Vikan


Vikan - 08.08.1940, Síða 1

Vikan - 08.08.1940, Síða 1
Nr. 32, 8. ágúst 1940. Fyrir- myndin. Smásaga eftir Carol Brown. Hann átti að ltasta stúlkunni á dyr, en það fór á aðra leið. Allan Harrow heyrði Celiu Todds fyrst nefnda á nafn, þegar faðir hans morgun einn sagði: — Ég verð að láta bera þessa stúlkukind út. Hún hefir haft þessa vinnustofu á leigu í eitt ár og skuldar húsaleigu fyrir sex mánuði. Hún svarar ekki, þegar við skrifum henni. Hún opnar ekki, þegar við hringjum dyrabjöll- unni. Það er ómögulegt að koma nokkru tauti við hana. Þetta gengur ekki lengur svona. Þú verður að fara þangað, Allan, ná á einhvern hátt tali af henni og gera henni skiljanlegt, að ef hún borgi ekki, þá verði henni kastað á dyr. Þú, með þitt gríska andlitsfall, hlýtur að geta unnið krafta- verk. — Heldurðu það, sagði Allan og varð hugsað til þess, sem Marcia lét sér um munn fara kvöldinu árum. Hvað hana snerti virtist hann að minnsta kosti ekki geta unnið kraftaverk. En hvað sem um þetta var, þá hélt Allan Harrow út í hverfið, þar sem vinnustofur þær voru, sem heyrðu undir fasteignaskrif- stofu föður hans. Hann þaut upp á fimmtu hæð og leitaði, þangað til hann fann á einni hurðinni nafnið Ceha Todd. Allan Harrow hikaði. Hingað var hann sendur til höfuðs þessari veslings listakonu og átti að hræða hana til að borga húsaleiguna. Hann sá bréf á gólfinu við hurðina. Það var frá fasteignaskrifstofunni og hann vissi, að í því var hótun um, að hún yrði borin út, ef hún ekki borgaði samstundis. Hann tók bréfði, stakk því í vasannn og barði að dyrum. Eftir stutta stund var hurðin opnuð og ung stúlka í bláum slopp stóð í gættinni. Hún var með rauðbrúnt, hrokkið hár, stór, dökk augu og fíngerða andlitsdrætti. Nei! hrópaði hún glöð í bragði, — það eruð einmitt þér, sem mig vantar! — Hvað .. . hvar . . . stamaði Allan. — Þér eruð rétta fyrirmyndin, sagði hún mjög ákveðið. — Fyrirgefið, en . Framh. á bis. 13.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.