Vikan


Vikan - 11.01.1940, Blaðsíða 18

Vikan - 11.01.1940, Blaðsíða 18
18 VIKAN, nr. 2, 1940 31. krossgáta Vikunnar. Einar heitir maður nokkur, sem búsett- ur er í Landeyjum. Hafði hann fyrrum eigi fast heimili, heldur lifði þá á kaupa- vinnu á ýmsum bæjum þar í sveitinni. Þykir hann óhófsmaður á vín og tóbak og kvenhollur nokkuð. Einhverju sinni fær Einar þessa vísu í bréfi frá stúlku þar í sveitinni: Einar lifir eins og svín ekkert honum fróar. Hann vill tóbak, hann vill vín hann vill stúlkur nógar. Einar þrífur pennan og skrifar um hæl: Ég þakka fyrir þetta prent, sem þessum stóð á seðli, en flest af því, sem þar er nefnt þykir mannlegt eðli. Sveinn Sæmundsson, hinn þjóðkunni lög- reglumaður, er ættaður úr Austur-Land- eyjum, og eru sveitungar hans mjög hreyknir af honum. Sumar nokkurt, þegar Sveinn var erlendis til að kynna sér lög- reglumál, kemur bóndinn í Vatnshól, sem Oddur heitir Þórðarson, að Krosshjáleigu í Landeyjum. Bóndinn þar heitir Þorvald- ur og er ræðinn og skemmtilegur karl. Talast þeir nú við um tíðarfar og heyskap, þar til Þorvaldur spyr Odd, hvort hann viti nokkuð um Svein sinn Sæmundsson. — O-jú, segir Oddur og ræskir sig, — hann er nýlega farinn utan til þess að kynna sér hegningaraðferðir og æfa sig í glæpaverkum. * Hannes er maður nefndur Ein- arsson. Hefir hann lengi stundað sjó- mennsku á botnvörpungum, víða farið og kann frá mörgu að segja, enda telja kunn- ugir menn, að honum verði sjaldan orð- fátt. Margt er Hannesi vel gefið en hér verður aðeins eitt talið, sem sé, að hann er slyngur og áhugasamur spilamaður og spilar einkum bridge. — Eitt sinn sagði meðspilamaður hans hálfslemm, og þegar Hannes hafði lagt spilin sín á borðið, gekk hann yfir til meðspilarans og leit á spil hans. Meðspilarinn athugaði spilin dálitla stund og segir síðán: — Þetta stendur akkúrat. En Hannes háfði einnig reiknað út möguleika spilsins og hrópar upp yfir sig hinn æfasti: — Akkúrat? Ertu vitlaus, maður. Það r' stendur miklu meira en akkúrat. RAUÐAK VARIR. Pramh. af bls. 8. um sér. — Hann lokar augunum og reynir að fá samhengi í það, sem hefir skeð. Hon- um finnst seinustu mínúturnar hafa verið eins og heil, ömurleg eilífð. — Og allt í einu læðist óvænt, nístandi hugsun í gegn- um sál hans. — Guð hjálpi mér, stynur hann og reikar eins og hann væri drukk- Lárétt: 1. bókmenntastefna. — 13. gleði. — 14. nógur. — 15. algeng skammstöfun í ættartölum. — 17. hrindi. — 19. kvenmannsnafn. — 20. upphafsstaf- ir ísl. skálds. — 21. skera. — 23. kjassa. — 25. ísmyndun. — 27. aga. — 28. hrina. — 30. fjár. — 31. lána. — 32. á skipi. — 33. skammst. — 35. for. — 36. dásama. •— 37. þæfingur. — 38. rún. -— 40. kyrrð. — 41. verkfæri. — 42. klaki. — 44. skakktenntur. — 46. greinir. — 47. innræti (við- skeyti). — 49. tveir samhljóðar. — 51. hálfmelt fæða. — 54. söngflokkur. — 56. haf. — 57. fara. — 59. nýgræðingur. — 60. hætta. — 61. leiði. -— 62. sarga. — 64. fiskur. — 67. hugur. — 68. japl. — 70. fastastjama. — 71. ísl. skáld. — 72. ísl. kaupstaður (skammst.). — 73. veiðarfæri. •—• 75. viljugur. — 76. skammst. (úr homafræði). — 77. borg í ftalíu. — 79. finnskur stjórnmálamaður. — 81. undirhyggjulegur. inn að borðinu. Með skjálfandi hendi dreg- ur hann út borðskúffuna og fálmar með titrandi fingrum eftir skúffubotninum. — Hann dregur upp lítið spegilbrot og lyftir því hikandi að andlitinu. Eitt augnablik horfist hann í augu við sjálfan sig. — Svo er eins og allt líf fjari út í augum hans. Höndin fellur máttlaus niður með síðunni og spegilbrotið fer í ótal . mola á gólfinu.------Annar vangi hans er stimplaður greinilegu merki eftir rauðar varir ... Forsetakostningin. Um mánaðamótin nóvember og desem- ber stofnaði VIKAN til kosninga meðal lesenda sinna um það, hvern íslending þeir vildu kjósa til að vera forseta hins íslenzka lýðveldis, er dagar þess rynnu upp, eins og gert er ráð fyrir að verði með sam- bandslagaslitunum við Dani 1943. Blaðinu hefir þegar borizt mikill fjöldi atkvæða, er nýlega voru talin hjá lög- manni og voru þau úrslit birt í sýn- Lóðrétt: 1. tætlur. -— 2. stefna. — 3. hafna. — 4. vera nízkur. — 5. fæða. — 6. tveir eins. — 7. 50 lárétt. — 8. viður. — 9. gælunafn (karlmanns). — 10. blása. — 11. ónefndur. — 12. á fingrmm. — 16. vindhviða. — 18. réttarhald. — 20. ódmkkinn. —• 22. fyrirlíta. — 23. mynt. — 24. viðureign. — 26. nudda. — 28. sjór. — 28. kennd. — 32. 40 lárétt. — 34. 59. lárétt. — 37. þyrping. — 39. embættis- tákn. — 41. mannsnafn. — 43. skáþil. — 45. farðu burt. — 48. konungur. — 50. ‘lygar. — 52. fæddi. ■— 53. stormur. — 54. sterkur. — 55. hræðast. —- 56. gætt. — 58. þræta. — 61. mannsnafn. — 63. formerki. —■ 65. hæð. — 66. skammst. — 67. kannski. — 69. — e = kvikmyndaleikari. — 71. káka. — 74. tikk. — 75. kona. 77. skammst. —• 78. þegar. — 79. tveir saman í stafrófinu. — 80. samtenging. ingarglugga blaðsins, Austurstræti 12, og í útvarpinu. En sú talning, sem þá fór fram og þau úrslit, sem þá urðu kunn, er að- eins undirbúningstalning, því að blaðið hefir ákveðið að framlengja kosningar- frestinn til 15. jan., og verða allir atkvæða- seðlar þá að vera í vörzlum blaðsins fyrir kl. 6 að kvöldi þess dags. Morguninn 16. jan. fer svo lokatalning atkvæða fram hjá lögmanni, og hin endanlegu úrslit birt samdægurs. Meðfylgjandi kjörseðill er því síðasta tækifærið til að taka þátt í þess- ari kosningu. AtkvæðaseðilL Próf-forsetakosningin Fyrir fyrsta forseta hins væntanlega, ís- lenzka iýðveldis kýs ég: Vikublaðið VIKAN, Austurstræti 12, Rvík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.