Vikan


Vikan - 14.03.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 14.03.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 11, 1940 SVEITUNGAR. Allar stúlkur eru skotnar í mér, sagði ungi, laglegi hermaðurinn með stutt- klippta hárið við félaga sína.. Hann stóð á miðju kofagólfinu. Auk hans voru þar inni þrír veikir menn. Þeir lágu á breið- um fjölum, sem voru stráðar þurrum hálmi. Tveir þeirra horfðu kæruleysislega upp í loftið, en sá þriðji lá grafkyrr út í horni, dúðaður í tötrum upp að eyrum. Honum var kalt. Það var norrænn vetur, þögull og þung- búinn. Þarna voru bjálkakofar og furutré, sem líktust penslum. Yfir jámbrautarstöð- inni svifu gufuhnoðrar frá eimlestinni og krákurnar flugu í þéttum hópum. Þarna vom vöruvagnar merktir rauðum krossi og hlaðar af flekkóttum birkibútum. Veiku mennirnir þjáðust af leiðindum og aðgerðaleysi. Samt langaði þá ekki mik- ið að komast aftur á vígvöllinn, þar sem herdeildin þeirra hafðist við, vegna þess að þar urðu þeir að hlýða fyrirskipunum, grafa skotgrafir, og auk þess var alltaf hættulegt að vera þar. Einn var alveg frá af gigt. Annar var að láta lækna kýli á fótunum á sér. Maðurinn, sem var dúðað- ur upp að eyrum, hafði nýlega fengið taugaveiki. Snöggklippti hermaðurinn hafði ógeðslegan sjúkdóm. — Allar stúlkur eru skotnar í ímér, sagði hann hægt og rólega. — Haldið þið, að ég sé að ljúga þessu? Það veit guð al- máttugur, að þetta er heilagur sannleikur. Hvers vegna þær eru skotnar í mér — viti skollinn. En aðalatriðið er þetta: það á aldrei að beita frekju. Þið verðið að kunna aðferðina. Svoleiðis er það. Það geðjast ekki öllum kvenmönnum að frekju. Sumum þó. Og ég hefi ekkert á móti því. En það þýðir bara ekkert stundum. Maður verður að haga sér heiðarlega, ef stúlkan er góð. Hún segir já, og þá segir maður líka já. Hún segir nei, og þá verður maður að segja nei. Þetta er nauðsynlegt að kunna. Einu sinni var ég í almennilegri herþjónustu og foringinn okkar hét Virev, efnaður náungi. Það var logandi lagleg vinnukona hjá honum. Hún var góð og hreinlát. Fín eins og heimasæta og bara vel uppahnn. í fyrstunni hélt ég, að ég gæti náð henni með frekju. Ó-nei, lags- maður. Þá breytti ég um aðferð. Þegar hún sagði já, þá sagði ég já líka. Og þegar hún sagði nei, þá sagði ég nei. Ég bauð henni með mér út, fór í leikhúsið með henni og keypti handa henni súkkulaði. Mér tókst það, sem ég ætlaði mér. Hún reyndi að snúa sig út úr því, en það var orðið of seint. Ég fór á hverju kvöldi að finna hana. — Jæja, ég varð þreyttur á henni. Það er satt. Stúlkur eru skotnar í mér — það segja allir. Aðstoðarlæknirinn kom inn í kofann með hitamæli. — Jæja, kunningi, ertu nú aftur farinn að segja lygasögur um, að stúlkur séu skotnar í þér? spurði hann. — Haltu bara áfram að ljúga, blessaður haltu áfram! Það er svo sem auðséð, að stúlkur eru skotnar í þér. | Smásaga eftir Valentin Kataév ......ll■ll■lll■■l■lll■l■l■■l■l■l■■l■■l■ll■ll■■l■■lll■lllllll■■l■■ll■l■l■l■ll■ll■■■■l■■■l■ll•■l'^ Hann deplaði öðru auganu. — Mikil ósköp, þær hafa meira að segja borgað þér fyrir sig. — Æ, þetta kvenfólk, sagði hermaður- inn með uppgerðar kæruleysi. — Fjandinn hirði þær! Þær eru kannske búnar að eyði- leggja mig. Aðstoðarlæknirinn tók í öxlina á dúðaða manninum og hristi hann. — Félagi! Ertu sofandi? Vaknaðu! Ég varð að mæla í þér hitann. En hvað þú skelfur, maður! Ég er hræddur um, að það verði að minnsta kosti fjörutíu stig. — Mig langar í að drekka--------------sagði veiki maðurinn hljóðlega. — Hana, settu mælirinn í handarkrik- ann. Veiki maðurinn tók við mælinum, eins og honum var sagt og þagði. Honum var heitt og leið illa. Það var dimmt í kofanum. Aðstoðar- læknirinn fór út og kom inn aftur