Vikan


Vikan - 15.08.1940, Síða 13

Vikan - 15.08.1940, Síða 13
VIKAN, nr. 33, 1940 13 Maluriiii, sen kiqipG unioi 0 Framhaldsaga eftir EDQAR WALLACE Herra Leete stóð hægt á fætur og setti á sig hanzkana. „Tilboð yðar er hlægilegt,“ sagði hann, og það var auðheyrt á röddinni, að hann meinti það. , King Kerry stóð á fætur líka. „Það er lítið eitt minna en hið raunverulega verðgildi verzlunarinnar,“ sagði hann, „en ég verð nð fá tóm til að vinna aftur það, sem ég gaf fyrir Tack & Brigthen — eða það, sem ég borgaði um- fram sannvirði." Hann fylgdi gesti sínum til dyra. „Ég hafði hugsað mér að bjóða yður til hádegisverðar með mér, svo að við gætum talað frekar um þetta, en ég verð því miður að fara til Liverpool seinna í dag.“ „Ekkert samtal getur haggað ákvörðun minni,“ sagði Leete kuldalega. „Tilboð yðar er fjarstæða.“ „Þér munið taka þvi með þökkum áður en árið er liðið,“ sagði Kerry. Hann lokaði hurðinni. Þegar herra Leete var kominn út á götu, náði hann sér í bil og kom heim til sin frávita af reiði. Hermann Zeberlieff hlustaði með athygli á skýrslu hans, sem var allt annað en glæsileg. Seinna þennan sama dag var ungur og lífs- glaður fréttaritari frá „Monitor" að ráfa um í Middlesex Street og kom þá auga á kunnugt and- lit, sem hvarf inn í „Am Tag“. Þetta var sóða- legur klúbbur, þangað sem allskonar náungar frá meginlandi Evrópu, sem þóttust vera sósialistar eða stjórnleysingjar, en voru vafalaust landflótta glæpamenn, vöndu koinur sinar. Fréttaritarinn þekkti manninn, þrátt fyrir dulargerfið og elti hann inn í klúbbinn með þeirri alkunnu leikni, sem einkennir blaðamenn, þegar þeir fá nasasjón af einhverjum stórviðburðum. 8. kapítuli. Ibúarnir í Smith Street. Elsie Marion fór aftur heim í íbúð sina í Smith Street, Southwark og raulaði lag fyrir munni sér. Það var ótrúlegt, og þó var það blákaldur veruleikinn. Hún strauk leður-handtöskunni sinni blíðlega, og skrjáfrið í pappímum vakti þægi- lega öryggiskennd hjá henni. Því í töskunni var geymdur hinn dýrmætasti fjársjóður. Það var samningur, skýr og ótví- ræður, eins og einungis lögfræðingar geta gert, skrifaður á litla, stifa pappírsörk með litlu L- merki í vinstra homi, þar sem hún (hér eftir nefnd starfsmaður) skuldbatt sig til að vera einkaritari forstjórans (hér eftir nefndur vinnu- veitandi) fyrir London Land Trust í fimm ár með 520 punda árslaunum, sem áttu að borgast vikulega, tíu pund í hvert sinn. Það mundi ekki liða á löngu, hugsaði hún, áð- ur en hún vaknaði af þessum draumi til hins kalda veruleika, sem var ekki annað en endalaus röð af tilbreytingarlausum dögum, aðeins rofnir af draumlausum svefni í óþægilegu, ljótu rúmi. En þó að hún fagnaði í hjarta sínu við hugsun- ina um þá framtíð, sem peningarnir höfðu á svo óvæntan hátt opnað henni, vakti tilhugsunin um að flytja burtu úr Smith Street ekki óskipta ánægju. Rúmið var óþægilegt, morgunverðurinn var þykkar brauðsneiðar, bomar fram á klunnaleg- um diskum, og grátt kaffi í því, sem hún kallaði þolla frú Gritters. Herbergið hennar með bóka- Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. A bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig ,,L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin í London. En hann á sína and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, herra Leete. Kerry hefir gert til- boð í Gouldingsverzlunina, sem Leete er einnig eigandi að. hillunum var þriflegt og vistlegt. Það var orðið heimili hennar, eini samastaðurinn hennar og eini staðurinn, þar sem hún réði öllu sjálf. Henrietta dóttir frú Gritters var auðvitað ákaflega þreytandi. Hún var sóðaleg, tuttugu og fjögra ára gömul og hafði á einhvem dular- fullan hátt verið gift og á jafn dularfullan hátt sloppið úr viðjum hjónabandsins. Þetta vissu allir nágrannamir. Nú var hún sídrukkin og leigjendurnir í Smith Street 107 mættu henni þannig að jafnaði, frú Gritters til mikillar gremju. En það vom margar þægilegar endurminn- ingar, sem tengdu Elsie við þennan stað. Hún hafði eignast vini á meðal fólks, sem lifði sóma- samlegu lífi á launum, sem varla hefði nægt til að borga hádegisverðinn, sem hún borðaði á Savo„ > 'gar hún ætlaði að fara að stinga lykl- inum í útidyrahurðina, var hún opnuð og ungur maður stóð í dyrunum. „Gott kvöld, ungfrú Marion," sagði hann glað- lega. „Þér komið snemma heim í dag.