Vikan - 16.11.1939, Page 22
22
VIKAN
Nr. 46, 1939
Síðan dugnaðarmaðurinn Gísli Jónsson
og bæjarstjórn Isafjarðar hófu rækjuiðn-
að á Vestf jörðum, hefir myndazt nýtt orð
í málinu þar vestra um hreinsun og niður-
lagningu rækjunnar, og er það kallað að
rækja. Rétt eftir að Jónas Þorbergsson út-
varpsstjóri keypti rækjuverksmiðjuna á
Isafirði, sátu nokkrir reykvískir borgarar
og ræddu um þennan síðasta merkisatburð
í atvinnu- og kaupsýslumálum þjóðarinn-
ar. Verður þá einum að orði:
— Hvernig getur staðið á því, að Jónas
Þorbergsson skuli einmitt fara að kaupa
þetta fyrirtæki?
— Jú, skilurðu það ekki, svaraði annar
samstundis. — Það er af því, að þarna eru
alltaf níutíu stúlkur að rækja.
#
Jóhannes skáld úr Kötlum tók upp þann
sið að titla ljóðabækur sínar þannig, að
hann tók vísu eina og lét hverja ljóðlínu
vísunnar vera heiti bókarinnar. Þannig hét
fyrsta bók hans: „Bíbí Og blaka“, önnur:
„Álftirnar kvaka“, o. s. frv.
Fyrir nokkrum dögum kom út ljóðabók
eftir Jóhannes, er hann nefndi „Hart er í
heimi“. Eins og sjá má af þessu, er skáld-
ið þannig að fytja upp á nýju erindi til
fyrirsagna á ljóðabókum sínum, og hefir
hann að þessu sinni valið sér vísuna úr
Völuspá, er hljóðar svo:
Hart ’s í heimi,
hórdómr mikill,
skeggöld, skálmöld, o. s. frv.
Daginn eftir að hin nýja ljóðabók Jó-
hannesar kom út, hittust þeir á götu, Sig-
urður Einarsson, docent og Tómas Guð-
mundsson, skáld. Sigurður spyr:
— Ert þú búinn að fá nýju bókina hans
Jóhannesar?
— Já, svarar Tómas.
— Hvernig geðjast þér að henni?
— Mér finnst hann engu hafa aukið við
sig í þessari bók, en hinu get ég ekki
neitað, að ég hlakka gríðarlega til að fá
þá næstu.
MAÐURINN, SEM VARÐVEITIR
FLEST LEYNDARMÁLIN. Frh. af bls. 5.
— Nei. Ég er ákveðinn andstæðingur
þess. En hinu þori ég ekki að neita, að svo
geti farið, að til þeirra ráða verði að grípa,
og eiginlega eru það ekki nema eðlileg
leikslok og afleiðing stjórnarfarsins í land-
inu síðustu árin. En það er sorglegt til
þess að hugsa og vonandi, að það komi
ekki til framkvæmda, að nú verði að binda
næstu kynslóð íslendinga með lögum til
ævistarfa á þeim stað, er hún fæddist —
eins og gert var á miðöldum. Annars
fæ ég ekki skilið orsakimar til þess, að
fólk hefir flutzt svo unnvörpum til Reykja-
víkur á annan veg en þann, að enn séu
26. krossgáta
Vikunnar.
Lárétt:
1. Falskur. ■— 4. Numið. — 7.
Hreykni. — 10. Stuldur. — 11. Hreyft.
— 12. Áburður. — 14. Úttekið. -—■
15. Húsdýr. — 16. Bundin. — 17. Átt.
— 18. Veiða. — 19. Vísa. — 20.
Stækkuðu. — 21. Peningur. — 23.
Sjávargróður. -— 24. Rengir. — 25.
Kvenmannsnafn. — 26. Óhljóð. — 27.
Kátína. — 28. Stefna. — 29. Kliður.
—• 30. Svefnlæti. — 32. Dulnefni. —
33. Pottur. — 34. Stríða. — 35. Gróð-
ursetja. — 36. Hraðar. — 37. Heym-
artæki. — 38. Op. — 39. Áskurður. —
41. Hlýja. — 42. Snotur. — 43. Gróða-
brall. — 44. Á (fljót). — 45. Hitt.
