
á fætur, v a r ð að ná í eitthvað að borða.
Einn daginn fór hún til lélegs matsölu-
húss og bað um máltíð gegn því að borga
hana seinna. Hún fékk það eftir talsvert
þjark og eftir að hafa beðið í hálfa klukku-
stund í afgreiðslusalnum innan um fjölda
karlmanna, sem störðu á hana. En matinn
fékk hún samt — lítið eitt af kjöti og
mikið af kartöflum og sósu, allt á einum
diski. Hitt fólkið hafði borgað mat sinn
með kopar og silfri og var þar af leiðandi
rétthærra, mörgum þrepum hærra en hún.
Það tilheyrði mannfélaginu.
Menn, sem hafa sjálfir verið í svipuðum
erfiðleikum og Ingrid var nú í, geta fylli-
lega skilið hugsanagang hennar, aðrir ekki.
Undir slíkum kringumstæðum getur manni
flogið ýmislegt ótrúlegt í hug. Manni get-
ur fundizt, að það myndi vera huggun í
því að æpa upp yfir sig af öllum kröftum.
En slíkt gerir maður ekki, heldur bítur
bara á jaxlinn og þegir. Þegar maður hefir
sokkið svo djúpt að selja mannvirðingu
sína fyrir eina máltíð, ferst manni víst
ekki að vera mjög hátalaður.
Ingrid var aftur komin heim í herbergið
sitt. Hún lét fallast niður á stólsræfilinn
við borðið og fól andlitið í höndum sér.
Þannig sat hún lengi.
Þá var barið að dyrum. Ingrid þurrkaði
Framh. á bls. 21.