Vikan


Vikan - 15.08.1940, Page 9

Vikan - 15.08.1940, Page 9
— Hvað hefirðu skemmt mér annað en gefa mér mynd af þér? — Hvað segið þér! Ætlar maðurinn yðar að láta brenna sig, þegar hann deyr? — Já, hann er kolakaupmaður og getur ekki verið þekktur fyrir annað. Hún: — Getur ekki presturinn sagt mér, hvernig ég á að haga mér gagnvart manninum minum, þess- um garmi? — Jú, María. Passa bara upp á boðorðin tíu og munninn á yður, María mín. Liðsforinginn: — Heyrið þér, 84, var það ekki eldhússtúlkan hjá foreldrum unnustu minnar, sem þér voruð með í gærkvöldi? 84: — Jú, það var ég. Og ef liðsforingjann langar í eitthvað sérstakt í matinn á sunnudag- inn, þá skuluð þér bara láta mig vita. -— Er þér höfðuð nefnt ákæranda ýmsum ónefnum og hellt yfir hann skammaryrðum, þá rákuð þér honum hnefahögg í andlitið. Hvers vegna gerðuð þér það? — Ég mundi allt í einu, að hann heyrir illa. —. Hjálp! Hjálp! Slepptu mér, fiflið þitt, ég er margbúinn að segja, að ég var að fara á grímu- dansleik! — Ég gæti lagt brennandi hjarta mitt að fót- um yðar, ungfrú! — Mikið væri það gott, því að mér er, sann- ast að segja, kalt á fótunum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.