— 46. Andi. -— 47. Gælunafn. — 48.
Bæjarnafn, þolf. — 50. Fæði. — 51.
Hræðsla. — 52. Vændiskona. -j- 53.
Skammst. — 54. Eignuðust. — 55.
Steypt. — 56. Pabbi, enskt. — 57.
Hæsti. — 59. Klæða. — 60. Drolla.
— 61. Farga. —- 62. Hraði. — 63.
Votlendi. — 64. Hugsunarleysið.
Lóðrétt:
1. Þjóðhöfðingi. — 2. Gæfa. — 3. Eiga ekki. — 4.
Loka. — 5. Trylla. — 6. Framkvæmdarstjóri. —
7. Spjalla. — 8. Mánuður. — 9. Skammst. — 11.
Tónsmíði. — 12. Sopi. — 13. Smádýr. — 15. Víf.
— 16. Faðmur. — 17. Verður. — 18. Hljómur. —
19. Trjátegund. — 20. Fiskur, þolf. — 22. Skrika.
— 23. Hljóp. — 24. ‘Kvæði. — 26. Lítill. — 27.
Umla. — 29. Belti. — 30. Gera hundamir. — 31.
landsmenn þó þeirrar skoðunar, að hér
muni vera betra að vera en annars stað-
ar á landinu.
— Var nokkurt atvinnuleysi í Reykja-
vík, þegar þér voruð að alast upp?
— Já. Þá voru flestir atvinnulausir frá
hausti t'l vertíðar. Og þá hafði enginn orð
á því. Fólk bjargaðist á sumarvinnunni yfir
myrkustu mánuði ársins eða þangað til
vinna hófst á ný. Flestir fundu sér eitt-
hvað til að dunda við, sér til gagns og af-
þreyingar, þó að ekki væri mikið upp úr
því að hafa. Nú er talað mikið um fátækt
og örbirgð hér í Reykjavík, og ég veit, að
það er satt, en þá var fólk ekki síður fá-
tækt og fór margs á mis. Munurinn liggur
fyrst og fremst í því, að þá þögðu menn
um fátækt sína og báru erfiðleika sína í
hljóði, en nú tala menn upphátt um allt,
sem þá vantar.
1 biðstofu borgarstjórans situr margt
fólk, roskíð fólk og fólk í blóma lífsins,
prúðbú’ð fó'k og tötrum klætt, og ber
hver í brjósti sitt hjartans leyndarmál,
sem nú á að trúa Pétri Halldórssyni fyrir
— manninum með fölskvalausu barnsaug-
un og þróttnrkla, hljómsterka bassaróm-
inn. S. B.
Ný bók.
Fvrir nokkrum dögum kom út á forlagi
Isafoldarprentsmiðúi hin heimskunna og
viðurkennda b^k Stefan Zweig um Maríu
Antomettu. drottningu, í þýð'ngu eftir
Magnús Magnússon, ritstjóra. I næsta
blaði verður þessarar bókar nánar getið.
Glaðvært. — 33. Vestmenn, fomt. — 34. Eyjuna.
— 35. Rétt. — 36. Dugleg. ■— 37. Eignast. — 38.
Láta af hendi. —1 40. llát. — 41. Var valdur að.
— 42. Skrautgripur. — 44. Leituðu. — 45.
Ómjúlkt. — 47. Mannsnafn. — 48. Bæjamafn. —
49. Frú Ciano. — 51. -legin. Hrædd. ■— 52. Af-
klæða. — 53. Sögð. — 54. Kvenmannsnafn. — 55.
Ólæti. — 56. Mannsnafn, stytt. — 58. Pest. —
59. Framkoma. — 60. Skepna. — 62. Tónn. —
63. Öskur.
Prentmyndastofan
lÆIS’THR
Hafnarstræti 17.
Framleiðir
fyrsta flokks
prentmyndir
Hin
stórmerkilega bók
M aria
A ntoinetta
er komin í
bókaverzlanir.