Vikan


Vikan - 08.08.1940, Síða 10

Vikan - 08.08.1940, Síða 10
10 VIKAN, nr. 32, 1940 Heimilið ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Matseðillinn. Súpa á la jardiniere. Hænsnafricasse. Súpan: Með kjötseyði (Maggieteningakrafti) sjóðist sundurskomar gnlrætur, selleri, laukur og gular baunir. Þegar allt er mauksoðið, síist súpan, setjist yfir eldinn aftur, með smáskomum gul- rótarlengjum, selleriteningum, rófum og ef til viil grænum baunum. Súpuna má lita með soyju. Hænsnaf ricasse: Eftir að hafa farið innan í hanann eða hæn- una (en hún er eins góð, ef hún er ung), og þvegið hana vel í mörgum volgum vötnum, þá limið fuglinn í sundur í mátulega bita, setjið í pottinn með svo miklu köldu vatni, að það að eins fljóti yfir limina. Hafið lokið vel á og látið malla í 1—1% klukkutíma eða þar til þeir em orðnir meyrir. Sé fuglinn gamall, veitir ekki af 3—4 tíma suðu, munið þó, við hægan eld. Setjið salt í og lítið eitt af pipar undir suðulokin, og lítinn smjörbita. Sjóða má einnig lítið eitt af selleri með eftir smekk. Búið til jafning af 2 matskeiðum af hveiti og mjólk, og bætið í pott- inn; einnig getið þér bætt við 2 vel hrærðum eggjarauðum, sjóðið nú í 1 mínútu, færið svo upp á heitt fat. Bæta má við heilum, grænum baunum og niðurskornum aspargesstönglum. Húsráð. Ef á að nota fægða potta eða katla yfir rjúk- andi eldi, er gott að bera ofurlitla feiti á þá. Sótið festist þá ekki við pottinn, og ef hann er þveginn í heitu vatni á eftir verður hann eins gljáandi og nokkuru sinni fyrr. Seigt kjöt verður meyrara, ef blöndu af salat- olíu og ediki (2 hlutar olíu móti einum hluta ediks), er helt yfir það áður en það er steikt, og það látið standa á flötu fati i 3—4 klukku- stundir. Einfalt ráð til þess að taka laxerolíu og lýsi, án þess að hinn eitraði eftirsmekkur bagi, er það, að skola munninn á undan með eins heitu vatni og maður þolir. Þetta gerir gómana svo heita, að olían rennur niður, án þess að nokkuð af henni loði innan í munninum. Til þess að skúra bletti af öllum eldhúsáhöldum og þvílíku: Skerið % pund af sápu í smátt — notið t. d. sápuafganga — setjið í leirkrukku og hellið pela af sjóðandi vatni yfir og síðan um 100 gr. af vikurdufti (pimsteini). Blandið vel saman. Þegar það er kalt, er það þykk kvoða, og er borið á hlutinn, sem hreinsa skal, með ullartusku, og hluturinn nuddaður vel. Að það komi sjaldan fyrir, að menn slasist á sínu eigin heimili. Að það sé gott fyrir hárið, að láta svíða það í broddinn. Að hiksta sé bezt að lækna með því að gera þeim bilt við, sem þjáist af honum. Að Darwin hafi haldið því fram, að mennimir væra komnir af öpum. Að það sé skaðlegt að sofa á vinstri hlið. Að tunglgeislarnir geti orsakað geðveiki. Að það styrki augun að baða þau í köldu vatni á hverjum morgni. Að mjólk sé ekki nauðsynleg í mataræði fullorðinna. Að maður yfir fertugt hafi gott af að leggja stund á erfiðar íþróttir. Að verkur vinstra megin í brjóstinu sé sennilega merki um hjartasjúkdóm. Að það sé sama hvernig maður snýtir sér. Að mislingar séu ekki alvarlegur sjúk- dómur. Að maður eigi að tyggja betur kjöt en brauð, grænmeti og ávexti. LAUSNIR á „Hvernig er það hægt?“ á bls. 2: (1) 888 — 88 — 8 — 8 — 8 = 1000. (2) 441/a mínútu. Hann þarf ekki að klippa nema 89 sinnum. (3) Smalinn kveykir í grasinu á miðri eyjunni. Sá eldur berst með vindinum til austurs og eftir hann myndast útbrunnið svæði, þar sem smalinn gat verið óhultur með hjörð sína. Rósin. Frá upphafi vega hefir rósin verið tákn þagnarinnar, og það sem sagt var „sub rosa“ (undir rós), varð að skoða sem leyndarmál. Hinir forntr Aþenubúar báru rós í hárinu, þegar þeir voru að segja leyndarmál, og á miðöldunum voru loftin í borðstofunum skreytt rósum, til þess að minna gestina á, að samtalið við borðið ætti að fara fram í trúnaði. Á sextándu öld voru rósir settar yfir marga skriftar- stóla. (VÉg legg ekki trúnað á þad." Það er ekki gott fyrir hárið að svíða það í broddinn, segir dr. Thomen í bók sinni: „Ég legg ekki trúnað á það“. Amerískur læknir hefir skrifað bók, sem hann kallar: „Ég legg ekki trúnað á það.“ I þessari bók tekur hann 185 dæmi um almennar fullyrðingar, sem að hans áliti hafa ekki við rök að styðjast. Þessum dæmum hefir læknirinn, dr. Thomen, safnað á meðal sjúkhnga sinna, og hann segir, að hvað eftir annað hafi hann heyrt fólk, sem að öðru leyti virtist hafa góða menntun og heilbrigða dómgreind til að bera, slá fram þessum fullyrðingum. Hér skulu tilfærð nokkur dæmi úr bók dr. Thomen. Það er rangt: Að það sé þroskandi fyrir heilann að borða fisk. Að stór kýli séu hreinsandi fyrir líkam- ann. Að hátt enni sé merki um miklar gáfur og menningu. Að lítil haka sé einkennandi fyrir veik- lynda menn. Að rautt flónel sé hlýjara í föt en hvítt flónel. Að það sé skaðlegt að hafa blóm í svefn- herberginu á nóttunum. Að maður eigi að draga það eins lengi og mögulegt er að fá sér gleraugu, því að augun venjist þeim, svo að ilmögulegt sé að vera án þeirra.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.