með bolla og pínulítinn, glaslausan olíulampa. Lampinn ósaði og loginn var bláleitur að lit. Aðstoðarlæknirinn lét hann á ofninn og gluggarnir urðu strax bláleitir, og það varð bjart í herberginu, en um leið sást, hve óhreint var inni og yfirfullt af mönn- um. — Líður þér mjög illa? spurði aðstoð- arlæknirinn. — Já. — Ég verð að segja lækninum frá því. Að hálftíma liðnum voru þeir farnir að . venjast bláleita, flöktandi ljósinu og fór nú að leiðast aftur. Gigtveiki hermaður- inn klóraði sér. Það voru einhver smákvik- indi að bíta hann. — Fari þau norður og niður! Þessi ótætis kvikindi eru farin að bíta mig aft- ur. Mér er illa við þetta Minsk-hérað. Það úir og grúir af þeim í hverjum kofa hérna. Hann brölti eirðarleysislega á hné, dró kámugan stokk upp úr vasa sínum, kveikti á eldspýtu og bar logan að veggnum. — Ertu nú aftur farinn að brenna þau? spurði maðurinn með kýlin. — Já, ég er að brenna þau, bölvuð kvik- indin. Ég hefi engan frið fyrir þeim. 13 — Passaðu þig bara að kveikja ekki í kof anum! — Engin hætta! Nú varð löng þögn. — Það er nú einu sinni svona — kven- fólkið er vitlaust í mér, sagði ungi hermað- urinn. — En mér er alveg ómögulegt að skilja, hvers vegna þær eru skotnar í mér. Ekki ein einasta hefir getað staðizt mig. Það er heilagur sannleikur. Seinast í fyrra var ég heima í leyfi og mér var ómögulegt að losna við kvenfólkið. Og það konur her- manna. Það er tæplega hægt að trúa því um þær! — Jú, víst er það satt um hermanna- konurnar, sagði maðurinn, sem var að brenna kvikindin. — Það er tæplega hægt að trúa því! En þó vita það allir. Eigin- mennirnir eru ekki heima. — Hvað þurfa þær svo sem að óttast? sagði maðurinn með kýlin byrstur. — Mað- urinn er í skotgröfunum. Langt í burtu. Það er erfitt að lifa mannlaus. Ha? Okk- ar líf er látlaus þrælayinna. En ef ég kæm- ist að því, að litla konan mín væri að leilra á mig, þá skyldi ég drepa hana. Ég skyldi drepa hana. — Gott og vel. Þú mundir nú ekki gera það samt, sagði ungi hermaðurinn. — Eins og ég var að segja, þá kom ég þangað í leyfinu mínu. Allir tóku ofan fyrir mér. Jæja, það var annars svei mér gaman. Ég gat varla þverfótað fyrir kvenfólkinu. Fn ég kæri mig ekki mikið um svoleiðis kven- fólk. Ég vil hafa þær ungar og beinvaxnar. Og í þorpinu okkar, þar sem ég var, bjó ung kona, afbragðs kvenmaður! Hún var kölluð Dasha. Það er sama og Darja. Skolli lagleg. Jæja, ég reyndi við hana. Fyrst gekk ekkert. Hún vildi eltki einu sinni hlusta á mig. Ég reyndi frekjuáðferðina — ekki til neins. Ég reyndi kurteisina — enginn árangur. Sú er erfið viðfangs, hugsaði ég. Ég reyndi þetta og hitt— hún lét ekki undan. Ég fór í skemmtigöngu með henni á hverjum einasta degi, sem guð gaf — og alltaf var hún jafn þrá. Ég sagði við hana: Ég ætla að heimsækja þig í kvöld. Hún sat bara náföl, hvít eins og ofninn þarna. Hefði hún bara brosað ofurlítið — ónei. Ég sá, að fólk var farið að hlæja að mér. Ekkert gekk! En hugsið þið ykkur bara, þá kom hún til mín sjálf, af eigin vilja. — Ég get ekki staðizt þetta lengur, segir hún, — þegar maðurinn minn er ekki heima. Og hún fer að hágráta, af því að það voru tvö ár síðan hún sá manninn sinn seinast. Náttúrlega kyssti ég hana ósköp blíðlega, klappaði henni á hendina og svo framvegis. Ég bjó hjá henni þessa daga, sem eftir voru af leyfinu, eins og hún hefði verið konan mín. Ég kom til hennar á hverju kvöldi og hún hjálpaði mér úr stígvélunum og skalf öll og titraði. Það var dásamlegt! Hún elti mig hvert sem ég fór eins og skugginn minn. Hún var svo hæglát og hljóð. Afbragðs kvenmaður. Og bezt af öllu var það, að þó einhver annar náungi reyndi til við hana, þá vildi hún

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.