Vikan


Vikan - 14.03.1940, Blaðsíða 18

Vikan - 14.03.1940, Blaðsíða 18
18 VIKAN, rir. 31. 1940' Séra Gísli Skúlason frá Stóra-Hrauni er orðheppinn maður. Hann er sérstaklega fylgjandi Þjóðverjum í styrjöldinni. Eftir- farandi svar fékk einn kunningi hans, er hann spurði, hvernig prestinum litist á stríðið: — Það eru meiri bölvaðir aumingjarnir, þessir Bretar, stríðið er búið að standa í viku, og þeir eru búnir að drepa eina kerl- ingu, og það í hlutlausu landi. En það var þegar Bretar vörpuðu sprengjunni yfir Esbjerg. Magnús heitir maður .og á heima í Reykjavík við Bjarnarfjörð. Fyrir nokkru keypti hann trillubát af nágranna sínum og hugðist „róa“ honum til fiskjar. Segir I ekki af Magnúsi fyrr en hann fer í fyrsta róðurinn og gengur allt vel fyrst í stað. En er stutt var farið, stöðvast vélin og fór hún ekki af stað hverra bragða, sem Magnús beitti. Eftir nokkra stund kemur þar að annar bátur og fara aðkomumenn að reyna að koma vélinni af stað fyrir Magnús, en árangurslaust. Þeir sjá þó bráðlega, að ástæðan er sú, að ekki er olía í tank vélarinnar, og segja Magnúsi frá, en hann verður byrstur við og segir: — Nú, ég hefi þá verið svikin á vélinni, því að mér var sagt, að það þyrfti einskis með. Jörundur Gestsson bóndi á Hellu við Steingrímsfjörð, kom eitt sinn í Staðar- kirkjugarð og mælti þá fram þessa vísu: Telst það skrítin tilfinning, tryggð ef á skal minna, að, bera fúið lúsalyng á leiði vina sinna. # Fyrir nokkrum árum hélt Jörundur Brynjólfsson þingmálafundi í Strandasýslu fyrir þingmenn kjördæmisins. Á fundi í Ámesi þótti hann taka allharkalega ofan í við Guðjón á Eyri, og var ekki laust við, að menn kenndu í brjósti um hann. Nokkru síðar sat Guðjón veizlu í Árnesi og var þá þögull og lagði lítið til mála, sem var þó óvenjulegt. Þá varð síra Sveini að orði: — Tala þú, vinur, hér er enginn Jör- undur. Dag einn síðastliðið sumar voru, sem oftar, nokkrar konur í fiskvinnu á fisk- verkunarstöð í Steingrímsfirði. Til dægra- dvalar ræddu konumar um barneignir, og aðallega, hvort betra væri að eiga drengi eða telpur, og sýndist sitt hverri. Ein þagði iengi vel, en segir svo: — Mér hefir reynzt bezt að eiga bömin hvert með öðm. I krossgáta Vikunnar. Lárétt: 1. Allsnægtirnar. — 13. Líkams- hlutinn. — 14. Gangiir. -—- 15. Hús- dýr. —• 16. Tegund. — 18. Á húsum, ef. fl. — 20. — Hót. — 23. Veiðir. — 25. Fengur. — 27. Starfa. — 29. Loft- tegund. -— 30. Jurt. — 31. Væn. — 32. Uppspretta. —- 34. Fremur. — 36. Mannsnafn. — 37. Illar. ■— 39. Óskiftri. •— 41. Verkfæri. — 42. Fljót. •— 44. Klæðning. — 46. Blað. — 49. Tregi. — 51. Peningar. — 53. Úr- gangur. — 55. Sögn. — 56. Verkfæri. — 57. Brjóstgrind. — 58. Efni í kjól. — 60. Kvenm.nafn. — 62. Fljót. — 63 Einstæðinga. — 65. Húsdýr. — — 67. Hljóð. — 68. Tunga. — 70. Leikari. — 72. Hljóðar. — 75. Eyja- skeggi. Lóðrétt: 1. Hætta. -— 2. Hváð segirðu?! —• 3. Magnar. — 4. Storknar. — 5. Smakka. — 6. Forsetning. — 7. Félag. — 8. Steintegund. — 9. Grastegund. •— 10. Steintegund. — 11. Hreyfing. — 12. Á augnablikinu. -— 17. Umferð. — 18. Koma niður á. — 19. Uxu ósánir í Vinlandi. — 20. Skvampa. — 21. Mannsnafn. — 22. Slanga. — 24. Stytt mannsnafn. — 26. Flokkur. — 28. Gælunafn. — 