“ Gordon Bray bjó á annari hæð í herbergi, sem sneri út að götunni. Hann var frábmgðinn þeim mönnum, sem hún áður hafði hitt. Hann var ágætt dæmi um mann, sem hefir drifið sig sjálf- ur áfram og sigrast á þeim erfiðleikum, sem fá- tækt og stutt skólaganga höfðu skapað. Skóla- vist hans í alþýðuskólanum í Latimer Road hafði fengið skjótan enda, þegar faðir hans dó og hann varð að fara að vinna fyrir móður sinni. Sendisveinn, blaðasali, búðarmaður, skrif- stofumaður — stöðugt hafði hann hækkað í tigninni, þangað til dauða móður hans bar að og markaði tímamót í lífi hans og opnaði hon- um nýja möguleika. Tekjur hans, sem naumlega höfðu hrokltið til handa þeim báðum, urðu nú ríflegar, svo að hann gat byrjað á námi að nýju. Það eru þúsundir slíkra ungra manna til í heim- inum, manna, sem berjast við næstum óyfirstíg- anlega örðugleika. Einir og óstuddir verða þeir að berjast áfram, og vei þeim, sem ekki hefir neitt takmark eða víkur hársbreidd frá settu marki. Elsie leit vingjarnlega á hann. Hún var ekki skotin í þessum laglega pilti og hann ekki í henni. En þau báru einlægan vinarhug hvort til annars. Þau voru samherjar í hinni miklu bar- áttu lífsins, áttu sameiginlega óvini og sömu lífsskoðanir. „Ég er á leiðinni í tækniháskólann," sagði hann og veifaði kæruleysislega bókabögli, sem hann hélt á. „Ég er farinn að verða leiður á Holdrons — þeir juku launin mín í dag um einn shilling á viku og ætluðust víst til, að ég félli til fóta þeim af einskæru þakklæti." Hún hefði gjarnan viljað ségja honum, hvað hún hafði verið heppin, en óttinn við, að það mundi ef til vill vekja öfund í brjósti hans, aftr- aði henni þess. Hún ætlaði að segja honum það einhvemtima seinna, þegar betur lægi á honum. „Hvemig gengur með teikningamar ? “ spurði hún. Takmark hans var að verða húsameistari, og teikningamar hans, sem vom vissulega ágæt- ar, vom aðalánægja hans. Auk þess höfðu þær peningalegt gildi, því að fyrir tvær af þeim hafði hann fengið tvo heiðurspeninga úr gulli á skól- anum. Andartak brá skugga fyrir á svip hans, svo hló hann aftur glaðlega. „Það gengur ágætlega," sagði hann og kink- aði kolli til hennar í kveðjuskini um leið og hann fór. Hún hljóp upp tröppumar, létt í lund, og mætti á leiðinni dóttur frú Gritter, sem byrjuð var að búa sig undir kvöldið á sinn venjulega hátt. Frú Gritter færði henni teið og kom með sín- ar venjulegu athugasemdir um veðrið og afsak- anir á ástandi dótturinnar. „Ég ætla að fara frá yður, frú Gritter," sagði Elsie. „Hvað segið þér?“ Frú Gritter fannst viðeig- andi að setja upp sakleysislegan undrunarsvip. Hún skoðaði uppsögn sem vantraustsyfirlýsingu á húsmóðurhæfileikum sínum. „Ég — ég er búin að fá betri vinnu,“ hélt Elsie áfram, „og ég hefi ráð á að leigja mér dálítið dýrara — —“ „Ég hefi herbergi á fyrstu hæð út að götunni," sagði frú Gritter vongóð, „ef þér viljið borga tíu shillingum meira.“ Elsie hristi höfuðið hlæjandi. „Þakka yður fyrir, frú Gritter," sagði hún, „en ég verð að búa nær vinnustaðnum." „Það er neðanjarðarbraut rétt utan við hús- ið,“ hélt frú Gritter áfram, „og strætisvagnar svo að segja báðar leiðir. Það er heldur ekki þægilegt fyrir mig að missa tvo leigjendur á einni viku.“ „Tvo?“ spurði Elsie undrandi. Frú Gritter kinkaði kolli. „Okkar á milli sagt,“ sagði hún og þurrkaði gleraugun á svuntuhorninu, ,,þá hefir herra Bray verið vandræðamaður — alltaf á eftir með leig- una; nú skuldar hann mér leigu fyrir þrjár vikur.“ Elsie varð reið. Hún hafði aldrei kært sig um að hnýsast í einkamál Gordons. Auðvitað vissi hún, að hann hafði ekki miklu úr að spila, en henni hafði aldrei komið til hugar, að hann væri svo illa kominn. Nú skildi hún gremjuna í rödd- inni, þegar hann var að tala um eins shillings hækkun á vikulaununum. „Það er námið, sem gerir það,“ sagði frú Gritter fyrirlitlega, ,,að fleygja peningum í slíkt í staðinn fyrir að nota þá til að hafa í sig og á. Til hvers er það svo sem? Menntunin, það er hún, sem fyllir fangelsin og betrunarhúsin og — herinn.“ Hún átti son í hemum, og henni var illa við nýliðaskólann, af þvi að það kom við pyngjuna líennar, að kosta1 soninn þar. Elsie beit hugsandi á vörina. „Ég gæti kannske borgað yður, það sem hann skuldar," sagði hún hikandi. Það birti gndartak yfir svip gömlu konunnar, en svo varð hún alvarleg aftur. „Það er ekki til neins,“ sagði hún, „auk þess lét hann mig hafa annað í staðinn fyrir peninga." „Annað?“ Elsie leit á hana hálf lokuðum aug- um. „Hvað var það?“ Frú Gritter leit undan. „Þó ekki teikningarnar ? “ spurði Elsie óða- mála. Frú Gritter kinkaði kolli. „Til eignar og óðals, þangað til hann borgar," sagði hún drembilega í þeirri röngu trú, að þetta væri lögfræðilegt orðatiltæki. Hún var gefin fyrir að nota hátíðleg orðatiltæki.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.