33. Ögn. — 34. Neita. •— 35. Tíma- bil. — 36. Miklar. — 38. Vísir. — 40. Skildagi. — Er Hermann Jónasson var í kosninga- leiðangri í Strandasýslu síðast, kom hann að bæ, sem Kaldbak heitir. Bóndinn þar heitir Guðjón og er hann maður hispurs- laus og hóf samtalið við ráðherrann á þessa leið: — Svona eruð þið, þessir andskotar! Nógu uppveðraðir, þegar þið eruð að biðja mann að kjósa ykkur, en þegar það er búið, þá snúið þið strax við manni bakinu. O Ásgeir sál. Guðmundsson frá Nesi og Jakob Guðjohnsen verkfræðingur voru bekkjarbræður í skóla. Eitt sinn komu þeir of seint í tíma til Bjarna Sæmundssonar kennara. Bjarni spyr, en Jakob verður fyrir svörum: Bjarni: Hvar voruð þér, Jakob? Jakob: Ég var með Ásgeiri. Bjarni: Hvar var þá Ásgeir? Jakob: Hann var með mér. Bjarni: Hvar voruð þið þá báðir? Jakob: Við vomm saman. Eitt sinn voru þeir Guðmundur Hannes- son prófessor og Hörður Bjarnason full- trúi Skipalagsnefndar á gangi í Laugarás- holtinu innan við bæinn, í erindum Skipu- lagsnefndar. Þegar þeir eru komnir aust- an í holtið, bendir prófessorinn á hús, sem þar stendur ofarlega í halla, og spyr, hver búi þar uppi í hæðinni. Hörður segir, að þar muni búa Jón Ey- þórsson veðurfræðingur. Segir þá Guðmundur Hannesson: — Já, svo að hann býr hér, en betur fyndist mér það eiga við, að hann væri hér í einhverri lægðinni! 43. Mest. — 44. Fornfrægxir sænskur stjórnmála- maður. •— 45. Jómfrú. — 46. Iþróttafélag. —• 47. Spara. — 48. Mannsnafri. — 50. Mannsnafn. — 52. Sjór. — 54. Kvenm.nafn. — 59. Hali. — 60. Nýrra. — 61. Spil. — 62. Aldurinn. —- 64. Til húðunar. — 66. Setji. — 69. Iþróttafélag. — 70. Tveir eins. -— 71. Greinir. — 72. öfugur tvíhljóði. — 73. R. G. — 74. Tímabil. SKÁK. Drottningarbragð. Hvítt: Eggert Gilfer. Svart: Hannes Arnórsson. 1. d2—d4, Rg8—f6. 2. Rgl—f3, e7—e6. 3. c2—c4, d7—d5. 4. Bcl—g5, Bf8—e7. 5. Rbl—c3, Rb8—d7. 6. e2—e3, 0—0. 7. Hal—cl, c7—c6. 8. Bfl—d3, d5Xc4. 9. Bd3 x c4, Rf6—d5. 10. Bg5xe7, Dd8 x e7. 11. 0—0, Rd5 x c3. 12. Hcl X c3, e6—e5. Þessi leikur mun vera sá algengasti í stöð- unni. Skákfræðilega séð er hann samt ekki réttur, svart hefir enn ekki komið mönn- um sínum svo fyrir að tímabært sé að opna línur. Réttara virðist því 12. —„—, b7—b6. Hvítt á nú um margar leiðir að velja, venjulegasta svarið er 13. d4Xe5. 13. Ddl—c2, e5 X d4. 14. e5 X d4, Rd7—f6. 15. Hfl—el, De7—d6. 16. Rf3—g5, h7— h6? Slæmur leikur, sjálfsagt og ef til vill fullnægjandi var g7—g6; samt sem áður væri svarta taflið mjög ervitt, þar sem hvítu standa mjög vel og ráða þeim lín- um, sem um er barist, en svörtu menn- imir hafa hinsvegar afar takmarkað hreyfifrelsi. 17. Rg5xf7!, Hf8xf7. 18. Dc2—g6, Dd6—f8. 19. Hc3—f3, Bc8—f5. Gefur manninn góðfúslega til þess að losna úr verstu klípunni. Ef 19. —,,—, R—d5, þá 20. Hxf7!. 20. Bc4xf7, Df8xf7. 21. Dg6 X f7, Kg8 x f7. 22. Hf3 x f5, Ha8—d8. Hvítur hefir auðvitað gerunnið tafl. 23. Hf5—a5, a7—a6. 24. Hel—dl, Rf6—d5. 25. a2—a3, Rd5—c7. 26. Ha5—f5t, Kf7— e6. 27. g2—g4, Rc7—b5. 28. Hdl—elf, Ke6—d6. 29. Hel—e4, g7—g6. (Skárra var H—d7). 30. Hf5—f6f, Kd6—d5. 31. He4—e7, Rb5 x d4. 32. He7 x b7 og svart gaf eftir nokkra leiki. Óli Valdimarsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.